Loftslagslögsókn barna gegn Trump lifir enn Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 14:56 Börnin halda því fram að alríkisstjórnin hafi brotið rétt þeirra með að stuðla að framleiðslu jarðefniseldsneytis eins og kola. Vísir/EPA Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur hafnað kröfu ríkisstjórnar Donalds Trump að vísa hóplögsókn barna vegna loftslagsmála frá dómi. Börnin reyna nú að stefna bandarískum stjórnvöldum vegna aðgerðarleysis þeirra í baráttu gegn loftslagsbreytingum. Málið var upphaflega höfðað gegn ríkisstjórn Baracks Obama. Samkvæmt frétt Washington Post halda börnin, sem eru á aldrinum 9 til 21 árs, því fram að bandaríska alríkissjórnin hafi brotið á þeim stjórnarskrárvarinn rétt með því að stuðla að framleiðslu jarðefnaeldsneytis og losun losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórninni beri skylda til að vernda loftslags jarðar í þágu almannaheilla.Gæti haft mikið fordæmisgildiUmdæmisdómari neitaði kröfu alríksstjórnarinnar og hagsmunaaðila að vísa málinu frá í nóvember. Stjórnvöld áfrýjuðu þeim úrskurði til áfrýjunardómstóls sem vísaði frávísunarkröfunni frá í síðustu viku. Það er nú í höndum upphaflega umdæmisdómarans hvort að málið fer fyrir dóm. „Ólíkt Parísarsamkomulaginu getur ríkisstjórn Trump ekki dregið sig frá þessari lögsókn,“ segir Julia Olson, lögmaður barnanna í yfirlýsingu. Hugsanlegt er þó að alríkisstjórnin reyni enn að stöðva málsóknina með því að biðla til æðra dómsvalds um að grípa inn í. Þess er þó sárasjaldan krafist og enn sjaldnar fallist á slíkar kröfur. Fordæmisgildi málsins er talið geta orðið gríðarlegt ef dómstólar viðurkenna rétt borgarnna á heilbrigðu loftslagsi. Hafi stefnendurnir sigur myndu nýjar dyr opnast umhverfisverndarsinnum fyrir dómstólum. Loftslagsmál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur hafnað kröfu ríkisstjórnar Donalds Trump að vísa hóplögsókn barna vegna loftslagsmála frá dómi. Börnin reyna nú að stefna bandarískum stjórnvöldum vegna aðgerðarleysis þeirra í baráttu gegn loftslagsbreytingum. Málið var upphaflega höfðað gegn ríkisstjórn Baracks Obama. Samkvæmt frétt Washington Post halda börnin, sem eru á aldrinum 9 til 21 árs, því fram að bandaríska alríkissjórnin hafi brotið á þeim stjórnarskrárvarinn rétt með því að stuðla að framleiðslu jarðefnaeldsneytis og losun losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórninni beri skylda til að vernda loftslags jarðar í þágu almannaheilla.Gæti haft mikið fordæmisgildiUmdæmisdómari neitaði kröfu alríksstjórnarinnar og hagsmunaaðila að vísa málinu frá í nóvember. Stjórnvöld áfrýjuðu þeim úrskurði til áfrýjunardómstóls sem vísaði frávísunarkröfunni frá í síðustu viku. Það er nú í höndum upphaflega umdæmisdómarans hvort að málið fer fyrir dóm. „Ólíkt Parísarsamkomulaginu getur ríkisstjórn Trump ekki dregið sig frá þessari lögsókn,“ segir Julia Olson, lögmaður barnanna í yfirlýsingu. Hugsanlegt er þó að alríkisstjórnin reyni enn að stöðva málsóknina með því að biðla til æðra dómsvalds um að grípa inn í. Þess er þó sárasjaldan krafist og enn sjaldnar fallist á slíkar kröfur. Fordæmisgildi málsins er talið geta orðið gríðarlegt ef dómstólar viðurkenna rétt borgarnna á heilbrigðu loftslagsi. Hafi stefnendurnir sigur myndu nýjar dyr opnast umhverfisverndarsinnum fyrir dómstólum.
Loftslagsmál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira