Loftslagslögsókn barna gegn Trump lifir enn Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 14:56 Börnin halda því fram að alríkisstjórnin hafi brotið rétt þeirra með að stuðla að framleiðslu jarðefniseldsneytis eins og kola. Vísir/EPA Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur hafnað kröfu ríkisstjórnar Donalds Trump að vísa hóplögsókn barna vegna loftslagsmála frá dómi. Börnin reyna nú að stefna bandarískum stjórnvöldum vegna aðgerðarleysis þeirra í baráttu gegn loftslagsbreytingum. Málið var upphaflega höfðað gegn ríkisstjórn Baracks Obama. Samkvæmt frétt Washington Post halda börnin, sem eru á aldrinum 9 til 21 árs, því fram að bandaríska alríkissjórnin hafi brotið á þeim stjórnarskrárvarinn rétt með því að stuðla að framleiðslu jarðefnaeldsneytis og losun losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórninni beri skylda til að vernda loftslags jarðar í þágu almannaheilla.Gæti haft mikið fordæmisgildiUmdæmisdómari neitaði kröfu alríksstjórnarinnar og hagsmunaaðila að vísa málinu frá í nóvember. Stjórnvöld áfrýjuðu þeim úrskurði til áfrýjunardómstóls sem vísaði frávísunarkröfunni frá í síðustu viku. Það er nú í höndum upphaflega umdæmisdómarans hvort að málið fer fyrir dóm. „Ólíkt Parísarsamkomulaginu getur ríkisstjórn Trump ekki dregið sig frá þessari lögsókn,“ segir Julia Olson, lögmaður barnanna í yfirlýsingu. Hugsanlegt er þó að alríkisstjórnin reyni enn að stöðva málsóknina með því að biðla til æðra dómsvalds um að grípa inn í. Þess er þó sárasjaldan krafist og enn sjaldnar fallist á slíkar kröfur. Fordæmisgildi málsins er talið geta orðið gríðarlegt ef dómstólar viðurkenna rétt borgarnna á heilbrigðu loftslagsi. Hafi stefnendurnir sigur myndu nýjar dyr opnast umhverfisverndarsinnum fyrir dómstólum. Loftslagsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur hafnað kröfu ríkisstjórnar Donalds Trump að vísa hóplögsókn barna vegna loftslagsmála frá dómi. Börnin reyna nú að stefna bandarískum stjórnvöldum vegna aðgerðarleysis þeirra í baráttu gegn loftslagsbreytingum. Málið var upphaflega höfðað gegn ríkisstjórn Baracks Obama. Samkvæmt frétt Washington Post halda börnin, sem eru á aldrinum 9 til 21 árs, því fram að bandaríska alríkissjórnin hafi brotið á þeim stjórnarskrárvarinn rétt með því að stuðla að framleiðslu jarðefnaeldsneytis og losun losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórninni beri skylda til að vernda loftslags jarðar í þágu almannaheilla.Gæti haft mikið fordæmisgildiUmdæmisdómari neitaði kröfu alríksstjórnarinnar og hagsmunaaðila að vísa málinu frá í nóvember. Stjórnvöld áfrýjuðu þeim úrskurði til áfrýjunardómstóls sem vísaði frávísunarkröfunni frá í síðustu viku. Það er nú í höndum upphaflega umdæmisdómarans hvort að málið fer fyrir dóm. „Ólíkt Parísarsamkomulaginu getur ríkisstjórn Trump ekki dregið sig frá þessari lögsókn,“ segir Julia Olson, lögmaður barnanna í yfirlýsingu. Hugsanlegt er þó að alríkisstjórnin reyni enn að stöðva málsóknina með því að biðla til æðra dómsvalds um að grípa inn í. Þess er þó sárasjaldan krafist og enn sjaldnar fallist á slíkar kröfur. Fordæmisgildi málsins er talið geta orðið gríðarlegt ef dómstólar viðurkenna rétt borgarnna á heilbrigðu loftslagsi. Hafi stefnendurnir sigur myndu nýjar dyr opnast umhverfisverndarsinnum fyrir dómstólum.
Loftslagsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira