Leiðsögumaður segir bílaumferð á grasflötum við Skógafoss vandamál Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 18:00 Í myndbandi sem Stefán Þór Þorgeirsson leiðsögumaður tók upp má sá ferðamenn keyra inn á grasflöt við Skógafoss og spóla þar í eigin hjólförum. Skjáskot Leiðsögumaður, sem staddur var á ferðamannasvæðinu við Skógafoss í gær, segir húsbílaumferð ferðamanna vandamál á grasflötinni við Skógafoss. Hann kennir skorti á merkingum þar um og vísar í myndband sem hann tók af ferðamönnum á stórum húsbíl spóla á flötinni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og sveitarstjóri Rangárþings eystra vísa báðir í nýtt deiliskipulag á svæðinu. Í lok maí síðastliðnum voru verst útleiknu svæðin á flötinni fyrir framan Skógafoss girt af til að sporna við frekari átroðningi gangandi ferðafólks. Fyrr í þessum mánuði var Skógafoss jafnframt settur á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikils ágangs ferðamanna. Sú breyting er tilkomin vegna „gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring.“Stefán Þór Þorgeirsson leiðsögumaður.Stefán Þór ÞorgeirssonUmferð húsbíla virðist hafa orðið útundan í skipulagningunniStefán Þór Þorgeirsson leiðsögumaður var staddur við Skógafoss í gærmorgun með hóp ferðamanna og tók þar eftir því að ástand grasflatarinnar er enn mjög slæmt. Hann segir í samtali við Vísi að svæði vegna gangandi vegfarenda séu vissulega girt af en nú vanti upp á merkingar vegna ágangs bílaumferðar. „Það virðist vera sem bílaumferð og sérstaklega umferð húsbíla hafi orðið útundan í skipulagningunni,“ segir Stefán og vísar þar í myndband sem hann tók sjálfur upp af ferðamönnum á svæðinu í gærmorgun. Í myndbandinu sjást ferðamennirnir, sem eru á stórum húsbíl, spóla í eigin bílförum og skilja eftir ljótt sár á grasflötinni. Stefán undirstrikar þó að myndbandið sé ekki til þess ætlað að beina sök að ferðamönnunum. „Það eru ekki skýrar afmarkanir fyrir húsbíla á svæðinu og lítið um bannskilti þannig að ætla má að þau hafi beinlínis ekki vitað betur.“ Hann segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hann sjái bíla á túninu þar sem hann gerir ráð fyrir að aðeins sé leyfilegt að tjalda. Stefán segir jafnframt nauðsynlegt að endurskipuleggja svæðið en til þess vanti auðvitað starfsfólk „Eins og á flestum fjölförnum ferðamannastöðum landsins hefði Skógafoss mjög gott af eftirlitsstarfsfólki sem gæti gengið um svæðið og leiðbeint fólki. Nú er búið að loka einum verst farna „stígnum“ sem lá í gegnum túnið og var búinn að grafa sig í gegnum allt graslagið á því svæði. Hins vegar er sams konar stígur enn í notkun á tjaldsvæðinu,“ segir Stefán.Myndbandið sem Stefán tók upp í gærmorgun má sjá hér að neðan.Girðingar vegna átroðnings gangandi vegfarenda gefið góða raunHákon Ásgeirsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun vísar til hlutaðeigandi sveitarfélags, Rangárþings eystra, þegar umræðan berst að bættum merkingum vegna bílaumferðar. Hann segir þessar merkingar vera liður í samstarfi Umhverfisstofnunar við sveitarfélagið en nú er unnið að nýju deiliskipulagi á svæðinu við Skógafoss. „Stefnt er að því að þetta svæði þar sem nú er tjaldstæði og bílastæði verði endurheimt í náttúrulegt horf,“ segir Hákon í samtali við Vísi. Hann segir enn fremur að merkingar vegna bílaumferðar ættu að vera rökrétt næsta skref en lokun svæða fyrir gangandi vegfarendum hefur gefið góða raun á svæðinu. „Það hefur orðið algjör viðsnúningur, fólk virðir þessar lokanir og fylgir göngustígum. Það er undantekning að fólk gangi inn fyrir girðingarnar.“Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Vísir/Vilhelm„Ákveðið ófremdarástand“ við SkógafossÍsólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, hafði ekki heyrt af akstri húsbíla inn á svæðið fyrir framan Skógafoss þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hann sagðist þó allur af vilja gerður til að gera úrbætur á ástandinu. „Það er auðvitað spurning hver ber þessa ábyrgð, ég get sagt þér heiðarlega að ég hef ekki heyrt þetta áður, en ég vil auðvitað ekki vera að fría okkur ábyrgð,“ segir Ísólfur. „Ég vildi gjarnan að við stæðum okkur betur í þessu en við erum nú að vinna í deiliskipulagi sem byggir allt á því að draga umferðina frá fossinum.“ Ísólfur vísar þar í áðurnefnt deiliskipulag sem meðal annars er unnið í samvinnu við Umhverfisstofnun. Hann segir margt mega betur fara í skipulagi við Skógafoss. „Það er ákveðið ófremdarástand þarna, það er náttúrulega mikið af fólki, en Umhverfisstofnun hefur þó staðið sig mjög vel í því að vernda ákveðin svæði.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skógafoss í hættu vegna ágangs ferðamanna Skógafoss á Suðurlandi er nú kominn á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikil ágangs ferðamanna. 22. júní 2017 09:53 Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Leiðsögumaður, sem staddur var á ferðamannasvæðinu við Skógafoss í gær, segir húsbílaumferð ferðamanna vandamál á grasflötinni við Skógafoss. Hann kennir skorti á merkingum þar um og vísar í myndband sem hann tók af ferðamönnum á stórum húsbíl spóla á flötinni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og sveitarstjóri Rangárþings eystra vísa báðir í nýtt deiliskipulag á svæðinu. Í lok maí síðastliðnum voru verst útleiknu svæðin á flötinni fyrir framan Skógafoss girt af til að sporna við frekari átroðningi gangandi ferðafólks. Fyrr í þessum mánuði var Skógafoss jafnframt settur á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikils ágangs ferðamanna. Sú breyting er tilkomin vegna „gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring.“Stefán Þór Þorgeirsson leiðsögumaður.Stefán Þór ÞorgeirssonUmferð húsbíla virðist hafa orðið útundan í skipulagningunniStefán Þór Þorgeirsson leiðsögumaður var staddur við Skógafoss í gærmorgun með hóp ferðamanna og tók þar eftir því að ástand grasflatarinnar er enn mjög slæmt. Hann segir í samtali við Vísi að svæði vegna gangandi vegfarenda séu vissulega girt af en nú vanti upp á merkingar vegna ágangs bílaumferðar. „Það virðist vera sem bílaumferð og sérstaklega umferð húsbíla hafi orðið útundan í skipulagningunni,“ segir Stefán og vísar þar í myndband sem hann tók sjálfur upp af ferðamönnum á svæðinu í gærmorgun. Í myndbandinu sjást ferðamennirnir, sem eru á stórum húsbíl, spóla í eigin bílförum og skilja eftir ljótt sár á grasflötinni. Stefán undirstrikar þó að myndbandið sé ekki til þess ætlað að beina sök að ferðamönnunum. „Það eru ekki skýrar afmarkanir fyrir húsbíla á svæðinu og lítið um bannskilti þannig að ætla má að þau hafi beinlínis ekki vitað betur.“ Hann segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hann sjái bíla á túninu þar sem hann gerir ráð fyrir að aðeins sé leyfilegt að tjalda. Stefán segir jafnframt nauðsynlegt að endurskipuleggja svæðið en til þess vanti auðvitað starfsfólk „Eins og á flestum fjölförnum ferðamannastöðum landsins hefði Skógafoss mjög gott af eftirlitsstarfsfólki sem gæti gengið um svæðið og leiðbeint fólki. Nú er búið að loka einum verst farna „stígnum“ sem lá í gegnum túnið og var búinn að grafa sig í gegnum allt graslagið á því svæði. Hins vegar er sams konar stígur enn í notkun á tjaldsvæðinu,“ segir Stefán.Myndbandið sem Stefán tók upp í gærmorgun má sjá hér að neðan.Girðingar vegna átroðnings gangandi vegfarenda gefið góða raunHákon Ásgeirsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun vísar til hlutaðeigandi sveitarfélags, Rangárþings eystra, þegar umræðan berst að bættum merkingum vegna bílaumferðar. Hann segir þessar merkingar vera liður í samstarfi Umhverfisstofnunar við sveitarfélagið en nú er unnið að nýju deiliskipulagi á svæðinu við Skógafoss. „Stefnt er að því að þetta svæði þar sem nú er tjaldstæði og bílastæði verði endurheimt í náttúrulegt horf,“ segir Hákon í samtali við Vísi. Hann segir enn fremur að merkingar vegna bílaumferðar ættu að vera rökrétt næsta skref en lokun svæða fyrir gangandi vegfarendum hefur gefið góða raun á svæðinu. „Það hefur orðið algjör viðsnúningur, fólk virðir þessar lokanir og fylgir göngustígum. Það er undantekning að fólk gangi inn fyrir girðingarnar.“Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Vísir/Vilhelm„Ákveðið ófremdarástand“ við SkógafossÍsólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, hafði ekki heyrt af akstri húsbíla inn á svæðið fyrir framan Skógafoss þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hann sagðist þó allur af vilja gerður til að gera úrbætur á ástandinu. „Það er auðvitað spurning hver ber þessa ábyrgð, ég get sagt þér heiðarlega að ég hef ekki heyrt þetta áður, en ég vil auðvitað ekki vera að fría okkur ábyrgð,“ segir Ísólfur. „Ég vildi gjarnan að við stæðum okkur betur í þessu en við erum nú að vinna í deiliskipulagi sem byggir allt á því að draga umferðina frá fossinum.“ Ísólfur vísar þar í áðurnefnt deiliskipulag sem meðal annars er unnið í samvinnu við Umhverfisstofnun. Hann segir margt mega betur fara í skipulagi við Skógafoss. „Það er ákveðið ófremdarástand þarna, það er náttúrulega mikið af fólki, en Umhverfisstofnun hefur þó staðið sig mjög vel í því að vernda ákveðin svæði.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skógafoss í hættu vegna ágangs ferðamanna Skógafoss á Suðurlandi er nú kominn á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikil ágangs ferðamanna. 22. júní 2017 09:53 Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Skógafoss í hættu vegna ágangs ferðamanna Skógafoss á Suðurlandi er nú kominn á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikil ágangs ferðamanna. 22. júní 2017 09:53
Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54