Gott fyrir líkamann að hlaupa úti í náttúrunni Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 24. júní 2017 14:00 Elísabet Margeirs segir mikilvægt að fara ekki of geyst af stað. Gönguhvíldir séu nauðsynlegar í byrjun. Þeir sem hafi gott þol úr öðrum íþróttum megi ekki ofmeta færni sína. Visir/Eyþór Elísabet Margeirsdóttir, hlaupakona og næringarfræðingur, segir marga byrja af of miklum ákafa þegar þeir byrja að hlaupa úti. „Ég hugsa að það sé aldrei hægt að fara of rólega af stað þegar fólk er að byrja í hlaupum. Best er að fylgja góðri áætlun sem er sniðin að byrjendum þar sem gert er ráð fyrir reglulegum gönguhvíldum. Ef fólk hefur aldrei hlaupið áður eða ekki stundað hlaup í langan tíma er gríðarlega mikilvægt að leyfa líkamanum aðlagast hreyfingunni til að fyrirbyggja meiðsli. Margir æða þó af stað og vilja ekkert stoppa og byrja jafnvel að hlaupa eins hratt og þeir geta,“ segir Elísabet og segir gönguhvíldir í byrjendaprógrömmum stuðla að því að fólk geti hreyft sig lengur í einu og sé fljótara að jafna sig. „Smám saman fer fólk að ráða betur við það að hlaupa samfellt í lengri tíma og minni líkur verða á álagsmeiðslum eins og t.d. beinhimnubólgu. Það eru margir sem byrja af of miklum ákafa og hlaupa sig í meiðsli fyrstu mánuðina sem hefði verið hægt að fyrirbyggja með markvissari æfingum á minna álagi til að byrja með,“ segir Elísabet og segir gott ráð að hlaupa fyrstu mánuðina á hraða sem er auðvelt að spjalla á, en þegar fólk hefur náð góðum tökum og komið með ákveðið grunnþol megi fara að skoða æfingaprógrömm fyrir vanari hlaupara. Hvaða mistök skyldu flestir gera fyrir utan að fara of hratt að stað? Elísabet ítrekar að margir fari of hratt af stað og ofmeti getu sína því þeir hafi jafnvel gott þol úr öðrum íþróttum. „Þeir gleyma hins vegar því að hlaupahreyfingin er gríðarlega mikið álag á líkamann ef engin aðlögun hefur átt sér stað og liðir, sinar og vöðvar hafa ekki styrkinn til að taka við þessu nýja álagi. Sumir byrja af krafti aftur í hlaupum og draga fram gamla æfingaskó sem eru komnir til ára sinna og jafnvel ekki gerðir fyrir hlaup, það er ákveðin meiðslahætta sem fylgir því þar sem sumir þurfa oft meiri dempun og styrkingu í hlaupaskóna og sérstaklega þeir sem eru að byrja eða eru sterklega byggðir og í þyngri kantinum.“ Elísabet mælir með því að hlaupa úti í náttúrunni og á mjúkum stígum. „Ég æfi mest í Öskjuhlíð, Heiðmörk og á Esjunni. Það hentar byrjendum sérstaklega vel að hlaupa á sléttum stígum því að mýkra undirlag dempar aðeins höggin af hlaupaskrefinu sem líkaminn þarf að taka við og venjast smám saman. Með því að hlaupa sem oftast á stígum get ég æft meira í hverri viku því líkaminn þolir betur álagið og magnið með því að vera alltaf á mýkra undirlagi.“ Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir, hlaupakona og næringarfræðingur, segir marga byrja af of miklum ákafa þegar þeir byrja að hlaupa úti. „Ég hugsa að það sé aldrei hægt að fara of rólega af stað þegar fólk er að byrja í hlaupum. Best er að fylgja góðri áætlun sem er sniðin að byrjendum þar sem gert er ráð fyrir reglulegum gönguhvíldum. Ef fólk hefur aldrei hlaupið áður eða ekki stundað hlaup í langan tíma er gríðarlega mikilvægt að leyfa líkamanum aðlagast hreyfingunni til að fyrirbyggja meiðsli. Margir æða þó af stað og vilja ekkert stoppa og byrja jafnvel að hlaupa eins hratt og þeir geta,“ segir Elísabet og segir gönguhvíldir í byrjendaprógrömmum stuðla að því að fólk geti hreyft sig lengur í einu og sé fljótara að jafna sig. „Smám saman fer fólk að ráða betur við það að hlaupa samfellt í lengri tíma og minni líkur verða á álagsmeiðslum eins og t.d. beinhimnubólgu. Það eru margir sem byrja af of miklum ákafa og hlaupa sig í meiðsli fyrstu mánuðina sem hefði verið hægt að fyrirbyggja með markvissari æfingum á minna álagi til að byrja með,“ segir Elísabet og segir gott ráð að hlaupa fyrstu mánuðina á hraða sem er auðvelt að spjalla á, en þegar fólk hefur náð góðum tökum og komið með ákveðið grunnþol megi fara að skoða æfingaprógrömm fyrir vanari hlaupara. Hvaða mistök skyldu flestir gera fyrir utan að fara of hratt að stað? Elísabet ítrekar að margir fari of hratt af stað og ofmeti getu sína því þeir hafi jafnvel gott þol úr öðrum íþróttum. „Þeir gleyma hins vegar því að hlaupahreyfingin er gríðarlega mikið álag á líkamann ef engin aðlögun hefur átt sér stað og liðir, sinar og vöðvar hafa ekki styrkinn til að taka við þessu nýja álagi. Sumir byrja af krafti aftur í hlaupum og draga fram gamla æfingaskó sem eru komnir til ára sinna og jafnvel ekki gerðir fyrir hlaup, það er ákveðin meiðslahætta sem fylgir því þar sem sumir þurfa oft meiri dempun og styrkingu í hlaupaskóna og sérstaklega þeir sem eru að byrja eða eru sterklega byggðir og í þyngri kantinum.“ Elísabet mælir með því að hlaupa úti í náttúrunni og á mjúkum stígum. „Ég æfi mest í Öskjuhlíð, Heiðmörk og á Esjunni. Það hentar byrjendum sérstaklega vel að hlaupa á sléttum stígum því að mýkra undirlag dempar aðeins höggin af hlaupaskrefinu sem líkaminn þarf að taka við og venjast smám saman. Með því að hlaupa sem oftast á stígum get ég æft meira í hverri viku því líkaminn þolir betur álagið og magnið með því að vera alltaf á mýkra undirlagi.“
Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Sjá meira