Milljóna eingreiðslur vegna úrskurða kjararáðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2017 15:42 Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Örnólfur Thorsson, forsetaritari, eru á meðal þeirra embættismanna sem fá afturvirkar launahækkanir samkvæmt úrskurðum kjararáðs. vísir Ríkið þarf að greiða háttsettum embættismönnum og forstjórum ríkisstofnana milljóna eingreiðslur vegna nýjustu úrskurða kjararáðs en þeir snúa meðal annars að ríkisendurskoðanda, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, forsetaritara, hagstofustjóra og framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar. BSRB, sem löngum hefur gagnrýnt úrskurði kjararáðs, hefur reiknað út hversu háár eingreiðslurnar eru en launahækkanir kjararáðs eru afturvirkar og það mislangt aftur í tímann. Þannig sýna útreikningar bandalagsins að Sveinn Arason, ríkiendurskoðandi, fær rúmlega 4,7 milljóna eingreiðslu vegna launahækkunarinnar, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, á von um fjögurra milljóna króna eingreiðslu og Örnólfur Thorsson, forsetaritari, fær tæplega 1,8 milljóna króna eingreiðslu. Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri, fær svo 1,2 milljóna króna endurgreiðslu og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Þorgerður Þráinsdóttir, fær eingreiðslu upp á 2,5 milljónir króna. Á meðal þeirrar gagnrýni sem BSRB ítrekar nú er ógagnsæi í ákvörðunum kjararáðs en í frétt á vef bandalagsins segir meðal annars: „Þá er rétt að ítreka gagnrýni á hversu ógagnsætt kjararáð er í ákvörðunum sínum. Þar er þess vandlega gætt að tiltaka ekki hver laun þeirra sem ákvarðanirnar ná til voru áður en ákvörðunin tók gildi. Það er því oft erfitt eða ómögulegt að sjá hversu miklar hækkanirnar eru í raun. Þessum feluleik þarf að linna og það er Alþingis að sjá til þess að almenningur hafi þær upplýsingar sem þarf. Þessi feluleikur er með öllu óþolandi.“ Kjararáð Tengdar fréttir Kjararáð hækkar kjör sendiherra og átta embættismanna afturvirkt Varaforseti Hæstaréttar hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. 23. júní 2017 23:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ríkið þarf að greiða háttsettum embættismönnum og forstjórum ríkisstofnana milljóna eingreiðslur vegna nýjustu úrskurða kjararáðs en þeir snúa meðal annars að ríkisendurskoðanda, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, forsetaritara, hagstofustjóra og framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar. BSRB, sem löngum hefur gagnrýnt úrskurði kjararáðs, hefur reiknað út hversu háár eingreiðslurnar eru en launahækkanir kjararáðs eru afturvirkar og það mislangt aftur í tímann. Þannig sýna útreikningar bandalagsins að Sveinn Arason, ríkiendurskoðandi, fær rúmlega 4,7 milljóna eingreiðslu vegna launahækkunarinnar, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, á von um fjögurra milljóna króna eingreiðslu og Örnólfur Thorsson, forsetaritari, fær tæplega 1,8 milljóna króna eingreiðslu. Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri, fær svo 1,2 milljóna króna endurgreiðslu og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Þorgerður Þráinsdóttir, fær eingreiðslu upp á 2,5 milljónir króna. Á meðal þeirrar gagnrýni sem BSRB ítrekar nú er ógagnsæi í ákvörðunum kjararáðs en í frétt á vef bandalagsins segir meðal annars: „Þá er rétt að ítreka gagnrýni á hversu ógagnsætt kjararáð er í ákvörðunum sínum. Þar er þess vandlega gætt að tiltaka ekki hver laun þeirra sem ákvarðanirnar ná til voru áður en ákvörðunin tók gildi. Það er því oft erfitt eða ómögulegt að sjá hversu miklar hækkanirnar eru í raun. Þessum feluleik þarf að linna og það er Alþingis að sjá til þess að almenningur hafi þær upplýsingar sem þarf. Þessi feluleikur er með öllu óþolandi.“
Kjararáð Tengdar fréttir Kjararáð hækkar kjör sendiherra og átta embættismanna afturvirkt Varaforseti Hæstaréttar hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. 23. júní 2017 23:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kjararáð hækkar kjör sendiherra og átta embættismanna afturvirkt Varaforseti Hæstaréttar hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. 23. júní 2017 23:00