Einum leik var að ljúka í umspili, um laust sæti í efstu deild á Spáni í kvöld.
Getafe og Tenerife mættust í kvöld, á Coliseum Alfonso Perez, heimavelli Getafe í kvöld.
Getafe sem féllu niður um deild fyrir þessa leiktíð, eru komnir strax aftur upp eftir að hafa sigrað Tenerife 3-1.
Alejandro Faurlin kom heimamönnum yfir strax á 9. mínútu leiksins eftir hornspyrnu, heimamenn ekki lengi að koma sér í gang.
Heimamenn létu sér það ekki nægja en Daniel Pacheco, fyrrverandi leikmaður Liverpool, kom Getafe 2-0 yfir í leiknum á 13. mínútu, með fallegu skoti fyrir utan teig.
Anthony Lozano svaraði svo fyrir gestina á 17. mínútu eftir að hafa fengið boltann inn í vítateig Getafe og kláraði færið vel.
Pacheco var svo aftur á ferðinni fyrir Getafe þegar að hann jók forskot þeirra í 3-1 á 37. mínútu eftir að hafa fylgt eftir skot sem Molina, markmaður Tenerife, hafði varið út í teiginn.
Fleiri voru mörkin ekki og leikurinn endaði 3-1 fyrir Getafe sem er komið upp um deild og mun því mæta aftur til leiks í Liga-BBVA eftir eins árs fjarveru.
Getafe upp í deild þeirra bestu á Spáni
Elías Orri Njarðarson skrifar

Mest lesið



Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn

Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum
Enski boltinn

Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst
Fótbolti





Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti