Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júní 2017 07:00 David Davis (t.v.) og Michel Barnier (t.h.), formenn samninganefnda Bretlands og Evrópusambandsins. vísir/EPA Ekki er öruggt að Bretar nái fríverslunarsamningi við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu landsins úr sambandinu. Þetta sagði David Davis Brexitmálaráðherra í samtali við BBC í gær. „Ég er nokkuð viss um að við náum samkomulagi. Ég er ekki hundrað prósent viss en það getur maður aldrei verið, þetta eru samningaviðræður,“ sagði Davis. Að mati Davis hafa allnokkur ríki sambandsins mikinn hag af því að ná góðum samningi við Bretland. Ef ESB ætlaði hins vegar að bjóða Bretum „refsingarsamning“ væru Bretar tilbúnir til þess að slíta viðræðum. „Við erum með áætlun sem við munum fylgja verði sú raunin,“ sagði Davis. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hefur sjálf þurft að sæta gagnrýni fyrir orð sín um að „enginn samningur væri skárri en slæmur samningur“. Það hefur fjármálaráðherrann Philip Hammond einnig sagt. Í síðustu viku sagði hann að það væri vissulega slæmt fyrir Bretland ef enginn samningur næðist. „Verra væri hins vegar ef samningurinn væri sérstaklega til þess gerður að mergsjúga breska hagkerfið,“ sagði Hammond. Davis fer fyrir samninganefnd Breta en viðræður við hliðstæðu hans hjá ESB, Michel Barnier, hófust í síðustu viku. „Hann vill ná samkomulagi alveg jafnmikið og við,“ sagði Davis. Davis sagði að Bretar vildu ná samkomulagi sem þjónaði hagsmunum beggja aðila. Hins vegar væri afar líklegt að nokkur aðlögunartími yrði eftir Brexit og myndu Bretar þá ekki geta stundað fríverslun við Evrópusambandsríki í eitt eða tvö ár. Í síðustu viku fundaði May með öðrum leiðtogum Evrópusambandsríkja. Lagði hún þá fram samningstilboð Breta um réttindi borgara Evrópusambandsins er búa á Bretlandi. Mætti tilboð Breta nokkurri gagnrýni, meðal annars frá Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB. Í viðtali gærdagsins sagðist Davis vilja klára þær viðræður sem fyrst. Til að mynda þyrfti að ræða landamærin á milli Norður-Írlands, er tilheyrir Bretlandi, og Írlands, sem er aðildarríki ESB. Davis sagði vilja ríkisstjórnar May að hafa „ósýnileg landamæri“ á svæðinu. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ekki er öruggt að Bretar nái fríverslunarsamningi við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu landsins úr sambandinu. Þetta sagði David Davis Brexitmálaráðherra í samtali við BBC í gær. „Ég er nokkuð viss um að við náum samkomulagi. Ég er ekki hundrað prósent viss en það getur maður aldrei verið, þetta eru samningaviðræður,“ sagði Davis. Að mati Davis hafa allnokkur ríki sambandsins mikinn hag af því að ná góðum samningi við Bretland. Ef ESB ætlaði hins vegar að bjóða Bretum „refsingarsamning“ væru Bretar tilbúnir til þess að slíta viðræðum. „Við erum með áætlun sem við munum fylgja verði sú raunin,“ sagði Davis. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hefur sjálf þurft að sæta gagnrýni fyrir orð sín um að „enginn samningur væri skárri en slæmur samningur“. Það hefur fjármálaráðherrann Philip Hammond einnig sagt. Í síðustu viku sagði hann að það væri vissulega slæmt fyrir Bretland ef enginn samningur næðist. „Verra væri hins vegar ef samningurinn væri sérstaklega til þess gerður að mergsjúga breska hagkerfið,“ sagði Hammond. Davis fer fyrir samninganefnd Breta en viðræður við hliðstæðu hans hjá ESB, Michel Barnier, hófust í síðustu viku. „Hann vill ná samkomulagi alveg jafnmikið og við,“ sagði Davis. Davis sagði að Bretar vildu ná samkomulagi sem þjónaði hagsmunum beggja aðila. Hins vegar væri afar líklegt að nokkur aðlögunartími yrði eftir Brexit og myndu Bretar þá ekki geta stundað fríverslun við Evrópusambandsríki í eitt eða tvö ár. Í síðustu viku fundaði May með öðrum leiðtogum Evrópusambandsríkja. Lagði hún þá fram samningstilboð Breta um réttindi borgara Evrópusambandsins er búa á Bretlandi. Mætti tilboð Breta nokkurri gagnrýni, meðal annars frá Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB. Í viðtali gærdagsins sagðist Davis vilja klára þær viðræður sem fyrst. Til að mynda þyrfti að ræða landamærin á milli Norður-Írlands, er tilheyrir Bretlandi, og Írlands, sem er aðildarríki ESB. Davis sagði vilja ríkisstjórnar May að hafa „ósýnileg landamæri“ á svæðinu.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira