Tækifæri í dag að vinna sér inn heiðurinn „Vítaskytta Íslands“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson er vítaskytta landsliðsins en hann getur þó ekki kallað sig „Vítaskyttu Íslands“ Vísir/Samsett/Getty/EPA/AFP Flest fótboltáhugafólk hefur séð ófáar vítaspyrnukeppnir á stórmótum í sjónvarpinu í gegnum tíðina og hafa eflaust velt fyrir sér hvernig það væri að standa á vítapunktinum. Pressan verður aðeins minni í Laugardalnum í dag en þar sem möguleiki á það sýna það að maður hafi taugarnar í að standa á vítapunktinum þegar margir eru að horfa. Það verður mikið fjör í Laugardalnum í dag þar sem hápunkturinn er leikur Íslands og Króatíu í undankeppni HM í kvöld. Fram að því verður KSÍ með sérstakt stuðningsmannasvæði á bílastæðinu fyrir framan stóru stúkuna á Laugardalsvelli. En aftur að vítaspyrnunum. Vefsíðan Fótbolti.net stendur nefnilega fjórða árið í röð fyrir vítakeppni þar sem krýnd verður vítaskytta Íslands fyrir árið 2017. Keppnin hefst á Eimskipsvellinum (Þróttarvelli) klukkan 16:30 á en klukkan 18:45 fer fram landsleikur Íslands og Króatíu í Laugardalnum. Áætlað er að vítakeppninni ljúki tímanlega fyrir landsleikinn. Skráning í keppnina fer fram á Þróttarvelli og hefst hún klukkan 16:00. Þátttökugjald í vítaspyrnukeppninni er þúsund krónur en allur ágóði rennur í ferð fyrir Vildarbörn Icelandair. Vildabörn Icelandair eru sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina til stuðnings veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Sigurvegarinn í keppninni fær gjafabréf frá Icelandair en um er að ræða flugmiða fyrir tvo til Evrópu. Þá fær sigurvegarinn gjafabréf frá adidas og úr frá 24 Iceland. Þrír efstu þátttakendurnir fá allir bolta frá adidas. Hægt verður að kaupa sig aftur inn í keppnina eftir nokkrar umferðir fyrir hærra verð ef þú dettur út. 3000 krónur kostar að koma inn í 3. umferð, 5000 í 5. umferð og 10 þúsund kostar að koma inn í 7. umferð. Sá peningur rennur einnig í ferðina fyrir Vildarbörn Icelandair. Öllum er frjálst að taka þátt í keppninni en í fyrra tóku um það bil 300 manns á öllum aldri þátt. Keppt verður á fjögur mörk til að byrja með til að keppnin gangi hraðar. Þegar nær dregur úrslitum verður síðan keppt á eitt mark. Öflugir markverðir standa vaktina í keppninni en þegar styttist í úrslitastund kemur fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson í markið. Þannig sitja allir þátttakendurnir í úrslitunum við sama borð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Flest fótboltáhugafólk hefur séð ófáar vítaspyrnukeppnir á stórmótum í sjónvarpinu í gegnum tíðina og hafa eflaust velt fyrir sér hvernig það væri að standa á vítapunktinum. Pressan verður aðeins minni í Laugardalnum í dag en þar sem möguleiki á það sýna það að maður hafi taugarnar í að standa á vítapunktinum þegar margir eru að horfa. Það verður mikið fjör í Laugardalnum í dag þar sem hápunkturinn er leikur Íslands og Króatíu í undankeppni HM í kvöld. Fram að því verður KSÍ með sérstakt stuðningsmannasvæði á bílastæðinu fyrir framan stóru stúkuna á Laugardalsvelli. En aftur að vítaspyrnunum. Vefsíðan Fótbolti.net stendur nefnilega fjórða árið í röð fyrir vítakeppni þar sem krýnd verður vítaskytta Íslands fyrir árið 2017. Keppnin hefst á Eimskipsvellinum (Þróttarvelli) klukkan 16:30 á en klukkan 18:45 fer fram landsleikur Íslands og Króatíu í Laugardalnum. Áætlað er að vítakeppninni ljúki tímanlega fyrir landsleikinn. Skráning í keppnina fer fram á Þróttarvelli og hefst hún klukkan 16:00. Þátttökugjald í vítaspyrnukeppninni er þúsund krónur en allur ágóði rennur í ferð fyrir Vildarbörn Icelandair. Vildabörn Icelandair eru sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina til stuðnings veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Sigurvegarinn í keppninni fær gjafabréf frá Icelandair en um er að ræða flugmiða fyrir tvo til Evrópu. Þá fær sigurvegarinn gjafabréf frá adidas og úr frá 24 Iceland. Þrír efstu þátttakendurnir fá allir bolta frá adidas. Hægt verður að kaupa sig aftur inn í keppnina eftir nokkrar umferðir fyrir hærra verð ef þú dettur út. 3000 krónur kostar að koma inn í 3. umferð, 5000 í 5. umferð og 10 þúsund kostar að koma inn í 7. umferð. Sá peningur rennur einnig í ferðina fyrir Vildarbörn Icelandair. Öllum er frjálst að taka þátt í keppninni en í fyrra tóku um það bil 300 manns á öllum aldri þátt. Keppt verður á fjögur mörk til að byrja með til að keppnin gangi hraðar. Þegar nær dregur úrslitum verður síðan keppt á eitt mark. Öflugir markverðir standa vaktina í keppninni en þegar styttist í úrslitastund kemur fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson í markið. Þannig sitja allir þátttakendurnir í úrslitunum við sama borð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira