Hannes: Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa Jón Hjörtur Emilsson skrifar 11. júní 2017 21:25 Hannes Þór Halldórsson fagnar sigri í leikslok með strákunum. Vísir/Ernir „Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn,“ sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. Króatar ógnuðu ekki mikið fram á við og náðu einungis einu skoti á markið. Hannes var mjög ánægður með varnarvinnuna hjá Íslenska landsliðinu. „Þetta er eitt besta lið í heimi og við héldum þeim algjörlega í skefjum. Það er okkar styrkleiki þegar við vinnum svona saman sem ein heild. Mennirnir efst uppá velli eru að vinna óeigingjarna vinnu og það auðveldar mikið fyrir restina af liðinu, svo voru Kári og Raggi eins og klettar í dag.“ Mikið var undir í leik kvöldsins og segir Hannes það gera þetta ennþá sætara. „Í svona leik, sumarkvöld í Laugardalnum, skora í uppbótartíma á móti Króatíu miðað við allt, hvernig staðan var í riðlinum og allt sem var undir. Þetta var svona augnablik sem manni dreymir bara um að upplifa.“ Hannes var gríðarlega ánægður með stuðninginn í kvöld. „Stemningin er búin að vera gjörsamlega stórkostleg síðastliðin 4-5 ár og verður bara alltaf betri, maður er liggur við farin að taka því sem sjálfsögðum hlut núna en maður á náttúrulega ekki að gera það. þetta gefur okkur byr undir báða vængi og við elskum að spila hérna heima og áhorfendur eru stór partur af því.“ En er Hannes farinn að sjá Rússland fyrir sér í hyllingum? „Ég er með Rússland uppá vegg hjá mér heima og það er markmiðið, þetta er þarna og við ætlum að gera allt sem við getum til að það rætist.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn,“ sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. Króatar ógnuðu ekki mikið fram á við og náðu einungis einu skoti á markið. Hannes var mjög ánægður með varnarvinnuna hjá Íslenska landsliðinu. „Þetta er eitt besta lið í heimi og við héldum þeim algjörlega í skefjum. Það er okkar styrkleiki þegar við vinnum svona saman sem ein heild. Mennirnir efst uppá velli eru að vinna óeigingjarna vinnu og það auðveldar mikið fyrir restina af liðinu, svo voru Kári og Raggi eins og klettar í dag.“ Mikið var undir í leik kvöldsins og segir Hannes það gera þetta ennþá sætara. „Í svona leik, sumarkvöld í Laugardalnum, skora í uppbótartíma á móti Króatíu miðað við allt, hvernig staðan var í riðlinum og allt sem var undir. Þetta var svona augnablik sem manni dreymir bara um að upplifa.“ Hannes var gríðarlega ánægður með stuðninginn í kvöld. „Stemningin er búin að vera gjörsamlega stórkostleg síðastliðin 4-5 ár og verður bara alltaf betri, maður er liggur við farin að taka því sem sjálfsögðum hlut núna en maður á náttúrulega ekki að gera það. þetta gefur okkur byr undir báða vængi og við elskum að spila hérna heima og áhorfendur eru stór partur af því.“ En er Hannes farinn að sjá Rússland fyrir sér í hyllingum? „Ég er með Rússland uppá vegg hjá mér heima og það er markmiðið, þetta er þarna og við ætlum að gera allt sem við getum til að það rætist.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira