Keiluhöll Akureyrar lokað: „Bara búið hjá þessu fólki“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. júní 2017 19:40 Keila er hin fínasta afþreying að mati margra. Þorgeir, fyrrum eigandi Keiluhallar Akureyrar, segir þetta vera afar sorglegt mál. vísir/KTD Keiluhöllinni á Akureyri hefur verið lokað. Búið er að selja húsnæðið og nýir eigendur stefna á að rífa það til að hefja uppbyggingu á nýjum íbúðum í hverfinu. Þetta var eina keiluhöllin á Norðurlandi. Þorgeir Jónsson, eigandi keiluhallarinnar, segir þetta afar sorglegt mál. Hann hafi fylgst með uppbyggingu starfseminnar fyrir tíu árum síðan og glaðst yfir hverjum nagla sem negldur var í vegg. Hann og starfsmenn hans hafa undanfarið unnið við að rýma keiluhöllina.Framkvæmdir eru hafnar á svæðinu. Blómaval hafði áður verið rekið í húsnæðinu áður en keiluhöllin, með átta keilubrautum, tók til starfa.vísir/KTD„Ég fékk tilkynningu um það í mars að mér bæri að loka fyrir fyrsta maí. Þetta var undarlegt, spes og leiðinlegt,“ segir Þorgeir í samtali við Vísi. Hann segir að íbúum bæjarins þyki þetta sorgleg þróun. Starfsemin hefur að sögn Þorgeirs gengið misvel. „Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu, þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir. Hann nefnir að þrjú lið muni reyna að halda áfram í Íslandsmótinu næsta vetur. Þorgeir segir það ekki í kortunum að opna aðra keiluhöll eins og er. „Ég hef ekkert bolmagn í það og það er svona verið að ræða þetta. Við eigum brautirnar og vélarnar en keiludeildin sem slík hefur ekkert fjármagn í dag. Það vantar bara fjármagn og skilning frá Akureyrarbæ, sem er ekki á borðinu né sýnileg. Staðan er mjög döpur í dag,“ segir Þorgeir. Hann segist þó vita að það verði einn daginn sett upp keiluhöll en það geti hins vegar orðið of seint fyrir það starf sem hafi verið núna. Íþróttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Keiluhöllinni á Akureyri hefur verið lokað. Búið er að selja húsnæðið og nýir eigendur stefna á að rífa það til að hefja uppbyggingu á nýjum íbúðum í hverfinu. Þetta var eina keiluhöllin á Norðurlandi. Þorgeir Jónsson, eigandi keiluhallarinnar, segir þetta afar sorglegt mál. Hann hafi fylgst með uppbyggingu starfseminnar fyrir tíu árum síðan og glaðst yfir hverjum nagla sem negldur var í vegg. Hann og starfsmenn hans hafa undanfarið unnið við að rýma keiluhöllina.Framkvæmdir eru hafnar á svæðinu. Blómaval hafði áður verið rekið í húsnæðinu áður en keiluhöllin, með átta keilubrautum, tók til starfa.vísir/KTD„Ég fékk tilkynningu um það í mars að mér bæri að loka fyrir fyrsta maí. Þetta var undarlegt, spes og leiðinlegt,“ segir Þorgeir í samtali við Vísi. Hann segir að íbúum bæjarins þyki þetta sorgleg þróun. Starfsemin hefur að sögn Þorgeirs gengið misvel. „Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu, þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir. Hann nefnir að þrjú lið muni reyna að halda áfram í Íslandsmótinu næsta vetur. Þorgeir segir það ekki í kortunum að opna aðra keiluhöll eins og er. „Ég hef ekkert bolmagn í það og það er svona verið að ræða þetta. Við eigum brautirnar og vélarnar en keiludeildin sem slík hefur ekkert fjármagn í dag. Það vantar bara fjármagn og skilning frá Akureyrarbæ, sem er ekki á borðinu né sýnileg. Staðan er mjög döpur í dag,“ segir Þorgeir. Hann segist þó vita að það verði einn daginn sett upp keiluhöll en það geti hins vegar orðið of seint fyrir það starf sem hafi verið núna.
Íþróttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira