Sögurnar okkar Magnús Guðmundsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Norsku sjónvarpsþættirnir Skam hafa svo sannarlega slegið í gegn um víða veröld. Vinsældir þáttanna má ekki síst rekja til þess að þar eru sagðar einfaldar, einlægar og mikilvægar sögur af venjulegum ungmennum í norskum veruleika. Reyndar má vel sjá að það eru ekki ýkja miklir fjármunir lagðir í framleiðslu þáttanna en þó leitast við að vanda til verka og hlúa að þeim kjarna sem mestu skiptir, eða sögunum sjálfum. Sögunum sem hreyfa við okkur og fá okkur jafnvel til þess að velta vöngum yfir samtíma okkar, viðhorfum og samfélagi. Þetta er umhugsunarvert fyrir Íslendinga í ljósi þess að það ríkir sumar í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð um þessar mundir. Hæfileikarnir eru til staðar sem aldrei fyrr, áhugi almennings leynir sér ekki en fjárfestingarnar frá hinu opinbera hafa ekki alveg verið að fylgja með. Við þurfum því að gæta vel að hvernig við nýtum það fjármagn sem á að vera til skiptanna. Gæta að fjölbreytileika og rækta þá hæfileika sem komið hafa fram á sjónarsviðið á síðustu árum. Um miðjan maí tilkynnti RÚV um samstarf við Reykjavík Studios um kvikmyndun á Sjálfstæðu fólki, eftir Halldór Laxness, sem er óneitanlega höfuðverk í íslenskum bókmenntum. Það þarf ekki að fjölyrða um gæði þessa verks eða mikilvægi fyrir þjóðina. Hitt er annað, hvort það að kvikmynda þessa frábæru bók sé aðkallandi. Bók sem við höfum flest lesið, er enn í lestri vítt og breitt og löngu sígilt meistaraverk sem þarf enga hjálp til þess að lifa, langt frá því. Það er fagnaðarefni að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri er í sóknarhug fyrir leikið efni í sjónvarpi og horfir björtum augum til framtíðarinnar. Auðvitað vill enginn verða til þess að draga úr þeirri sókn en óneitanlega skýtur það skökku við að horfa til framtíðar og leggja svo alla þessa fjármuni í að framleiða kvikmynd og sjónvarpsþætti eftir skáldsögu sem kom út á árunum 1934-35. Það er ekki eins og við búum ekki vel að rithöfundum og handritshöfundum í samtímanum, bæði konum og körlum. Kostnaður er áætlaður um einn og hálfur milljarður og eflaust á að sækja styrki víða um lönd til þess að standa undir framleiðslunni. En það breytir því ekki að verkefni af slíkri stærðargráðu getur haft gríðarleg áhrif á Kvikmyndasjóð og líkast til einnig RÚV og þar með möguleika annarra kosta. Möguleika annarra listamanna til þess að segja okkur sínar sögur og okkar hinna til að njóta. Við eigum mikið af hæfileikafólki í kvikmyndagerð og því er ekki að neita að margt af því fólki hefur verið ósátt þegar stærstu verkefnin hafa tekið til sín stóran hluta af framlögum Kvikmyndasjóðs. Það er skiljanlegt enda mikið af hæfileikum en fjármagnið af skornum skammti. Það er líka ágætt að hafa í huga að margt af því sem notið hefur hylli bæði hérlendis sem erlendis af íslenskri kvikmyndagerð er ekki endilega það stærsta. Kvikmyndir á borð við Börn náttúrunnar, 101 Reykjavík, Hrúta, Hross í oss, Vonarstræti og margar fleiri kvikmyndir eiga það nefnilega fremur sameiginlegt að segja okkur sjálfstæðar sögur úr samtímanum. Sögur sem eru okkur kunnuglegar, snerta okkur og skipta okkur máli. Eru það ekki þannig sögur sem við viljum sjá og heyra?Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Norsku sjónvarpsþættirnir Skam hafa svo sannarlega slegið í gegn um víða veröld. Vinsældir þáttanna má ekki síst rekja til þess að þar eru sagðar einfaldar, einlægar og mikilvægar sögur af venjulegum ungmennum í norskum veruleika. Reyndar má vel sjá að það eru ekki ýkja miklir fjármunir lagðir í framleiðslu þáttanna en þó leitast við að vanda til verka og hlúa að þeim kjarna sem mestu skiptir, eða sögunum sjálfum. Sögunum sem hreyfa við okkur og fá okkur jafnvel til þess að velta vöngum yfir samtíma okkar, viðhorfum og samfélagi. Þetta er umhugsunarvert fyrir Íslendinga í ljósi þess að það ríkir sumar í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð um þessar mundir. Hæfileikarnir eru til staðar sem aldrei fyrr, áhugi almennings leynir sér ekki en fjárfestingarnar frá hinu opinbera hafa ekki alveg verið að fylgja með. Við þurfum því að gæta vel að hvernig við nýtum það fjármagn sem á að vera til skiptanna. Gæta að fjölbreytileika og rækta þá hæfileika sem komið hafa fram á sjónarsviðið á síðustu árum. Um miðjan maí tilkynnti RÚV um samstarf við Reykjavík Studios um kvikmyndun á Sjálfstæðu fólki, eftir Halldór Laxness, sem er óneitanlega höfuðverk í íslenskum bókmenntum. Það þarf ekki að fjölyrða um gæði þessa verks eða mikilvægi fyrir þjóðina. Hitt er annað, hvort það að kvikmynda þessa frábæru bók sé aðkallandi. Bók sem við höfum flest lesið, er enn í lestri vítt og breitt og löngu sígilt meistaraverk sem þarf enga hjálp til þess að lifa, langt frá því. Það er fagnaðarefni að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri er í sóknarhug fyrir leikið efni í sjónvarpi og horfir björtum augum til framtíðarinnar. Auðvitað vill enginn verða til þess að draga úr þeirri sókn en óneitanlega skýtur það skökku við að horfa til framtíðar og leggja svo alla þessa fjármuni í að framleiða kvikmynd og sjónvarpsþætti eftir skáldsögu sem kom út á árunum 1934-35. Það er ekki eins og við búum ekki vel að rithöfundum og handritshöfundum í samtímanum, bæði konum og körlum. Kostnaður er áætlaður um einn og hálfur milljarður og eflaust á að sækja styrki víða um lönd til þess að standa undir framleiðslunni. En það breytir því ekki að verkefni af slíkri stærðargráðu getur haft gríðarleg áhrif á Kvikmyndasjóð og líkast til einnig RÚV og þar með möguleika annarra kosta. Möguleika annarra listamanna til þess að segja okkur sínar sögur og okkar hinna til að njóta. Við eigum mikið af hæfileikafólki í kvikmyndagerð og því er ekki að neita að margt af því fólki hefur verið ósátt þegar stærstu verkefnin hafa tekið til sín stóran hluta af framlögum Kvikmyndasjóðs. Það er skiljanlegt enda mikið af hæfileikum en fjármagnið af skornum skammti. Það er líka ágætt að hafa í huga að margt af því sem notið hefur hylli bæði hérlendis sem erlendis af íslenskri kvikmyndagerð er ekki endilega það stærsta. Kvikmyndir á borð við Börn náttúrunnar, 101 Reykjavík, Hrúta, Hross í oss, Vonarstræti og margar fleiri kvikmyndir eiga það nefnilega fremur sameiginlegt að segja okkur sjálfstæðar sögur úr samtímanum. Sögur sem eru okkur kunnuglegar, snerta okkur og skipta okkur máli. Eru það ekki þannig sögur sem við viljum sjá og heyra?Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júní.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun