Þetta er jafnframt síðasti leikur íslensku stelpnanna fyrir EM í Hollandi sem hefst 16. júlí.
Verkefnið er verðugt en Brasilía er með eitt besta landslið heims. Skærasta stjarna þess er hin 31 árs gamla Marta sem hefur fimm sinnum verið valin besta knattspyrnukona heims. Marta hefur leikið 101 landsleik fyrir Brasilíu og skorað 105 mörk.
Íslensku stelpurnar æfðu á Laugardalsvelli í dag og Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, náði þessum skemmtilegu myndum hér að neðan.
Leikur Íslands og Brasilíu hefst klukkan 18:30 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport HD.






