Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2017 21:30 Má telja líklegt að Viðar Örn verði í hópnum í haust þegar íslenska liðið heldur til Finnlands og tekur á móti Úkraínu. Vísir/Vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í liðsuppstillinguna í dag þar sem aðeins einn framherja var að finna. Ísland spilaði leikkerfið 4-5-1 með Gylfa Þór Sigurðsson í frjálsu hlutverki fyrir framan Aron Einar Gunnarsson og Emil Hallfreðsson. Í fremstu víglínu var Alfreð Finnbogason. Heimir benti á það af hverju þeir þéttuðu miðjuna. „Það sýndi sig í leiknum af hverju við vorum að þessu. Við lokuðum vel á þá í Króatíu og enn betur í kvöld,“ sagði Heimir. Hann minntist á færi sem Mario Mandzukic fékk í síðari hálfleiknum en mundi annars ekki eftir opnu færi gestanna. Frekar en blaðamenn. „Þegar þú spilar á móti svona góðu liði þarftu að reyna að neutralisera það,“ sagði Heimir. Íslenska liðið mætti aldrei lenda í þeirri stöðu að vera undirmannað á svæðum á vellinum, hvað þá á miðjunni. „Það er ástæðan fyrir því að við fórum úr tveggja framherja kerfi í eins framherja kerfi.“ Sjá einnig: Viðar Örn ætlar ekki að leggja árar í bát Aðeins þrír framherjar voru valdir í hópinn fyrir leikinn, þeir Alfreð Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson. Fjarvera markahæsta leikmanns ísraelsku deildarinnar, Viðars Arnar Kjartanssonar, vakti athygli og þótti mörgum skrýtin enda hafði hann verið einn fjögurra framherja í leikjunum á undan. Veltu sumir fyrir sér hvort verið væri að refsa Viðar Erni fyrir dómgreindarleysi í aðdraganda fyrri leiksins gegn Króatíu í nóvember. Enginn fótur var fyrir því. Ástæðan fyrir því að þrír framherjar voru valdir í hópinn var sú að Heimir ætlaði aðeins að spila með einn í þessum leik, eða hvað? „Akkurat,“ var svar Heimis á fundinum. Bað Heimir fjölmiðlamenn afsökunar, í gríni þó, að hafa ekki skýrt nánar frá því hvers vegna aðeins þrír framherjar hefðu verið í hópnum. Ísland mætir Finnlandi í næsta leik sínum 2. september en leikið verður í Tampere. Í framhaldinu koma Úkraínumenn í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Má telja líklegt að Viðar Örn verði aftur kominn í landsliðshópinn fyrir þá leiki enda má búast við því að Heimir fari aftur í hefðbundið 4-4-2 leikkerfi sem hefur reynst landsliðinu svo vel undanfarin misseri. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfari Króata: Heppnin með Íslandi í lokin "Heimaliðið virtist hafa meiri orku og þeir unnu marga 50/50 bolta. Í lokin voru þeir heppnir að skora mark og tryggja sér mikilvægan sigur.“ 11. júní 2017 21:20 Hannes: „Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa“ Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45 Heimir: Þetta var svo asnalegt mark Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma. 11. júní 2017 21:12 Gylfi um Hörð Björgvin: Var frábær Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var virkilega ánægður með sigurinn gegn Króatíu í kvöld. Gylfi gladdist fyrir hönd Harðar Björgvins sem skoraði sigurmarkið. 11. júní 2017 21:24 Aron Einar: Fundirnir voru langir en borguðu sig "Uppleggið virkaði og við fórum vel yfir þá. Fundirnir voru langir, en margborguðu sig í dag," sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir sigurinn frækna gegn Króötum á Laugardalsvelli í dag. 11. júní 2017 21:11 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í liðsuppstillinguna í dag þar sem aðeins einn framherja var að finna. Ísland spilaði leikkerfið 4-5-1 með Gylfa Þór Sigurðsson í frjálsu hlutverki fyrir framan Aron Einar Gunnarsson og Emil Hallfreðsson. Í fremstu víglínu var Alfreð Finnbogason. Heimir benti á það af hverju þeir þéttuðu miðjuna. „Það sýndi sig í leiknum af hverju við vorum að þessu. Við lokuðum vel á þá í Króatíu og enn betur í kvöld,“ sagði Heimir. Hann minntist á færi sem Mario Mandzukic fékk í síðari hálfleiknum en mundi annars ekki eftir opnu færi gestanna. Frekar en blaðamenn. „Þegar þú spilar á móti svona góðu liði þarftu að reyna að neutralisera það,“ sagði Heimir. Íslenska liðið mætti aldrei lenda í þeirri stöðu að vera undirmannað á svæðum á vellinum, hvað þá á miðjunni. „Það er ástæðan fyrir því að við fórum úr tveggja framherja kerfi í eins framherja kerfi.“ Sjá einnig: Viðar Örn ætlar ekki að leggja árar í bát Aðeins þrír framherjar voru valdir í hópinn fyrir leikinn, þeir Alfreð Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson. Fjarvera markahæsta leikmanns ísraelsku deildarinnar, Viðars Arnar Kjartanssonar, vakti athygli og þótti mörgum skrýtin enda hafði hann verið einn fjögurra framherja í leikjunum á undan. Veltu sumir fyrir sér hvort verið væri að refsa Viðar Erni fyrir dómgreindarleysi í aðdraganda fyrri leiksins gegn Króatíu í nóvember. Enginn fótur var fyrir því. Ástæðan fyrir því að þrír framherjar voru valdir í hópinn var sú að Heimir ætlaði aðeins að spila með einn í þessum leik, eða hvað? „Akkurat,“ var svar Heimis á fundinum. Bað Heimir fjölmiðlamenn afsökunar, í gríni þó, að hafa ekki skýrt nánar frá því hvers vegna aðeins þrír framherjar hefðu verið í hópnum. Ísland mætir Finnlandi í næsta leik sínum 2. september en leikið verður í Tampere. Í framhaldinu koma Úkraínumenn í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Má telja líklegt að Viðar Örn verði aftur kominn í landsliðshópinn fyrir þá leiki enda má búast við því að Heimir fari aftur í hefðbundið 4-4-2 leikkerfi sem hefur reynst landsliðinu svo vel undanfarin misseri.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfari Króata: Heppnin með Íslandi í lokin "Heimaliðið virtist hafa meiri orku og þeir unnu marga 50/50 bolta. Í lokin voru þeir heppnir að skora mark og tryggja sér mikilvægan sigur.“ 11. júní 2017 21:20 Hannes: „Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa“ Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45 Heimir: Þetta var svo asnalegt mark Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma. 11. júní 2017 21:12 Gylfi um Hörð Björgvin: Var frábær Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var virkilega ánægður með sigurinn gegn Króatíu í kvöld. Gylfi gladdist fyrir hönd Harðar Björgvins sem skoraði sigurmarkið. 11. júní 2017 21:24 Aron Einar: Fundirnir voru langir en borguðu sig "Uppleggið virkaði og við fórum vel yfir þá. Fundirnir voru langir, en margborguðu sig í dag," sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir sigurinn frækna gegn Króötum á Laugardalsvelli í dag. 11. júní 2017 21:11 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Þjálfari Króata: Heppnin með Íslandi í lokin "Heimaliðið virtist hafa meiri orku og þeir unnu marga 50/50 bolta. Í lokin voru þeir heppnir að skora mark og tryggja sér mikilvægan sigur.“ 11. júní 2017 21:20
Hannes: „Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa“ Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45
Heimir: Þetta var svo asnalegt mark Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma. 11. júní 2017 21:12
Gylfi um Hörð Björgvin: Var frábær Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var virkilega ánægður með sigurinn gegn Króatíu í kvöld. Gylfi gladdist fyrir hönd Harðar Björgvins sem skoraði sigurmarkið. 11. júní 2017 21:24
Aron Einar: Fundirnir voru langir en borguðu sig "Uppleggið virkaði og við fórum vel yfir þá. Fundirnir voru langir, en margborguðu sig í dag," sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir sigurinn frækna gegn Króötum á Laugardalsvelli í dag. 11. júní 2017 21:11