Koenigsegg seldi 80 Regera á 190 milljónir hvern Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2017 13:53 Koenigsegg Regera er sannkallaður ofurbíl, enda kostar hann skildinginn. Sænski bílasmiðurinn Christian von Koenigsegg hefur selt upp alla fyrirhugaða framleiðslu á ofurbílnum Koenigsegg Regera, en hver slíkur kostar litlar 190 milljónir króna. Samtals hefur hann því selt þessa 80 bíla fyrir 15,2 milljarða króna. Aldrei stóð til að framleiða meira en þessa 80 bíla af Regera, en þessi bíll er 1.500 hestöfl og er bæði með brunavél og rafmótora, eða tengiltvinnbíll. Koenigsegg hefur aldrei áður selt eins marga bíla af einni tegund, en hingað til hefur framleiðslan fremur skorðast við örfá eintök af hverri gerð. Koenigsegg Regera er með 5,0 lítra V8 vél og þrjá rafmagnsmótora og þessi drifrás kemur bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Bíllinn er með hámarkshraðann 400 km/klst og það sem merkilegast er að hann nær þeim hraða á minna en 20 sekúndum. Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent
Sænski bílasmiðurinn Christian von Koenigsegg hefur selt upp alla fyrirhugaða framleiðslu á ofurbílnum Koenigsegg Regera, en hver slíkur kostar litlar 190 milljónir króna. Samtals hefur hann því selt þessa 80 bíla fyrir 15,2 milljarða króna. Aldrei stóð til að framleiða meira en þessa 80 bíla af Regera, en þessi bíll er 1.500 hestöfl og er bæði með brunavél og rafmótora, eða tengiltvinnbíll. Koenigsegg hefur aldrei áður selt eins marga bíla af einni tegund, en hingað til hefur framleiðslan fremur skorðast við örfá eintök af hverri gerð. Koenigsegg Regera er með 5,0 lítra V8 vél og þrjá rafmagnsmótora og þessi drifrás kemur bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Bíllinn er með hámarkshraðann 400 km/klst og það sem merkilegast er að hann nær þeim hraða á minna en 20 sekúndum.
Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent