Fótbolti

1 á 5: „Held að þeim hlakki ekkert til að koma hingað"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Benediktsson hitti fimm landsliðsmenn á Grillmarkaðnum á dögunum og ræddi við þá um Króatíu-leikinn mikilvæga, EM í sumar og margt fleira. Þetta var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, í þættinum 1 á 1 eða 1 á 5 því í gær voru viðmælendur Guðmundar fimm.

Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson settust niður með Gumma og ræddu við hann.

„Þetta er það erfiður riðill að það var erfitt að koma okkur í þessa stöðu sem við erum í núna," sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins, þegar talið barst að Króatíu-leiknum og mikilvægi hans.

„Ef þú horfir á hópinn þá er þetta örugglega topp sex til sjö sterkasta lið í heimi. Þeir eru með gríðarlega góða leikmenn og góða liðsheild," bætti Gylfi við.

Spyrillinn og stjórnandinn, Gummi Ben, beindi svo spjótum sínum að Laugardalsvelli, víginu okkar Íslendinga.

„Ég held að þeim hlakki ekkert til að koma hingað. Þeir vita að við erum með sterkan heimavöll, en þeir eru með ákveðið sjálfstraust. Eru efstir, en við ætlum að reyna allt til að loka þessum leik," sagði fyrirliðinn.

Allt innslagið má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×