Leiðin til Rússlands er ennþá greið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2017 06:00 Hörður Bjögvin Magnússon fékk traustið frá Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara á móti Króötum í gær og skilaði flottum leik og ótrúlega mikilvægu sigurmarki á lokamínútu leiksins. Hér sjást þeir félagar saman eftir leik og það var svo sannarlega full ástæða fyrir þá að brosa sínum breiðasta. Vísir/Eyþór Eftir fimm leiki án sigurs og 426 mínútur og tæp 12 ár án marks unnu Íslendingar loks sigur á Króötum á Laugardalsvelli í gær. Allt stefndi í markalaust jafntefli en íslensku strákarnir fundu aukakraft til að vinna leikinn. Þegar mínúta var til leiksloka átti Birkir Már Sævarsson frábæra fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Jóhanni Berg Guðmundssyni sem skallaði beint á Lovre Kalinic í marki Króatíu. Íslendingar fengu horn og það tók Gylfi Þór Sigurðsson. Eins og svo oft áður var spyrna Swansea-mannsins frábær, beint á Hörð Björgvin Magnússon sem fékk frían skalla og setti boltann í boga yfir Kalinic. Ótrúlega mikilvægt mark hjá Herði Björgvini og það þýðir að Ísland er jafnt Króatíu á toppi riðilsins þegar fjórar umferðir eru eftir. HM-draumurinn lifir því góðu lífi og möguleikinn á að ná efsta sætinu er góður. „Ég er hrikalega stoltur af öllum strákunum. Þetta var hrikalega sterkur liðsheildarsigur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir leik.Gylfi Sigurðsson reynir skot.Vísir/ErnirLærðu af fyrri leikjunum Eyjamaðurinn kom talsvert á óvart með liðsuppstillingu sinni í gær. Hörður Björgvin kom inn fyrir Ara Frey Skúlason í stöðu vinstri bakvarðar, Emil Hallfreðsson lék á miðjunni við hlið Arons Einars Gunnarssonar og fyrir framan þá var Gylfi Þór. „Við breyttum um leikaðferð til að jafna þá á miðjunni og Emil, Gylfi og Aron Einar gerðu a.m.k. jafn vel og þeir og í flestum tilfellum betur. Það var lykillinn að góðri spilamennsku í dag, hversu vel við spiluðum inni á miðjunni og lokuðum á þá og komum í veg fyrir að þeir sköpuðu sér færi,“ sagði Heimir sem segist hafa lært af fyrri viðureignum gegn Króatíu. „Við reyndum að læra af leikjunum okkar við Króatíu. Mér fannst við taka stórt skref fram á við í Zagreb. Við fundum að við gátum pressað þá. Það eru ekki mörg lið sem pressa Króatíu og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir fá á sig fá mörk. Þetta kom þeim örugglega á óvart.“ Leikáætlun Heimis gekk fullkomlega upp. Það eru fá lið í heiminum betri að halda boltanum en Króatar en Íslendingar komu í veg fyrir að þeir næðu sínum dáleiðandi samleiksköflum með frábærri pressu. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór þar fremstur í flokki en hann braut niður hverja sókn Króatíu á fætur annarri og gaf tóninn.Marki Harðar Björgvins fagnað.Vísir/ErnirUppreisn æru Hetja íslenska liðsins í gær, Hörður Björgvin, átti erfitt uppdráttar í tapinu í Zagreb í fyrra en hann svaraði fyrir sig í gær og fékk hrós frá landsliðsþjálfaranum eftir leik. „Við vitum að hann er ekki bakvörður að upplagi en hann hefur vaxið í þessu hlutverki. Við þurftum hæð í varnarlínuna og ég held að það hafi sýnt sig í leiknum að þetta var rétt ákvörðun,“ sagði Heimir um manninn sem skoraði markið sem færði Íslendinga nær takmarkinu; að komast á HM í fyrsta sinn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25 Hörður Björgvin: Það er bara fínt að skora með öxlinni Hörður Björgin Magnússon reyndist hetja Íslands í kvöld og var að vonum ánægður með leik liðsins. 11. júní 2017 21:27 Erlenda pressan: Stóri sigurvegarinn þennan sunnudag er Ísland Huh! Huh! Huh! 11. júní 2017 22:18 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Jóhann Berg um heimavöllinn: "Veit ekki einu sinni hvenær við töpuðum síðast hérna“ "Þetta var alveg gríðarlega mikilvægur leikur sérstaklega þar sem hin liðin sem við erum að keppa við unnu sína leiki í kvöld,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Króötum í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:45 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Eftir fimm leiki án sigurs og 426 mínútur og tæp 12 ár án marks unnu Íslendingar loks sigur á Króötum á Laugardalsvelli í gær. Allt stefndi í markalaust jafntefli en íslensku strákarnir fundu aukakraft til að vinna leikinn. Þegar mínúta var til leiksloka átti Birkir Már Sævarsson frábæra fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Jóhanni Berg Guðmundssyni sem skallaði beint á Lovre Kalinic í marki Króatíu. Íslendingar fengu horn og það tók Gylfi Þór Sigurðsson. Eins og svo oft áður var spyrna Swansea-mannsins frábær, beint á Hörð Björgvin Magnússon sem fékk frían skalla og setti boltann í boga yfir Kalinic. Ótrúlega mikilvægt mark hjá Herði Björgvini og það þýðir að Ísland er jafnt Króatíu á toppi riðilsins þegar fjórar umferðir eru eftir. HM-draumurinn lifir því góðu lífi og möguleikinn á að ná efsta sætinu er góður. „Ég er hrikalega stoltur af öllum strákunum. Þetta var hrikalega sterkur liðsheildarsigur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir leik.Gylfi Sigurðsson reynir skot.Vísir/ErnirLærðu af fyrri leikjunum Eyjamaðurinn kom talsvert á óvart með liðsuppstillingu sinni í gær. Hörður Björgvin kom inn fyrir Ara Frey Skúlason í stöðu vinstri bakvarðar, Emil Hallfreðsson lék á miðjunni við hlið Arons Einars Gunnarssonar og fyrir framan þá var Gylfi Þór. „Við breyttum um leikaðferð til að jafna þá á miðjunni og Emil, Gylfi og Aron Einar gerðu a.m.k. jafn vel og þeir og í flestum tilfellum betur. Það var lykillinn að góðri spilamennsku í dag, hversu vel við spiluðum inni á miðjunni og lokuðum á þá og komum í veg fyrir að þeir sköpuðu sér færi,“ sagði Heimir sem segist hafa lært af fyrri viðureignum gegn Króatíu. „Við reyndum að læra af leikjunum okkar við Króatíu. Mér fannst við taka stórt skref fram á við í Zagreb. Við fundum að við gátum pressað þá. Það eru ekki mörg lið sem pressa Króatíu og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir fá á sig fá mörk. Þetta kom þeim örugglega á óvart.“ Leikáætlun Heimis gekk fullkomlega upp. Það eru fá lið í heiminum betri að halda boltanum en Króatar en Íslendingar komu í veg fyrir að þeir næðu sínum dáleiðandi samleiksköflum með frábærri pressu. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór þar fremstur í flokki en hann braut niður hverja sókn Króatíu á fætur annarri og gaf tóninn.Marki Harðar Björgvins fagnað.Vísir/ErnirUppreisn æru Hetja íslenska liðsins í gær, Hörður Björgvin, átti erfitt uppdráttar í tapinu í Zagreb í fyrra en hann svaraði fyrir sig í gær og fékk hrós frá landsliðsþjálfaranum eftir leik. „Við vitum að hann er ekki bakvörður að upplagi en hann hefur vaxið í þessu hlutverki. Við þurftum hæð í varnarlínuna og ég held að það hafi sýnt sig í leiknum að þetta var rétt ákvörðun,“ sagði Heimir um manninn sem skoraði markið sem færði Íslendinga nær takmarkinu; að komast á HM í fyrsta sinn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25 Hörður Björgvin: Það er bara fínt að skora með öxlinni Hörður Björgin Magnússon reyndist hetja Íslands í kvöld og var að vonum ánægður með leik liðsins. 11. júní 2017 21:27 Erlenda pressan: Stóri sigurvegarinn þennan sunnudag er Ísland Huh! Huh! Huh! 11. júní 2017 22:18 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Jóhann Berg um heimavöllinn: "Veit ekki einu sinni hvenær við töpuðum síðast hérna“ "Þetta var alveg gríðarlega mikilvægur leikur sérstaklega þar sem hin liðin sem við erum að keppa við unnu sína leiki í kvöld,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Króötum í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:45 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Hannes: Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25
Hörður Björgvin: Það er bara fínt að skora með öxlinni Hörður Björgin Magnússon reyndist hetja Íslands í kvöld og var að vonum ánægður með leik liðsins. 11. júní 2017 21:27
Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57
Jóhann Berg um heimavöllinn: "Veit ekki einu sinni hvenær við töpuðum síðast hérna“ "Þetta var alveg gríðarlega mikilvægur leikur sérstaklega þar sem hin liðin sem við erum að keppa við unnu sína leiki í kvöld,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Króötum í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:45
Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn