Íslenskt hugvit Frosti Logason skrifar 15. júní 2017 07:00 Nýtt þjóðaröryggisráð kom saman á öruggum stað í vikunni. Efni fundarins var svo eldfimt að nauðsynlegt þótti að halda hann í gömlu loftvarnarbyrgi bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. Einhvern tíma hefði manni nú brugðið við slíkar fréttir en þetta er víst allt fullkomlega eðlilegt. „Varstu ekki búinn að heyra um hryðjuverkaárásirnar í London og Manchester? Þetta gæti allt eins gerst í Reykjavík,“ les maður í kommentakerfunum. Nú er talað um vopnaða löggæslu á öllum stærri mannamótum í sumar. Ha? Er það ekki full róttækt? Nei, almenningur hefur verið að venjast því að sjá sérsveitina æ oftar vopnaða á undanförnum árum. Þetta er bara rökrétt framhald segir ríkislögreglustjóri. Frábært. Get ég þá hætt að hafa áhyggjur af brjáluðum íslamistum á Þjóðhátíð eða Secret Solstice? Eru þið með einhverja áætlun? Já, eftir að hafa fengið sérstakt mat greiningardeildar um málið komust sérfræðingar að þessari niðurstöðu: Í stað þess að sérsveitin væri með vopn inni í lögreglubílunum skyldu sérsveitarmenn nú bera byssur á lærunum. Þannig verða menn tilbúnir í mjög skjót viðbrögð ef einhver hætta stafar að almenningi sem kemur saman í stórum stíl. Þá þarf lögreglan ekki að hörfa af vettvangi, leita að vopnum sínum og koma svo aftur í dalinn sem þá er kannski lokaður með mörg þúsund manns á svæðinu. Skammbyssur á lærunum til að auka viðbragðstímann! Af hverju datt okkur þetta ekki í hug fyrr? Þvílík snilld. Mér líður mun betur. Er búið að benda þeim hjá Scotland Yard á þetta? Þessir menn eru með allt á hreinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Nýtt þjóðaröryggisráð kom saman á öruggum stað í vikunni. Efni fundarins var svo eldfimt að nauðsynlegt þótti að halda hann í gömlu loftvarnarbyrgi bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. Einhvern tíma hefði manni nú brugðið við slíkar fréttir en þetta er víst allt fullkomlega eðlilegt. „Varstu ekki búinn að heyra um hryðjuverkaárásirnar í London og Manchester? Þetta gæti allt eins gerst í Reykjavík,“ les maður í kommentakerfunum. Nú er talað um vopnaða löggæslu á öllum stærri mannamótum í sumar. Ha? Er það ekki full róttækt? Nei, almenningur hefur verið að venjast því að sjá sérsveitina æ oftar vopnaða á undanförnum árum. Þetta er bara rökrétt framhald segir ríkislögreglustjóri. Frábært. Get ég þá hætt að hafa áhyggjur af brjáluðum íslamistum á Þjóðhátíð eða Secret Solstice? Eru þið með einhverja áætlun? Já, eftir að hafa fengið sérstakt mat greiningardeildar um málið komust sérfræðingar að þessari niðurstöðu: Í stað þess að sérsveitin væri með vopn inni í lögreglubílunum skyldu sérsveitarmenn nú bera byssur á lærunum. Þannig verða menn tilbúnir í mjög skjót viðbrögð ef einhver hætta stafar að almenningi sem kemur saman í stórum stíl. Þá þarf lögreglan ekki að hörfa af vettvangi, leita að vopnum sínum og koma svo aftur í dalinn sem þá er kannski lokaður með mörg þúsund manns á svæðinu. Skammbyssur á lærunum til að auka viðbragðstímann! Af hverju datt okkur þetta ekki í hug fyrr? Þvílík snilld. Mér líður mun betur. Er búið að benda þeim hjá Scotland Yard á þetta? Þessir menn eru með allt á hreinu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun