Vaknaði úr roti og gekk berserksgang Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júní 2017 19:34 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Pjetur Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sakfelldur fyrir að hafa gengið berserksgangi inni í íbúð á Suðurlandi árið 2014 og unnið þar verulegar skemmdir. Honum var hins vegar ekki gerð refsing í málinu en gert að greiða allan sakarkostnað og rúmlega 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun verjanda síns. Tjónið nam rúmlega þremur milljónum króna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa lamið og sparkað í hurðir og húsbúnað, velt innanstokksmunum um koll og stungið með eggjárni í hurðir og veggi, með þeim afleiðingum að klósettkassi brotnaði svo vatn flæddi um gólf, rúða brotnaði í útidyrahurð, sjö innihurðir og karmar brotnuðu eða skemmdust. Þá skemmdist fatahengisslá, stóll og bókahilla og blóð fór í gólfteppi hússins, að því er segir í ákærunni.Bar fyrir sig minnisleysi Maðurinn sagðist hafa setið að sumbli umrætt kvöld, hinn 14. desember 2014. Hann hafi drukkið landa og nokkuð mikið af honum. Sagðist hann ekki hafa munað eftir að hafa gengið berserksgang inni í íbúðinni og ekkert vitað fyrr en hann hafi vaknað í handjárnum. Þá kvaðst hann hafa verið kýldur en ekki muna eftir því og ekki vita hver hefði verið þar að verki. Hann hefði legið í glerbrotum þegar hann vaknaði og sennilega fengið skurði á ökkla og vör vegna þess.Vaknaði reiður Fjölmörg vitni komu fyrir dóm vegna málsins og í máli þeirra kom fram að til einhverra átaka hefði komið inni í stofunni og að maðurinn hefði á endanum verið kýldur með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og rotaðist. Nánast öll vitnin sögðu að þegar maðurinn vaknaði hafi hann strax orðið mjög reiður, farið að leita að þeim sem sló hann og valdið skemmdum á íbúðinni. Ákærði fór í fyrstu fram á sýknu en féll hins vegar frá þeirri kröfu eftir framburð vitna í málinu. Verjandi mannsins taldi hins vegar að ekki ætti að refsa honum vegna þess höfuðhöggs sem hann hlaut, en dómurinn sagði enginn læknisfræðileg gögn hafa verið lögð fram um áhrif höggsins á manninn. Maðurinn hefur hlotið fimm refsidóma frá atvikinu og ákvað dómurinn því að gera honum hegningarauka vegna eignaspjallanna, en ekki frekari refsing. Farið var fram á 4,3 milljónir í skaðabætur í fyrstu – en fallið var frá þeirri kröfu. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sakfelldur fyrir að hafa gengið berserksgangi inni í íbúð á Suðurlandi árið 2014 og unnið þar verulegar skemmdir. Honum var hins vegar ekki gerð refsing í málinu en gert að greiða allan sakarkostnað og rúmlega 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun verjanda síns. Tjónið nam rúmlega þremur milljónum króna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa lamið og sparkað í hurðir og húsbúnað, velt innanstokksmunum um koll og stungið með eggjárni í hurðir og veggi, með þeim afleiðingum að klósettkassi brotnaði svo vatn flæddi um gólf, rúða brotnaði í útidyrahurð, sjö innihurðir og karmar brotnuðu eða skemmdust. Þá skemmdist fatahengisslá, stóll og bókahilla og blóð fór í gólfteppi hússins, að því er segir í ákærunni.Bar fyrir sig minnisleysi Maðurinn sagðist hafa setið að sumbli umrætt kvöld, hinn 14. desember 2014. Hann hafi drukkið landa og nokkuð mikið af honum. Sagðist hann ekki hafa munað eftir að hafa gengið berserksgang inni í íbúðinni og ekkert vitað fyrr en hann hafi vaknað í handjárnum. Þá kvaðst hann hafa verið kýldur en ekki muna eftir því og ekki vita hver hefði verið þar að verki. Hann hefði legið í glerbrotum þegar hann vaknaði og sennilega fengið skurði á ökkla og vör vegna þess.Vaknaði reiður Fjölmörg vitni komu fyrir dóm vegna málsins og í máli þeirra kom fram að til einhverra átaka hefði komið inni í stofunni og að maðurinn hefði á endanum verið kýldur með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og rotaðist. Nánast öll vitnin sögðu að þegar maðurinn vaknaði hafi hann strax orðið mjög reiður, farið að leita að þeim sem sló hann og valdið skemmdum á íbúðinni. Ákærði fór í fyrstu fram á sýknu en féll hins vegar frá þeirri kröfu eftir framburð vitna í málinu. Verjandi mannsins taldi hins vegar að ekki ætti að refsa honum vegna þess höfuðhöggs sem hann hlaut, en dómurinn sagði enginn læknisfræðileg gögn hafa verið lögð fram um áhrif höggsins á manninn. Maðurinn hefur hlotið fimm refsidóma frá atvikinu og ákvað dómurinn því að gera honum hegningarauka vegna eignaspjallanna, en ekki frekari refsing. Farið var fram á 4,3 milljónir í skaðabætur í fyrstu – en fallið var frá þeirri kröfu.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira