Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júní 2017 20:00 Guy Verhofstadt. Vísir/EPA Breskum stjórnvöldum er frjálst að breyta um stefnu og hætta við Brexit en þau geta ekki búist við því Bretland fái að njóta sömu fríðinda í sambandinu líkt og áður. Þetta segir Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu. Guardian greinir frá. Verhofstadt lét ummælin falla þegar hann var spurður út í skoðun sína á orðum Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, þar sem hann sagði að dyr Evrópusambandsins standi Bretum opnar, snúist þeim hugur um Brexit.„Ég er sammála því, en líkt og hjá Lísu í Undralandi eru ekki allar dyrnar eins. Það yrði glæný hurð, með nýrri Evrópu, Evrópu án greiðsluívilnana, án flækju, með alvöru völd og alvöru samheldni.“ Meðal ívilnanna sem Verhofstadt á við eru meðal annars greiðsluívilnanir til handa breskum stjórnvöldum sem ríkisstjórn Margaret Thatcher samdi um á níunda áratugnum og veita breskum stjórnvöldum rétt á að greiða minna í sameiginlega sjóði Evrópusambandsins en aðrar þjóðir. Verhofstadt er meðal þeirra þingmanna sem hve harðast hefur lagst gegn því að Bretar njóti slíkra fríðinda en málið hefur löngum verið umdeilt innan Evrópusambandsins og telja flestir að málið hefði verið endurskoðað ef Bretar hefðu ekki samþykkt Brexit. Þá hefur Bretland einnig ávallt haldið gjaldmiðli sínum aðskildum frá evrunni og breskum stjórnvöldum hefur jafnframt verið gert kleyft að velja og hafna ýmsum löggjöfum sambandsins sem varða löggæslumál. Sá ráðahagur hefur lengi farið í taugarnar á ýmsum stjórnmálamönnum líkt og Verhofstadt innan sambandsins, því þeir telja þetta flækja sambandið um of. Fari svo að Bretar ákveði að hætta við Brexit verða þeir að sætta sig við að gefa upp slík fríðindi. Þá er Verhofstadt sammála forseta Frakklands um að málin flækist töluvert um leið og Bretar yfirgefi sambandið. Þeir geti ekki svo auðveldlega orðið aðilar að sambandinu aftur, heldur verði þeir að sækja um aðild eins og allir aðrir, vilji þeir það á annað borð. Brexit Tengdar fréttir Macron segir að dyr ESB standi Bretum opnar snúist þeim hugur Frakklandsforseti og forsætisráðherra Bretlands funduðu í dag. 13. júní 2017 22:43 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Breskum stjórnvöldum er frjálst að breyta um stefnu og hætta við Brexit en þau geta ekki búist við því Bretland fái að njóta sömu fríðinda í sambandinu líkt og áður. Þetta segir Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu. Guardian greinir frá. Verhofstadt lét ummælin falla þegar hann var spurður út í skoðun sína á orðum Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, þar sem hann sagði að dyr Evrópusambandsins standi Bretum opnar, snúist þeim hugur um Brexit.„Ég er sammála því, en líkt og hjá Lísu í Undralandi eru ekki allar dyrnar eins. Það yrði glæný hurð, með nýrri Evrópu, Evrópu án greiðsluívilnana, án flækju, með alvöru völd og alvöru samheldni.“ Meðal ívilnanna sem Verhofstadt á við eru meðal annars greiðsluívilnanir til handa breskum stjórnvöldum sem ríkisstjórn Margaret Thatcher samdi um á níunda áratugnum og veita breskum stjórnvöldum rétt á að greiða minna í sameiginlega sjóði Evrópusambandsins en aðrar þjóðir. Verhofstadt er meðal þeirra þingmanna sem hve harðast hefur lagst gegn því að Bretar njóti slíkra fríðinda en málið hefur löngum verið umdeilt innan Evrópusambandsins og telja flestir að málið hefði verið endurskoðað ef Bretar hefðu ekki samþykkt Brexit. Þá hefur Bretland einnig ávallt haldið gjaldmiðli sínum aðskildum frá evrunni og breskum stjórnvöldum hefur jafnframt verið gert kleyft að velja og hafna ýmsum löggjöfum sambandsins sem varða löggæslumál. Sá ráðahagur hefur lengi farið í taugarnar á ýmsum stjórnmálamönnum líkt og Verhofstadt innan sambandsins, því þeir telja þetta flækja sambandið um of. Fari svo að Bretar ákveði að hætta við Brexit verða þeir að sætta sig við að gefa upp slík fríðindi. Þá er Verhofstadt sammála forseta Frakklands um að málin flækist töluvert um leið og Bretar yfirgefi sambandið. Þeir geti ekki svo auðveldlega orðið aðilar að sambandinu aftur, heldur verði þeir að sækja um aðild eins og allir aðrir, vilji þeir það á annað borð.
Brexit Tengdar fréttir Macron segir að dyr ESB standi Bretum opnar snúist þeim hugur Frakklandsforseti og forsætisráðherra Bretlands funduðu í dag. 13. júní 2017 22:43 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Macron segir að dyr ESB standi Bretum opnar snúist þeim hugur Frakklandsforseti og forsætisráðherra Bretlands funduðu í dag. 13. júní 2017 22:43
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent