Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2017 21:57 Ragnar Sigurðsson heilsar Króötunum fyrir leikinn. Vísir/Ernir Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. Miðvörðurinn sterki fékk fá tækifæri með Fulham á liðnu tímabili og spilaði síðast fyrir liðið í apríl. Óttuðust því sumir að leikur gegn sterku liði Króata gæti verið of mikið fyrir Ragnar. Hann lét þó verkin tala inn á vellinum í hjarta varnarinnar sem hélt hreinu og var lítið sem ekkert opnuð af töframönnunum á miðjunni hjá Króatíu. Ragnar keyrði punktinn heim á Instagram-síðu sinni þar sem hann sést fagna með bjór og pizzu í hönd undir yfirskriftinni „Formið var víst lagi.“Ragnar Sigurðsson með húmorinn í lagi eftir sigurinn á Króötum í kvöld.Instagram-síða Ragnars @sykurson„Mér fannst ég verða að gera þetta. Það þýðir ekkert að stressa sig allt of mikið. Við erum allir atvinnumenn og þó svo við séum ekki að spila erum við alltaf í formi,“ segir Ragnar í samtali við Vísi um myndina góðu. Ragnar var ekki eini leikmaður landsliðsins sem menn höfði áhyggjur af fyrir leikinn vegna meiðsla og lítils spilatíma en Ragnar segir að það hafi bara ekki áhrif hjá þessu landsliði. „Alltaf þegar við komum í landsliðið erum við tilbúnir,“ segir Ragnar sem benti þó blaðamönnum á að liðsfélagar hans þurftu að bjarga honum í eitt skipti. „Þeir fengu eiginlega eitt færi þegar ég rann á rassgatið þarna. Ég veit ekki alveg hvað gerðist en þá spiluðu þeir í svæðið sem ég skildi eftir mig. Þetta eru augnablikin þar sem liðsfélagarnir þurfa að bjarga mér og þeir gerðu það,“ segir Ragnar.Fer í langþráð sumarfrí Hann segir að þéttleiki og liðsheildin hafi skapað sigurinn gegn ógnarsterku liði Króata. „Þeir eru ógeðslega góða gaura þarna. Það er enginn sem kemst nálægt Modric þegar hann er með boltann og Kovacic sólaði upp allan völlinn einu sinni. Við vorum með betri liðsheild en þeir og það er það sem skiptir máli í svona fótboltaleik.“ Fyrir leik var rætt um mögulegt vanmat Króata á Íslendingum en Ragnar er á því að slíkt hafi ekki verið hendi hjá leikmönnum Króatíu. „Mér fannst þeir vera tilbúnir í þetta. Ég sá að Modric var pirraður og ég held að þeir hafi alveg verið tilbúnir. Þeir hafa engar afsakanir og við tókum þá í dag enda var kominn tími til,“ segir Ragnar. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Króatíu í fjórðu tilraun en liðin hafa undanfarin ár háð mikla baráttuleiki þar sem mikið er undir. Þangað til nú hefur Króatía haft betur, það spilaði sína rullu í kvöld. „Við vorum orðnir mjög pirraður á því að tapa endalaust gegn þessum Króötum. Við vissum að við gætum unnið þá en að það gæti orðið erfitt,“ segir Ragnar sem fer nú tiltölulega áhyggjulaus í sitt fyrsta sumarfrí frá árinu 2015. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: „Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa“ Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25 Sjáðu sigurmark Harðar Björgvins og allt það helsta úr leiknum Ísland vann ótrúlegan 1-0 sigur á Króatíu á Laugardalsvelli í kvöld eins og vel hefur verið fjallað um á Vísi í kvöld. 11. júní 2017 21:56 Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45 Heimir: Þetta var svo asnalegt mark Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma. 11. júní 2017 21:12 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. Miðvörðurinn sterki fékk fá tækifæri með Fulham á liðnu tímabili og spilaði síðast fyrir liðið í apríl. Óttuðust því sumir að leikur gegn sterku liði Króata gæti verið of mikið fyrir Ragnar. Hann lét þó verkin tala inn á vellinum í hjarta varnarinnar sem hélt hreinu og var lítið sem ekkert opnuð af töframönnunum á miðjunni hjá Króatíu. Ragnar keyrði punktinn heim á Instagram-síðu sinni þar sem hann sést fagna með bjór og pizzu í hönd undir yfirskriftinni „Formið var víst lagi.“Ragnar Sigurðsson með húmorinn í lagi eftir sigurinn á Króötum í kvöld.Instagram-síða Ragnars @sykurson„Mér fannst ég verða að gera þetta. Það þýðir ekkert að stressa sig allt of mikið. Við erum allir atvinnumenn og þó svo við séum ekki að spila erum við alltaf í formi,“ segir Ragnar í samtali við Vísi um myndina góðu. Ragnar var ekki eini leikmaður landsliðsins sem menn höfði áhyggjur af fyrir leikinn vegna meiðsla og lítils spilatíma en Ragnar segir að það hafi bara ekki áhrif hjá þessu landsliði. „Alltaf þegar við komum í landsliðið erum við tilbúnir,“ segir Ragnar sem benti þó blaðamönnum á að liðsfélagar hans þurftu að bjarga honum í eitt skipti. „Þeir fengu eiginlega eitt færi þegar ég rann á rassgatið þarna. Ég veit ekki alveg hvað gerðist en þá spiluðu þeir í svæðið sem ég skildi eftir mig. Þetta eru augnablikin þar sem liðsfélagarnir þurfa að bjarga mér og þeir gerðu það,“ segir Ragnar.Fer í langþráð sumarfrí Hann segir að þéttleiki og liðsheildin hafi skapað sigurinn gegn ógnarsterku liði Króata. „Þeir eru ógeðslega góða gaura þarna. Það er enginn sem kemst nálægt Modric þegar hann er með boltann og Kovacic sólaði upp allan völlinn einu sinni. Við vorum með betri liðsheild en þeir og það er það sem skiptir máli í svona fótboltaleik.“ Fyrir leik var rætt um mögulegt vanmat Króata á Íslendingum en Ragnar er á því að slíkt hafi ekki verið hendi hjá leikmönnum Króatíu. „Mér fannst þeir vera tilbúnir í þetta. Ég sá að Modric var pirraður og ég held að þeir hafi alveg verið tilbúnir. Þeir hafa engar afsakanir og við tókum þá í dag enda var kominn tími til,“ segir Ragnar. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Króatíu í fjórðu tilraun en liðin hafa undanfarin ár háð mikla baráttuleiki þar sem mikið er undir. Þangað til nú hefur Króatía haft betur, það spilaði sína rullu í kvöld. „Við vorum orðnir mjög pirraður á því að tapa endalaust gegn þessum Króötum. Við vissum að við gætum unnið þá en að það gæti orðið erfitt,“ segir Ragnar sem fer nú tiltölulega áhyggjulaus í sitt fyrsta sumarfrí frá árinu 2015.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: „Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa“ Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25 Sjáðu sigurmark Harðar Björgvins og allt það helsta úr leiknum Ísland vann ótrúlegan 1-0 sigur á Króatíu á Laugardalsvelli í kvöld eins og vel hefur verið fjallað um á Vísi í kvöld. 11. júní 2017 21:56 Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45 Heimir: Þetta var svo asnalegt mark Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma. 11. júní 2017 21:12 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Hannes: „Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa“ Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25
Sjáðu sigurmark Harðar Björgvins og allt það helsta úr leiknum Ísland vann ótrúlegan 1-0 sigur á Króatíu á Laugardalsvelli í kvöld eins og vel hefur verið fjallað um á Vísi í kvöld. 11. júní 2017 21:56
Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45
Heimir: Þetta var svo asnalegt mark Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma. 11. júní 2017 21:12