Nýir flugmenn þurfa að greiða sjö milljónir segi þeir upp störfum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. júní 2017 18:08 Flugmennirnir þurfa að greiða 60 þúsund evrur yfirgefi þeir Icelandair. Þeir fá þó ekki loforð um samfellda vinnu hjá félaginu. Vísir/Vilhelm Nýir flugmenn Icelandair þurfa að greiða flugfélaginu rúmar sjö milljónir íslenskra króna yfirgefi þeir félagið innan þriggja ára. Þeim er gert að undirrita samkomulag þess efnis við upphaf flugþjálfunar hjá félaginu.Engin loforð um samfellda vinnuÞetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Þar segir að um sé að ræða nýbreytni hjá Icelandair og er samkomulagið gagnrýnt harðlega, en samningnum fylgir ekki skuldbinding frá flugfélaginu um samfellda vinnu á þessu þriggja ára tímabili. Í fréttabréfinu segir að flugmenn þurfi að skrifa undir samninginn við upphaf þjálfunar og að kostnaðurinn sé nefndur þjálfunarkostnaður. Flugfélagið fari fram á slíkar skuldbindingar sökum ótta af því að flugmenn muni láta af störfum skömmu eftir að hafa hlotið þjálfun – en að samningurinn sé algjörlega einhliða. Þannig standist hann ekki kjarasamninga.Krefjast þess að ákvæðið verði fellt út „Það er ekki hægt að fallast á þessa ráðstöfun þar sem ekki fylgir með skuldbinding frá Icelandair um samfellda vinnu á þessu 3ja ára tímabili auk þess sem lögfræðingar FÍA eru á því að þetta standist ekki kjarasamninginn,“ segir í fréttabréfinu. Þá segir að stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafi þegar krafist þess að Icelandair dragi skuldbindingar til baka, annars fari málið fyrir félagsdóm.Icelandair hefur verið nokkuð í kastljósinu upp á síðkastið eftir uppsagnir 115 flugmanna, og tilfæringar 70 flugstjóra. Ekki náðist í Icelandair við vinnslu fréttarinnar en eftir því sem fréttastofa kemst næst á umrætt ákvæði, um þriggja ára skuldbindingu, ekki við um þá flugmenn sem sagt var upp störfum. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Nýir flugmenn Icelandair þurfa að greiða flugfélaginu rúmar sjö milljónir íslenskra króna yfirgefi þeir félagið innan þriggja ára. Þeim er gert að undirrita samkomulag þess efnis við upphaf flugþjálfunar hjá félaginu.Engin loforð um samfellda vinnuÞetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Þar segir að um sé að ræða nýbreytni hjá Icelandair og er samkomulagið gagnrýnt harðlega, en samningnum fylgir ekki skuldbinding frá flugfélaginu um samfellda vinnu á þessu þriggja ára tímabili. Í fréttabréfinu segir að flugmenn þurfi að skrifa undir samninginn við upphaf þjálfunar og að kostnaðurinn sé nefndur þjálfunarkostnaður. Flugfélagið fari fram á slíkar skuldbindingar sökum ótta af því að flugmenn muni láta af störfum skömmu eftir að hafa hlotið þjálfun – en að samningurinn sé algjörlega einhliða. Þannig standist hann ekki kjarasamninga.Krefjast þess að ákvæðið verði fellt út „Það er ekki hægt að fallast á þessa ráðstöfun þar sem ekki fylgir með skuldbinding frá Icelandair um samfellda vinnu á þessu 3ja ára tímabili auk þess sem lögfræðingar FÍA eru á því að þetta standist ekki kjarasamninginn,“ segir í fréttabréfinu. Þá segir að stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafi þegar krafist þess að Icelandair dragi skuldbindingar til baka, annars fari málið fyrir félagsdóm.Icelandair hefur verið nokkuð í kastljósinu upp á síðkastið eftir uppsagnir 115 flugmanna, og tilfæringar 70 flugstjóra. Ekki náðist í Icelandair við vinnslu fréttarinnar en eftir því sem fréttastofa kemst næst á umrætt ákvæði, um þriggja ára skuldbindingu, ekki við um þá flugmenn sem sagt var upp störfum.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira