Fótbolti

Buffon: 99,9% líkur á að næsta tímabil verði mitt síðasta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Buffon hefur átt langan og glæsilegan feril.
Buffon hefur átt langan og glæsilegan feril. vísir/getty
Gianluigi Buffon leikur væntanlega sína síðustu leiki á ferlinum á HM í Rússlandi á næsta ári.

Buffon hafði áður greint frá því að hann ætlaði að hætta með landsliðinu eftir HM  2018 en nú eru allar líkur á því að hann leggi hanskana alfarið á hilluna að HM loknu.

„Það eru 99,9% líkur á því. Ég vil eiga eitt tíðindaríkt tímabil og segja þetta svo gott,“ sagði hinn 39 ára gamli Buffon.

„Eini möguleikinn á að ég haldi áfram er að ef við vinnum Meistaradeild Evrópu vil ég spila eitt ár til viðbótar til að reyna að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða og aðra titla.“

Buffon hefur leikið yfir 1000 leiki á ferlinum, þar af 169 leiki fyrir ítalska landsliðið.

Buffon hefur átta sinnum orðið ítalskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari, unnið UEFA bikarinn auk þess sem hann varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu 2006.

Hinn 18 ára gamli Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki Buffons hjá Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×