Birkir: Var búinn að ákveða að ná þessum leik fyrir löngu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2017 22:14 Birkir Bjarnason reynir skot í leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Birkir Bjarnason spilaði sinn fyrsta leik í þrjá mánuði gegn Króatíu í kvöld eftir að hafa glímt við erfið meiðsli að undanförnu. Leikurinn í kvöld var ákveðinn gulrót í meiðslunum. „Ég var búinn að ákveða að ná þessum leik fyrir löngu síðan. Það var alltaf stefnan að ná þessum leik og ég er hrikalega ánægður með að hafa gert það,“ segir Birkir í samtali við Vísi eftir leik. Birkir var einn sex leikmanna sem sett hafði verið spurningarmerki við vegna meiðsla eða lítils spilatíma fyrir leik en það virtist hafa lítil sem enginn áhrif á leik liðsins. „Það eru mjög margir sem hafa ekki verið að spila almennilega í nokkurn tíma, margir að koma úr meiðslum og að vinna þetta gríðarlega sterka lið, það er hrikalega gott,“ segir Birkir. Þjálfarateymi liðsins breytti örlítið út af í leiknum í kvöld og stillti upp fimm manna miðju með Gylfa fyrir aftan Alfreð og hrósaði Birki Heimi Hallgrímssyni og þjálfurum liðsins eftir leik. „Við vitum alveg hvernig við eigum að spila, alveg sama hvaða leikmenn eru inn á. Heimir og þeir eru alveg með þetta og við fórum vel yfir þetta. Það sást bara í dag, við spiluðum hrikalega vel,“ segir Birkir. Sigurinn þýðir að Ísland og Króatía eru efst í riðlinum, jöfn að stigum en Tyrkland og Úkraína eru ekki langt undan. Birkir segir sigurinn sérstaklega sterkan í ljósi þess hversu jafn riðillinn er. „Þetta er gríðarlega sterkur riðill. Fjögur hrikalega sterk lið. Það er sterkt að vera komnir í þessa stöðu. Hvert stig telur gríðarlega mikið og það er ótrúlega gott að hafa náð þessum þremur stigum.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Það er bara fínt að skora með öxlinni Hörður Björgin Magnússon reyndist hetja Íslands í kvöld og var að vonum ánægður með leik liðsins. 11. júní 2017 21:27 Sjáðu sigurmark Harðar Björgvins og allt það helsta úr leiknum Ísland vann ótrúlegan 1-0 sigur á Króatíu á Laugardalsvelli í kvöld eins og vel hefur verið fjallað um á Vísi í kvöld. 11. júní 2017 21:56 Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45 Heimir: Þetta var svo asnalegt mark Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma. 11. júní 2017 21:12 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Birkir Bjarnason spilaði sinn fyrsta leik í þrjá mánuði gegn Króatíu í kvöld eftir að hafa glímt við erfið meiðsli að undanförnu. Leikurinn í kvöld var ákveðinn gulrót í meiðslunum. „Ég var búinn að ákveða að ná þessum leik fyrir löngu síðan. Það var alltaf stefnan að ná þessum leik og ég er hrikalega ánægður með að hafa gert það,“ segir Birkir í samtali við Vísi eftir leik. Birkir var einn sex leikmanna sem sett hafði verið spurningarmerki við vegna meiðsla eða lítils spilatíma fyrir leik en það virtist hafa lítil sem enginn áhrif á leik liðsins. „Það eru mjög margir sem hafa ekki verið að spila almennilega í nokkurn tíma, margir að koma úr meiðslum og að vinna þetta gríðarlega sterka lið, það er hrikalega gott,“ segir Birkir. Þjálfarateymi liðsins breytti örlítið út af í leiknum í kvöld og stillti upp fimm manna miðju með Gylfa fyrir aftan Alfreð og hrósaði Birki Heimi Hallgrímssyni og þjálfurum liðsins eftir leik. „Við vitum alveg hvernig við eigum að spila, alveg sama hvaða leikmenn eru inn á. Heimir og þeir eru alveg með þetta og við fórum vel yfir þetta. Það sást bara í dag, við spiluðum hrikalega vel,“ segir Birkir. Sigurinn þýðir að Ísland og Króatía eru efst í riðlinum, jöfn að stigum en Tyrkland og Úkraína eru ekki langt undan. Birkir segir sigurinn sérstaklega sterkan í ljósi þess hversu jafn riðillinn er. „Þetta er gríðarlega sterkur riðill. Fjögur hrikalega sterk lið. Það er sterkt að vera komnir í þessa stöðu. Hvert stig telur gríðarlega mikið og það er ótrúlega gott að hafa náð þessum þremur stigum.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Það er bara fínt að skora með öxlinni Hörður Björgin Magnússon reyndist hetja Íslands í kvöld og var að vonum ánægður með leik liðsins. 11. júní 2017 21:27 Sjáðu sigurmark Harðar Björgvins og allt það helsta úr leiknum Ísland vann ótrúlegan 1-0 sigur á Króatíu á Laugardalsvelli í kvöld eins og vel hefur verið fjallað um á Vísi í kvöld. 11. júní 2017 21:56 Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45 Heimir: Þetta var svo asnalegt mark Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma. 11. júní 2017 21:12 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Hörður Björgvin: Það er bara fínt að skora með öxlinni Hörður Björgin Magnússon reyndist hetja Íslands í kvöld og var að vonum ánægður með leik liðsins. 11. júní 2017 21:27
Sjáðu sigurmark Harðar Björgvins og allt það helsta úr leiknum Ísland vann ótrúlegan 1-0 sigur á Króatíu á Laugardalsvelli í kvöld eins og vel hefur verið fjallað um á Vísi í kvöld. 11. júní 2017 21:56
Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45
Heimir: Þetta var svo asnalegt mark Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma. 11. júní 2017 21:12
Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36