Skotvopnaæfingum lögreglu fjölgað mikið Snærós Sindradóttir skrifar 14. júní 2017 09:00 Almennir lögregluþjónar hafa fengið mikla þjálfun í meðhöndlun skotvopna. Fréttablaðið/Eyþór Lögreglumál Á síðustu þremur árum hefur orðið veruleg aukning í skotvopnaæfingum almennra lögreglumanna frá því sem áður var. Áður en nýjar reglur um aðgerðaþjálfun tóku gildi, fyrir um þremur árum, var engin markviss eða samræmd þjálfun í meðhöndlun skotvopna. „Á heildina litið er um verulega aukningu að ræða og þjálfunin er mun markvissari og meira tengd við aðra aðgerðaþjálfun,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Æfingatími sérsveitar er óbreyttur og sérsveitin er alltaf vopnuð í útköllum. Reglurnar samræmdu og stórjuku hins vegar þjálfun allra almennra lögreglumanna. Þjálfun svokallaðra aðgerðahópa er nú 99 klukkustundir, sem jafngildir um tveimur og hálfri vinnuviku, á hverju ári. Inni í þeim tíma eru skotæfingar en einnig svokölluð mannfjöldastjórnun. Almennt útkallslið lögreglunnar hlýtur 69 klukkustunda þjálfun árlega, eða tæplega tvær vinnuvikur. Mismunurinn á milli aðgerðahópa og almenns útkallsliðs felst fyrst og fremst í þeim tímafjölda sem fer í þjálfun mannfjöldastjórnunar. „Fjöldi skotæfinga getur verið mismunandi milli ára. Áður fyrr var mjög mismunandi á milli embætta hversu mikil skotvopnaþjálfunin var og hjá sumum liðum hafði dregið úr skotæfingum,“ segir Jón. Áður en reglur voru settar um 69 eða 99 klukkustunda þjálfun á ári var ekkert skipulag á því hversu mikla skotvopnaþjálfun almennir lögreglumenn skyldu fá árlega og mjög misjafnlega að því staðið á milli embætta. Æfingar jukust í öllum tilfellum við setningu nýju þjálfunaráætlunarinnar. Það var í lok árs 2015 sem skammbyssum var komið fyrir í vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lengi hefur tíðkast að lögreglan í dreifðari byggðum hafi aðgang að skotvopni til að bregðast við útköllum þar sem viðbragðstími sérsveitar væri langur. Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Sjá meira
Lögreglumál Á síðustu þremur árum hefur orðið veruleg aukning í skotvopnaæfingum almennra lögreglumanna frá því sem áður var. Áður en nýjar reglur um aðgerðaþjálfun tóku gildi, fyrir um þremur árum, var engin markviss eða samræmd þjálfun í meðhöndlun skotvopna. „Á heildina litið er um verulega aukningu að ræða og þjálfunin er mun markvissari og meira tengd við aðra aðgerðaþjálfun,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Æfingatími sérsveitar er óbreyttur og sérsveitin er alltaf vopnuð í útköllum. Reglurnar samræmdu og stórjuku hins vegar þjálfun allra almennra lögreglumanna. Þjálfun svokallaðra aðgerðahópa er nú 99 klukkustundir, sem jafngildir um tveimur og hálfri vinnuviku, á hverju ári. Inni í þeim tíma eru skotæfingar en einnig svokölluð mannfjöldastjórnun. Almennt útkallslið lögreglunnar hlýtur 69 klukkustunda þjálfun árlega, eða tæplega tvær vinnuvikur. Mismunurinn á milli aðgerðahópa og almenns útkallsliðs felst fyrst og fremst í þeim tímafjölda sem fer í þjálfun mannfjöldastjórnunar. „Fjöldi skotæfinga getur verið mismunandi milli ára. Áður fyrr var mjög mismunandi á milli embætta hversu mikil skotvopnaþjálfunin var og hjá sumum liðum hafði dregið úr skotæfingum,“ segir Jón. Áður en reglur voru settar um 69 eða 99 klukkustunda þjálfun á ári var ekkert skipulag á því hversu mikla skotvopnaþjálfun almennir lögreglumenn skyldu fá árlega og mjög misjafnlega að því staðið á milli embætta. Æfingar jukust í öllum tilfellum við setningu nýju þjálfunaráætlunarinnar. Það var í lok árs 2015 sem skammbyssum var komið fyrir í vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lengi hefur tíðkast að lögreglan í dreifðari byggðum hafi aðgang að skotvopni til að bregðast við útköllum þar sem viðbragðstími sérsveitar væri langur.
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Sjá meira