Leiðin til Rússlands er ennþá greið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2017 06:00 Hörður Bjögvin Magnússon fékk traustið frá Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara á móti Króötum í gær og skilaði flottum leik og ótrúlega mikilvægu sigurmarki á lokamínútu leiksins. Hér sjást þeir félagar saman eftir leik og það var svo sannarlega full ástæða fyrir þá að brosa sínum breiðasta. Vísir/Eyþór Eftir fimm leiki án sigurs og 426 mínútur og tæp 12 ár án marks unnu Íslendingar loks sigur á Króötum á Laugardalsvelli í gær. Allt stefndi í markalaust jafntefli en íslensku strákarnir fundu aukakraft til að vinna leikinn. Þegar mínúta var til leiksloka átti Birkir Már Sævarsson frábæra fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Jóhanni Berg Guðmundssyni sem skallaði beint á Lovre Kalinic í marki Króatíu. Íslendingar fengu horn og það tók Gylfi Þór Sigurðsson. Eins og svo oft áður var spyrna Swansea-mannsins frábær, beint á Hörð Björgvin Magnússon sem fékk frían skalla og setti boltann í boga yfir Kalinic. Ótrúlega mikilvægt mark hjá Herði Björgvini og það þýðir að Ísland er jafnt Króatíu á toppi riðilsins þegar fjórar umferðir eru eftir. HM-draumurinn lifir því góðu lífi og möguleikinn á að ná efsta sætinu er góður. „Ég er hrikalega stoltur af öllum strákunum. Þetta var hrikalega sterkur liðsheildarsigur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir leik.Gylfi Sigurðsson reynir skot.Vísir/ErnirLærðu af fyrri leikjunum Eyjamaðurinn kom talsvert á óvart með liðsuppstillingu sinni í gær. Hörður Björgvin kom inn fyrir Ara Frey Skúlason í stöðu vinstri bakvarðar, Emil Hallfreðsson lék á miðjunni við hlið Arons Einars Gunnarssonar og fyrir framan þá var Gylfi Þór. „Við breyttum um leikaðferð til að jafna þá á miðjunni og Emil, Gylfi og Aron Einar gerðu a.m.k. jafn vel og þeir og í flestum tilfellum betur. Það var lykillinn að góðri spilamennsku í dag, hversu vel við spiluðum inni á miðjunni og lokuðum á þá og komum í veg fyrir að þeir sköpuðu sér færi,“ sagði Heimir sem segist hafa lært af fyrri viðureignum gegn Króatíu. „Við reyndum að læra af leikjunum okkar við Króatíu. Mér fannst við taka stórt skref fram á við í Zagreb. Við fundum að við gátum pressað þá. Það eru ekki mörg lið sem pressa Króatíu og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir fá á sig fá mörk. Þetta kom þeim örugglega á óvart.“ Leikáætlun Heimis gekk fullkomlega upp. Það eru fá lið í heiminum betri að halda boltanum en Króatar en Íslendingar komu í veg fyrir að þeir næðu sínum dáleiðandi samleiksköflum með frábærri pressu. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór þar fremstur í flokki en hann braut niður hverja sókn Króatíu á fætur annarri og gaf tóninn.Marki Harðar Björgvins fagnað.Vísir/ErnirUppreisn æru Hetja íslenska liðsins í gær, Hörður Björgvin, átti erfitt uppdráttar í tapinu í Zagreb í fyrra en hann svaraði fyrir sig í gær og fékk hrós frá landsliðsþjálfaranum eftir leik. „Við vitum að hann er ekki bakvörður að upplagi en hann hefur vaxið í þessu hlutverki. Við þurftum hæð í varnarlínuna og ég held að það hafi sýnt sig í leiknum að þetta var rétt ákvörðun,“ sagði Heimir um manninn sem skoraði markið sem færði Íslendinga nær takmarkinu; að komast á HM í fyrsta sinn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25 Hörður Björgvin: Það er bara fínt að skora með öxlinni Hörður Björgin Magnússon reyndist hetja Íslands í kvöld og var að vonum ánægður með leik liðsins. 11. júní 2017 21:27 Erlenda pressan: Stóri sigurvegarinn þennan sunnudag er Ísland Huh! Huh! Huh! 11. júní 2017 22:18 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Jóhann Berg um heimavöllinn: "Veit ekki einu sinni hvenær við töpuðum síðast hérna“ "Þetta var alveg gríðarlega mikilvægur leikur sérstaklega þar sem hin liðin sem við erum að keppa við unnu sína leiki í kvöld,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Króötum í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:45 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Sjá meira
Eftir fimm leiki án sigurs og 426 mínútur og tæp 12 ár án marks unnu Íslendingar loks sigur á Króötum á Laugardalsvelli í gær. Allt stefndi í markalaust jafntefli en íslensku strákarnir fundu aukakraft til að vinna leikinn. Þegar mínúta var til leiksloka átti Birkir Már Sævarsson frábæra fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Jóhanni Berg Guðmundssyni sem skallaði beint á Lovre Kalinic í marki Króatíu. Íslendingar fengu horn og það tók Gylfi Þór Sigurðsson. Eins og svo oft áður var spyrna Swansea-mannsins frábær, beint á Hörð Björgvin Magnússon sem fékk frían skalla og setti boltann í boga yfir Kalinic. Ótrúlega mikilvægt mark hjá Herði Björgvini og það þýðir að Ísland er jafnt Króatíu á toppi riðilsins þegar fjórar umferðir eru eftir. HM-draumurinn lifir því góðu lífi og möguleikinn á að ná efsta sætinu er góður. „Ég er hrikalega stoltur af öllum strákunum. Þetta var hrikalega sterkur liðsheildarsigur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir leik.Gylfi Sigurðsson reynir skot.Vísir/ErnirLærðu af fyrri leikjunum Eyjamaðurinn kom talsvert á óvart með liðsuppstillingu sinni í gær. Hörður Björgvin kom inn fyrir Ara Frey Skúlason í stöðu vinstri bakvarðar, Emil Hallfreðsson lék á miðjunni við hlið Arons Einars Gunnarssonar og fyrir framan þá var Gylfi Þór. „Við breyttum um leikaðferð til að jafna þá á miðjunni og Emil, Gylfi og Aron Einar gerðu a.m.k. jafn vel og þeir og í flestum tilfellum betur. Það var lykillinn að góðri spilamennsku í dag, hversu vel við spiluðum inni á miðjunni og lokuðum á þá og komum í veg fyrir að þeir sköpuðu sér færi,“ sagði Heimir sem segist hafa lært af fyrri viðureignum gegn Króatíu. „Við reyndum að læra af leikjunum okkar við Króatíu. Mér fannst við taka stórt skref fram á við í Zagreb. Við fundum að við gátum pressað þá. Það eru ekki mörg lið sem pressa Króatíu og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir fá á sig fá mörk. Þetta kom þeim örugglega á óvart.“ Leikáætlun Heimis gekk fullkomlega upp. Það eru fá lið í heiminum betri að halda boltanum en Króatar en Íslendingar komu í veg fyrir að þeir næðu sínum dáleiðandi samleiksköflum með frábærri pressu. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór þar fremstur í flokki en hann braut niður hverja sókn Króatíu á fætur annarri og gaf tóninn.Marki Harðar Björgvins fagnað.Vísir/ErnirUppreisn æru Hetja íslenska liðsins í gær, Hörður Björgvin, átti erfitt uppdráttar í tapinu í Zagreb í fyrra en hann svaraði fyrir sig í gær og fékk hrós frá landsliðsþjálfaranum eftir leik. „Við vitum að hann er ekki bakvörður að upplagi en hann hefur vaxið í þessu hlutverki. Við þurftum hæð í varnarlínuna og ég held að það hafi sýnt sig í leiknum að þetta var rétt ákvörðun,“ sagði Heimir um manninn sem skoraði markið sem færði Íslendinga nær takmarkinu; að komast á HM í fyrsta sinn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25 Hörður Björgvin: Það er bara fínt að skora með öxlinni Hörður Björgin Magnússon reyndist hetja Íslands í kvöld og var að vonum ánægður með leik liðsins. 11. júní 2017 21:27 Erlenda pressan: Stóri sigurvegarinn þennan sunnudag er Ísland Huh! Huh! Huh! 11. júní 2017 22:18 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Jóhann Berg um heimavöllinn: "Veit ekki einu sinni hvenær við töpuðum síðast hérna“ "Þetta var alveg gríðarlega mikilvægur leikur sérstaklega þar sem hin liðin sem við erum að keppa við unnu sína leiki í kvöld,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Króötum í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:45 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Sjá meira
Hannes: Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25
Hörður Björgvin: Það er bara fínt að skora með öxlinni Hörður Björgin Magnússon reyndist hetja Íslands í kvöld og var að vonum ánægður með leik liðsins. 11. júní 2017 21:27
Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57
Jóhann Berg um heimavöllinn: "Veit ekki einu sinni hvenær við töpuðum síðast hérna“ "Þetta var alveg gríðarlega mikilvægur leikur sérstaklega þar sem hin liðin sem við erum að keppa við unnu sína leiki í kvöld,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Króötum í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:45
Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36