Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2017 21:02 Sektin nam um 30 þúsund krónum, að sögn Bala. Hún var greidd nær samdægurs. vísir/daníel Bala Kamallakharan, sem búsettur hefur verið hér á landi í ellefu ár, fær ekki íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasektar sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. Hann gæti þurft að bíða í ár með að sækja um að nýju. Bala var upplýstur um þessa ákvörðun í dag. Hann er indverskur að uppruna og hefur látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er meðal annars fjárfestir og upphafsmaður Startup Iceland. Þá hefur hann haldið fjölmarga fyrirlestra hérlendis um frumkvöðla- og sprotafyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt.Fyrsta og eina sektin Bala segist á Facebook-síðu sinni hafa fengið sektina þegar hann ók á milli Selfoss og Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum, og að um hafi verið að ræða hans fyrstu og einu hraðasekt á Íslandi. Hann segist í samtali við Vísi furða sig á þessari ákvörðun og ætlar að áfrýja henni. „Aðalatriðið, að mínu mati, í þessu máli er hvernig staðið var að þessari ákvörðun. Það tók sex mánuði að upplýsa mig um hvers vegna umsókn minni var hafnað,“ segir Bala. Útlendingastofnun vísaði á heimasíðu sína þegar fréttastofa leitaði svara, en staðfesti að hraðasekt geti haft áhrif á framvindu mála, en samkvæmt heimasíðunni þarf hún að vera meira en fimmtíu þúsund króna há. Umsækjendur sem hafi fengið sekt að fjárhæð 50-100 þúsund krónum geti ekki sótt um að nýju fyrr en að ári liðnu. Aðspurður segist Bala ekki hafa fengið frekari útskýringar frá Útlendingastofnun. Bala tekur fram að eðlilegt sé að fylgja reglum. Hins vegar þurfi að vanda vel til verka og skoða hvert mál fyrir sig. „Ég sótti um ríkisborgararétt í desember. Ég fékk sektina í febrúar. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef málsmeðferðin hefði ekki dregist svona á langinn – hefði ég verið sviptur ríkisborgararéttinum? Þetta og margt annað þarf að skoða og þessari ákvörðun ætla ég að áfrýja.“Stöðugar áminningar Bala segir jafnframt að alltaf sé erfitt að setjast að í öðrum löndum, en að vinnubrögð sem þessi geri innflytjendum enn erfiðar fyrir. „Sem innflytjandi er ég stöðugt minntur á hversu erfitt það er að vera samþykktur inn í samfélagið. Það sem veldur enn meiri vonbrigðum er að sjá hvað innflytjendur mæta misjöfnum stöðlum. Ég vissi að minn mælikvarði yrði ekki sá sami og annarra og það varð mjög augljóst í dag. Til allra þeirra innflytjenda og flóttamanna þarna úti: Þetta er erfiður heimur.. en höldum ró okkar og reynum að láta þetta ekki hafa áhrif á okkur,“ skrifar Bala á Facebook, en færslu hans má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Bala Kamallakharan, sem búsettur hefur verið hér á landi í ellefu ár, fær ekki íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasektar sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. Hann gæti þurft að bíða í ár með að sækja um að nýju. Bala var upplýstur um þessa ákvörðun í dag. Hann er indverskur að uppruna og hefur látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er meðal annars fjárfestir og upphafsmaður Startup Iceland. Þá hefur hann haldið fjölmarga fyrirlestra hérlendis um frumkvöðla- og sprotafyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt.Fyrsta og eina sektin Bala segist á Facebook-síðu sinni hafa fengið sektina þegar hann ók á milli Selfoss og Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum, og að um hafi verið að ræða hans fyrstu og einu hraðasekt á Íslandi. Hann segist í samtali við Vísi furða sig á þessari ákvörðun og ætlar að áfrýja henni. „Aðalatriðið, að mínu mati, í þessu máli er hvernig staðið var að þessari ákvörðun. Það tók sex mánuði að upplýsa mig um hvers vegna umsókn minni var hafnað,“ segir Bala. Útlendingastofnun vísaði á heimasíðu sína þegar fréttastofa leitaði svara, en staðfesti að hraðasekt geti haft áhrif á framvindu mála, en samkvæmt heimasíðunni þarf hún að vera meira en fimmtíu þúsund króna há. Umsækjendur sem hafi fengið sekt að fjárhæð 50-100 þúsund krónum geti ekki sótt um að nýju fyrr en að ári liðnu. Aðspurður segist Bala ekki hafa fengið frekari útskýringar frá Útlendingastofnun. Bala tekur fram að eðlilegt sé að fylgja reglum. Hins vegar þurfi að vanda vel til verka og skoða hvert mál fyrir sig. „Ég sótti um ríkisborgararétt í desember. Ég fékk sektina í febrúar. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef málsmeðferðin hefði ekki dregist svona á langinn – hefði ég verið sviptur ríkisborgararéttinum? Þetta og margt annað þarf að skoða og þessari ákvörðun ætla ég að áfrýja.“Stöðugar áminningar Bala segir jafnframt að alltaf sé erfitt að setjast að í öðrum löndum, en að vinnubrögð sem þessi geri innflytjendum enn erfiðar fyrir. „Sem innflytjandi er ég stöðugt minntur á hversu erfitt það er að vera samþykktur inn í samfélagið. Það sem veldur enn meiri vonbrigðum er að sjá hvað innflytjendur mæta misjöfnum stöðlum. Ég vissi að minn mælikvarði yrði ekki sá sami og annarra og það varð mjög augljóst í dag. Til allra þeirra innflytjenda og flóttamanna þarna úti: Þetta er erfiður heimur.. en höldum ró okkar og reynum að láta þetta ekki hafa áhrif á okkur,“ skrifar Bala á Facebook, en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira