Sipilä vill starfa með klofningshópnum úr Sönnum Finnum Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2017 13:18 Juha Sipilä tók við embætti forsætisráðherra Finnlands árið 2015. Vísir/AFP Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, leggur til að Miðflokkurinn og Þjóðarbandalagið myndi ríkisstjórn með þeim þingmönnum sem klufu sig frá þingflokki Sannra Finna og mynduðu þingflokkinn Nýjan valkost. Þannig myndu allir ráðherrar halda sætum sínum í ríkisstjórninni þó að þingmeirihlutinn sé nokkuð knappari. Sipilä ræddi við fjölmiðla fyrir stundu þar sem hann lagði þetta til. Timo Soini, utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Sannra Finna, og allir aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna, tilkynntu í morgun að þeir hafið klofið sig úr þingflokknum. Alls eru 22 þingmenn í Nýjum valkosti, en eftir situr fimmtán manna þingflokkur Sannra Finna. Sipilä sagðist vona að hægt yrði að mynda nýja ríkisstjórn innan sólarhrings. Þingmenn Nýs valkosts sögðust reiðubúnir að starfa í samræmi við áður gerðan stjórnarsáttmála. Sipilä hefur rætt við lögfróða menn um framkvæmdina í dag og mun nú ráðfæra sig við þingflokk Miðflokksins og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formann Þjóðarbandalagsins. Þá mun Sipilä einnig ræða við þingflokksformenn allra flokka í kvöld. Eftir það verður boðað til nýs blaðamannafundar. Jussi Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Eftir kjörið sögðust Sipilä og Orpo ekki geta starfað með Sönnum Finnum. Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa myndað nýjan þingflokk. 13. júní 2017 10:57 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, leggur til að Miðflokkurinn og Þjóðarbandalagið myndi ríkisstjórn með þeim þingmönnum sem klufu sig frá þingflokki Sannra Finna og mynduðu þingflokkinn Nýjan valkost. Þannig myndu allir ráðherrar halda sætum sínum í ríkisstjórninni þó að þingmeirihlutinn sé nokkuð knappari. Sipilä ræddi við fjölmiðla fyrir stundu þar sem hann lagði þetta til. Timo Soini, utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Sannra Finna, og allir aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna, tilkynntu í morgun að þeir hafið klofið sig úr þingflokknum. Alls eru 22 þingmenn í Nýjum valkosti, en eftir situr fimmtán manna þingflokkur Sannra Finna. Sipilä sagðist vona að hægt yrði að mynda nýja ríkisstjórn innan sólarhrings. Þingmenn Nýs valkosts sögðust reiðubúnir að starfa í samræmi við áður gerðan stjórnarsáttmála. Sipilä hefur rætt við lögfróða menn um framkvæmdina í dag og mun nú ráðfæra sig við þingflokk Miðflokksins og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formann Þjóðarbandalagsins. Þá mun Sipilä einnig ræða við þingflokksformenn allra flokka í kvöld. Eftir það verður boðað til nýs blaðamannafundar. Jussi Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Eftir kjörið sögðust Sipilä og Orpo ekki geta starfað með Sönnum Finnum.
Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa myndað nýjan þingflokk. 13. júní 2017 10:57 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45
Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa myndað nýjan þingflokk. 13. júní 2017 10:57