Marta skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hún slapp þá inn fyrir íslensku vörnina og setti boltann undir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og í netið.
Annars spilaði íslenska liðið vel í leiknum en nýtti ekki þau góðu færi sem það skapaði sér.
Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalsvelli í kvöld og tók myndirnar sem sjá má hér að neðan.







