Buðu vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði 28. júní 2017 09:00 David Beckham var í stóru hlutverki þegar England vildi fá að halda HM 2018. Vísir/Getty Fyrrum stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins viðurkennir að það hafi verið ákveðin mútuboð að bjóða vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði. Þetta kom fram í hinni svokölluðu Garcia-skýrslu sem hefur nú verið birt í heild sinni. Michael Garcia var fenginn til að rannsaka hvort að spilling hafi ráðið því hvaða lönd fengu HM 2018 og HM 2022. Rússland og Katar verða gestgjafar keppnanna eins og alkunna er en England sóttist einnig eftir því að halda HM 2018. Geoff Thompson, fyrrum stjórnarformaður enska sambandsins, viðurkennir í skýrslunni að boð enska sambandsins um að spila vináttulandsleik gegn Tælandi hafi eingöngu verið til afla Englandi stuðnings í baráttunni. Boðið um að spila vináttulandsleikinn barst átta dögum fyrir kosninguna en hætt var við leikinn þremur vikum síðar, enda hafði England tapað kosningunni og ekki notið stuðnings Tæliendinga. Enska knattspyrnusambandið fór ekki í felur með málið á sinum tíma en forráðamenn þess viðurkenna í skýrslunni að það væri óæskilegt að bjóða vináttulandsleiki í skiptum fyrir atkvæði. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti skýrslu Garcia í heild sinni aðeins nokkrum dögum eftir að þýska blaðið Bild komst yfir hana, þremur árum eftir að hún var skrifuð. Í henni kom meðal annars fram að tíu ára dóttir forráðamanns FIFA fékk rúmar 212 milljónir króna inn á bankareikning sinn. Einnig kemur fram í skýrslunni að þremur háttsettum FIFA-mönnum hafi verið flogið í einkaþotu til Ríó en meðlimir knattspyrnusambands Katar áttu þotuna. Garcia hætti hjá siðanefnd FIFA eftir að sambandið ákvað að birta aðeins 42 síðna útdrátt úr skýrslunni, þar sem að Katar og Rússland voru hreinsuð af ásökunum um spillingu, í stað þess að birta skýrsluna alla sem nú hefur verið gert. Þó er ólíklegt að skýrslan verði til þess að skipt verði um gestgjafa á næstu heimsmeistarakeppnum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Fyrrum stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins viðurkennir að það hafi verið ákveðin mútuboð að bjóða vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði. Þetta kom fram í hinni svokölluðu Garcia-skýrslu sem hefur nú verið birt í heild sinni. Michael Garcia var fenginn til að rannsaka hvort að spilling hafi ráðið því hvaða lönd fengu HM 2018 og HM 2022. Rússland og Katar verða gestgjafar keppnanna eins og alkunna er en England sóttist einnig eftir því að halda HM 2018. Geoff Thompson, fyrrum stjórnarformaður enska sambandsins, viðurkennir í skýrslunni að boð enska sambandsins um að spila vináttulandsleik gegn Tælandi hafi eingöngu verið til afla Englandi stuðnings í baráttunni. Boðið um að spila vináttulandsleikinn barst átta dögum fyrir kosninguna en hætt var við leikinn þremur vikum síðar, enda hafði England tapað kosningunni og ekki notið stuðnings Tæliendinga. Enska knattspyrnusambandið fór ekki í felur með málið á sinum tíma en forráðamenn þess viðurkenna í skýrslunni að það væri óæskilegt að bjóða vináttulandsleiki í skiptum fyrir atkvæði. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti skýrslu Garcia í heild sinni aðeins nokkrum dögum eftir að þýska blaðið Bild komst yfir hana, þremur árum eftir að hún var skrifuð. Í henni kom meðal annars fram að tíu ára dóttir forráðamanns FIFA fékk rúmar 212 milljónir króna inn á bankareikning sinn. Einnig kemur fram í skýrslunni að þremur háttsettum FIFA-mönnum hafi verið flogið í einkaþotu til Ríó en meðlimir knattspyrnusambands Katar áttu þotuna. Garcia hætti hjá siðanefnd FIFA eftir að sambandið ákvað að birta aðeins 42 síðna útdrátt úr skýrslunni, þar sem að Katar og Rússland voru hreinsuð af ásökunum um spillingu, í stað þess að birta skýrsluna alla sem nú hefur verið gert. Þó er ólíklegt að skýrslan verði til þess að skipt verði um gestgjafa á næstu heimsmeistarakeppnum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07