Fótbolti

Heimir: Þetta var svo asnalegt mark

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, brosti sínu breiðasta í leikslok.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, brosti sínu breiðasta í leikslok. Vísir/Eyþór
Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma.

„Þetta var svo asnalegt mark. En þau telja alveg jafnmikið og hin,“ sagði Heimir aðspurður um markið og blaðamenn skelltu upp úr.

Hörður Björgvin kom nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið en Ari Freyr Skúlason hefur verið fastamaður í byrjunarliðinu undanfarin ár þegar hann hefur verið heill.

„Nikolaj Kanilic er virkilega sterkur í loftinu. Mandzukic kemur á fjærsvæðið í hlaupum. Þá er Ari mun lágvaxnari en Hörður,“ sagði Heimir og beneit á að Ísland legði ávalt mikið upp úr föstum leikatriðum. 

„Hörður er einn besti skallamaðurinn ásamt Ragga og Kára,“ sagði Heimir. Því væri mikilvægt að hafa hæð Harðar bæði í sókn sem vörn en hann er umtalsvert hávaxnari en Ari Freyr. Hörður væri alltaf að verða betri og betri í leik sínum og minnti á að hann væri ekki bakvörður að upplagi.


Tengdar fréttir

Twitter eftir leik: „Hörður Björgvin axlaði ábyrgð“

Leik Íslands og Króatíu var að ljúka rétt í þessu en Ísland sigraði 1-0. Hörður Björgvin tryggði okkur sigurinn á 90 mínútu. Hér má sjá viðbrögðin á Twitter yfir leiknum en Emil og Hörður voru vinsælir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×