iPhone tíu ára: Síminn sem boðaði byltingu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. júní 2017 15:00 Steve Jobs með fyrstu gerð iPhone árið 2007. Athugið að afmælishattinum hefur verið bætt inn á myndina. Vísir/Getty Tíu ár eru í dag liðin síðan iPhone kom fyrst á markað í Bandaríkjunum. Helsti keppinautur iPhone á markaði, Samsung Galaxy, kom ekki á markað fyrr en um tveimur árum síðar. Nú, tíu árum síðar, virðist fyrsta kynslóð iPhone ekki ýkja merkileg. Engin 3G tenging var í símanum, sem var algengt víð aum heim, batteríið entist ekki lengi og myndavélin, sem ekki var með flassi, var léleg. Hann kostaði 499 dollara, eða í kringum 50 þúsund íslenskar krónur sem þótti þá mjög mikið fyrir farsíma, og kaupendur í Bandaríkjunum þurftu að skuldbinda sig til tveggja ára hjá símafyrirtækinu AT&T. Þegar litið er til baka er fyrsta útgáfan af iPhone þó eini síminn sem var á markaði fyrir 10 árum sem gæti átt erindi við fólk í dag. Hér var kominn fyrsti síminn sem var með snertiskjá í góðri upplausn, allt var í lit og enn í dag er nokkurn veginn sama útlit á stjórnkerfi símans.Persónuleg afsökunarbeiðni frá Steve Jobs Síminn var satt best að segja ólíkur öllu öðru á markaði og seldist eins og heitar lummur. Ein milljón eintaka seldist á fyrstu tveimur mánuðunum en þó komu upp nokkrar hindranir á fyrstu mánuðunum. Til að byrja með var framleiðslu á minni gerð símans, sem var fjögur gígabæt, alfarið hætt og stærri gerðin (8GB) lækkuð í verði um 200 dollara. Síminn varð þá meira heillandi í augum nýrra kaupenda en þeir sem þegar höfðu keypt sér 4GB síma fannst þeir hafðir að fíflum. Þeir sem höfðu keypt 4GB símann fengu 100 dollara inneign hjá Apple og persónulega afsökunarbeiðni frá forstjóranum, Steve Jobs. Þá vantaði nokkra hluti í fyrstu útgáfuna sem notendum þykir ómissandi í dag. Engin App Store var í fyrstu kynslóðinni til dæmis og þá var ekki hægt að klippa eða líma texta. Þegar önnur kynslóð símans, iPhone 3G, kom á markað ári seinna fengu notendur langþráða 3G tengingu ásamt GPS. Tveimur árum seinna, með komu iPhone 4 sáu notendur myndavél framan á símanum og FaceTime bættist við app flóruna. iPhone 5s kynnti svo til leiks fingrafaraskannann árið 2013 og árið 2014 bættist við möguleikinn að borga í verslunum í gegnum símann. Nýjasta uppfærslan kom síðasta haust með iPhone 7 og er svo spurning hvaða tækni verði næst hluti af daglegu lífi Apple unnenda um heim allan, hvort sem það er með iPhone 7s eða iPhone 8.Hér fyrir neðan má sjá Steve Jobs kynna iPhone fyrir heiminum árið 2007. Tækni Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Tíu ár eru í dag liðin síðan iPhone kom fyrst á markað í Bandaríkjunum. Helsti keppinautur iPhone á markaði, Samsung Galaxy, kom ekki á markað fyrr en um tveimur árum síðar. Nú, tíu árum síðar, virðist fyrsta kynslóð iPhone ekki ýkja merkileg. Engin 3G tenging var í símanum, sem var algengt víð aum heim, batteríið entist ekki lengi og myndavélin, sem ekki var með flassi, var léleg. Hann kostaði 499 dollara, eða í kringum 50 þúsund íslenskar krónur sem þótti þá mjög mikið fyrir farsíma, og kaupendur í Bandaríkjunum þurftu að skuldbinda sig til tveggja ára hjá símafyrirtækinu AT&T. Þegar litið er til baka er fyrsta útgáfan af iPhone þó eini síminn sem var á markaði fyrir 10 árum sem gæti átt erindi við fólk í dag. Hér var kominn fyrsti síminn sem var með snertiskjá í góðri upplausn, allt var í lit og enn í dag er nokkurn veginn sama útlit á stjórnkerfi símans.Persónuleg afsökunarbeiðni frá Steve Jobs Síminn var satt best að segja ólíkur öllu öðru á markaði og seldist eins og heitar lummur. Ein milljón eintaka seldist á fyrstu tveimur mánuðunum en þó komu upp nokkrar hindranir á fyrstu mánuðunum. Til að byrja með var framleiðslu á minni gerð símans, sem var fjögur gígabæt, alfarið hætt og stærri gerðin (8GB) lækkuð í verði um 200 dollara. Síminn varð þá meira heillandi í augum nýrra kaupenda en þeir sem þegar höfðu keypt sér 4GB síma fannst þeir hafðir að fíflum. Þeir sem höfðu keypt 4GB símann fengu 100 dollara inneign hjá Apple og persónulega afsökunarbeiðni frá forstjóranum, Steve Jobs. Þá vantaði nokkra hluti í fyrstu útgáfuna sem notendum þykir ómissandi í dag. Engin App Store var í fyrstu kynslóðinni til dæmis og þá var ekki hægt að klippa eða líma texta. Þegar önnur kynslóð símans, iPhone 3G, kom á markað ári seinna fengu notendur langþráða 3G tengingu ásamt GPS. Tveimur árum seinna, með komu iPhone 4 sáu notendur myndavél framan á símanum og FaceTime bættist við app flóruna. iPhone 5s kynnti svo til leiks fingrafaraskannann árið 2013 og árið 2014 bættist við möguleikinn að borga í verslunum í gegnum símann. Nýjasta uppfærslan kom síðasta haust með iPhone 7 og er svo spurning hvaða tækni verði næst hluti af daglegu lífi Apple unnenda um heim allan, hvort sem það er með iPhone 7s eða iPhone 8.Hér fyrir neðan má sjá Steve Jobs kynna iPhone fyrir heiminum árið 2007.
Tækni Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira