Stórbrotin skotnýting Cleveland kom í veg fyrir fullkomna úrslitakeppni GSW Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2017 04:10 Táknræn mynd fyrir leikinn. Leikmenn Golden State Warriors áttu fá svör við skotskýningu LeBrons James og félaga. Vísir/AP Cleveland Cavaliers liðið er ekki búið að gefast upp í baráttunni um NBA-meistaratitilinn og kom í veg fyrir það í nótt að Golden State Warriors tryggði sér titilinn á þeirra heimavelli. Cleveland vann þá 21 stigs sigur á Golden State, 137-116, og minnkaði muninn í 3-1. Fyrir ári síðan varð Cavaliers liðið það fyrsta í sögu NBA-úrslitanna sem lendir 3-1 undir en kemur til baka og verður NBA-meistari. Nú eru LeBron James og félagar aftur komnir í sömu stöðu. Golden State fær annað tækifæri til að tryggja sér titilinn á mánudagskvöldið en þá verður liðið á heimavelli sínum í Oakland. Möguleikinn á að enda úrslitakeppnina 16-0 er hinsvegar úr sögunni.The Cavalier's 137 points are the tied for the 3rd-most in any NBA Finals game with the 1984 Lakers. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Cleveland bauð upp á svakalega skotnýtingu í leiknum og var meðal annars búið að setja nýtt met yfir flestar þriggja stiga körfur í þriðja leikhluta. Cleveland endaði með 24 þrista í leiknum. Kyrie Irving skoraði 40 stig fyrir Cleveland en hann setti niður sjö þriggja stiga körfur. LeBron James var með þrennu, 31 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, en þetta er níunda þrenna hans í lokaúrslitum og hann er því búinn að taka þrennumetið af Magic Johnson. Kevin Love skoraði síðan 23 stig en hann skoraði sex þriggja stiga körfur.UPDATE: The @cavs set a new #NBAFinals record with 24 3s in one game. pic.twitter.com/N8Rhpwt9T2 — NBA.com/Stats (@nbastats) June 10, 2017 Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Golden State Warriors en hitti þó bara úr 9 af 22 skotum sínum. Hann hitti þó mun betur en Stephen Curry sem klikkaði á 9 af 13 skotum sínum en endaði með 14 stig og 10 stoðsendingar. Draymond Green var með síðan með 16 stig og 14 fráköst en hann slapp á einhvern óskiljanlegan hátt við það að vera rekinn út úr húsi þegar allir nema dómararnir héldu að hann væri kominn með tvær tæknivillur. Cleveland tóku forystuna strax í upphafi leiks og hélt henni út leikinn. Munurinn var lengstum mjög mikill en Warriors-liðið komst aldrei almennilega í gang á meðan allt gekk upp hjá heimamönnum í Cleveland.LeBron James just passed Magic Johnson for most triple-doubles in NBA Finals games. pic.twitter.com/GsGLr0ZFMk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Fyrri hálfleikurinn fer í sögubækurnar enda liðin að spila sóknarleik sem hefur aldrei sést áður í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers liðið setti bæði met yfir flest stig í leikhluta (49 stig í fyrsta leikhluta) og flest stig í fyrri hálfleik (86 stig). Cleveland komst í 24-9 í upphafi leiks og var 49-33 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Cleveland var síðan 18 stigum yfir í hálfleik, 86-68, en liðin settu NBA-met yfir flest skoruð stig af báðum liðum í einum hálfleik í úrslitakeppni. Munurinn hefði verið meiri ef Kevin Durant hefði ekki endað hálfleikinn á flautuþristi en Durant var komin með 22 stig í hálfleik. Kyrie Irving skoraði 28 stig úr 14 skotum í fyrri hálfleiknum, LeBron James var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst og þá skoraði Kevin Love 17 stig í þessum ótrúlega hálfleik Cavs. Þrjár stórstjörnur Clevland voru því saman með 67 stig í hálfleiknum eða einu minna en allt Warriors-liðið. Cleveland skoraði þrettán þrista í hálfleiknum, hitti úr 61 prósent skotum sínum og 59 prósent þriggja stiga skotanna. NBA Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Sjá meira
Cleveland Cavaliers liðið er ekki búið að gefast upp í baráttunni um NBA-meistaratitilinn og kom í veg fyrir það í nótt að Golden State Warriors tryggði sér titilinn á þeirra heimavelli. Cleveland vann þá 21 stigs sigur á Golden State, 137-116, og minnkaði muninn í 3-1. Fyrir ári síðan varð Cavaliers liðið það fyrsta í sögu NBA-úrslitanna sem lendir 3-1 undir en kemur til baka og verður NBA-meistari. Nú eru LeBron James og félagar aftur komnir í sömu stöðu. Golden State fær annað tækifæri til að tryggja sér titilinn á mánudagskvöldið en þá verður liðið á heimavelli sínum í Oakland. Möguleikinn á að enda úrslitakeppnina 16-0 er hinsvegar úr sögunni.The Cavalier's 137 points are the tied for the 3rd-most in any NBA Finals game with the 1984 Lakers. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Cleveland bauð upp á svakalega skotnýtingu í leiknum og var meðal annars búið að setja nýtt met yfir flestar þriggja stiga körfur í þriðja leikhluta. Cleveland endaði með 24 þrista í leiknum. Kyrie Irving skoraði 40 stig fyrir Cleveland en hann setti niður sjö þriggja stiga körfur. LeBron James var með þrennu, 31 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, en þetta er níunda þrenna hans í lokaúrslitum og hann er því búinn að taka þrennumetið af Magic Johnson. Kevin Love skoraði síðan 23 stig en hann skoraði sex þriggja stiga körfur.UPDATE: The @cavs set a new #NBAFinals record with 24 3s in one game. pic.twitter.com/N8Rhpwt9T2 — NBA.com/Stats (@nbastats) June 10, 2017 Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Golden State Warriors en hitti þó bara úr 9 af 22 skotum sínum. Hann hitti þó mun betur en Stephen Curry sem klikkaði á 9 af 13 skotum sínum en endaði með 14 stig og 10 stoðsendingar. Draymond Green var með síðan með 16 stig og 14 fráköst en hann slapp á einhvern óskiljanlegan hátt við það að vera rekinn út úr húsi þegar allir nema dómararnir héldu að hann væri kominn með tvær tæknivillur. Cleveland tóku forystuna strax í upphafi leiks og hélt henni út leikinn. Munurinn var lengstum mjög mikill en Warriors-liðið komst aldrei almennilega í gang á meðan allt gekk upp hjá heimamönnum í Cleveland.LeBron James just passed Magic Johnson for most triple-doubles in NBA Finals games. pic.twitter.com/GsGLr0ZFMk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Fyrri hálfleikurinn fer í sögubækurnar enda liðin að spila sóknarleik sem hefur aldrei sést áður í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers liðið setti bæði met yfir flest stig í leikhluta (49 stig í fyrsta leikhluta) og flest stig í fyrri hálfleik (86 stig). Cleveland komst í 24-9 í upphafi leiks og var 49-33 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Cleveland var síðan 18 stigum yfir í hálfleik, 86-68, en liðin settu NBA-met yfir flest skoruð stig af báðum liðum í einum hálfleik í úrslitakeppni. Munurinn hefði verið meiri ef Kevin Durant hefði ekki endað hálfleikinn á flautuþristi en Durant var komin með 22 stig í hálfleik. Kyrie Irving skoraði 28 stig úr 14 skotum í fyrri hálfleiknum, LeBron James var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst og þá skoraði Kevin Love 17 stig í þessum ótrúlega hálfleik Cavs. Þrjár stórstjörnur Clevland voru því saman með 67 stig í hálfleiknum eða einu minna en allt Warriors-liðið. Cleveland skoraði þrettán þrista í hálfleiknum, hitti úr 61 prósent skotum sínum og 59 prósent þriggja stiga skotanna.
NBA Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn