Læknar gagnrýna Evrópudómstólinn fyrir dóm um bólusetningu Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 16:47 Maðurinn greindist með MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B. Engin vísindaleg gögn benda þó til orsakasamhengis þar á milli. Vísir/EPA Rekja má veikindi til bólusetninga fyrir dómi þrátt fyrir að engin vísindaleg gögn bendi til orsakasamhengis samkvæmt leiðbeiningum sem Evrópudómstóllinn gaf út í gær. Læknar furða sig á niðurstöðunni. Leiðbeiningarnar voru gefnar út í tengslum við mál fransks manns sem fékk MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B árið 1998. Maðurinn sakaði lyfjafyrirtækið sem framleiddi bóluefnið um að bera ábyrgð á veikindum sínum. Engar vísindalegar rannsóknir benda til þess að samhengi sé á milli veikinda mannsins og bólusetningarinnar. Dómstóllinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að tengja mætti sjúkdóm við bólusetningu fyrir dómi ef hann gerði vart við sig eftir bólusetninguna, manneskjan hefði verið heilbrigð fyrir hana og engin fjölskyldusaga væri um slík veikindi og ef tiltölulegur fjöldi fólks veiktist á sama hátt.Franskur maður skaut máli sínu gegn framleiðanda bóluefnis til Evrópudómstólsins í Lúxemborg.Vísir/GettySetur öfuga sönnunarbyrði á framleiðendur bóluefnisSérfræðingar sem CNN-fréttastöðin hefur haft samband við eru uggandi yfir afleiðingum og þýðingu tilmæla Evrópudómstólsins. Tony Fox, prófessor í lyflækningum við Konungsháskólann í London, segir að með þessu sé Evrópudómstóllinn að gefa dómstólum í Evrópu leyfi til þess að fella dóma um orsakasamhengi án þess að reiða sig á álit sérfræðinga. „Maður gæti allt eins sagt, „ef þetta bóluefni veldur MS, hvers vegna fengu þá milljónir manna sem voru bólusetttar ekki MS? Hvers vegna eru svona margir með MS sem hafa aldrei fengið þetta bóluefni?““ segir hann. Engin orsakatengsl eru á milli bólusetningar gegn lifrarbólgu B og MS-sjúkdómsins. Keith Neal, prófessor emerítus í faraldsfræði við Nottingham-háskóla, segir það jafnframt ekki koma á óvart að nokkur tilfelli MS komi upp fljótlega eftir bólusetningu á unglingsárum því að á þeim árum láti sjúkdómurinn gjarnan á sér kræla. „Það sem þeir eru að segja er að bóluefnið valdi MS-sjúkdómi sjúklings ef það er ekki hægt að sanna að það geri það ekki og það er nánast ómögulegt eins og þetta er orðað,“ segir Neal sem telur leiðbeiningar dómsins geta haft áhrif á öll lyf og þróun þeirra í framtíðinni. Peter Openshaw, forseti Breska ónæmisfræðifélagsins og prófessor í tilraunalækningum við Imperial College í London, segir það áhyggjuefni að Evrópudómstóllinn dómarar megi álita að bóluefni hafi valdið sjúkdómum jafnvel þó að engin vísindaleg gögn bendi til þess. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Rekja má veikindi til bólusetninga fyrir dómi þrátt fyrir að engin vísindaleg gögn bendi til orsakasamhengis samkvæmt leiðbeiningum sem Evrópudómstóllinn gaf út í gær. Læknar furða sig á niðurstöðunni. Leiðbeiningarnar voru gefnar út í tengslum við mál fransks manns sem fékk MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B árið 1998. Maðurinn sakaði lyfjafyrirtækið sem framleiddi bóluefnið um að bera ábyrgð á veikindum sínum. Engar vísindalegar rannsóknir benda til þess að samhengi sé á milli veikinda mannsins og bólusetningarinnar. Dómstóllinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að tengja mætti sjúkdóm við bólusetningu fyrir dómi ef hann gerði vart við sig eftir bólusetninguna, manneskjan hefði verið heilbrigð fyrir hana og engin fjölskyldusaga væri um slík veikindi og ef tiltölulegur fjöldi fólks veiktist á sama hátt.Franskur maður skaut máli sínu gegn framleiðanda bóluefnis til Evrópudómstólsins í Lúxemborg.Vísir/GettySetur öfuga sönnunarbyrði á framleiðendur bóluefnisSérfræðingar sem CNN-fréttastöðin hefur haft samband við eru uggandi yfir afleiðingum og þýðingu tilmæla Evrópudómstólsins. Tony Fox, prófessor í lyflækningum við Konungsháskólann í London, segir að með þessu sé Evrópudómstóllinn að gefa dómstólum í Evrópu leyfi til þess að fella dóma um orsakasamhengi án þess að reiða sig á álit sérfræðinga. „Maður gæti allt eins sagt, „ef þetta bóluefni veldur MS, hvers vegna fengu þá milljónir manna sem voru bólusetttar ekki MS? Hvers vegna eru svona margir með MS sem hafa aldrei fengið þetta bóluefni?““ segir hann. Engin orsakatengsl eru á milli bólusetningar gegn lifrarbólgu B og MS-sjúkdómsins. Keith Neal, prófessor emerítus í faraldsfræði við Nottingham-háskóla, segir það jafnframt ekki koma á óvart að nokkur tilfelli MS komi upp fljótlega eftir bólusetningu á unglingsárum því að á þeim árum láti sjúkdómurinn gjarnan á sér kræla. „Það sem þeir eru að segja er að bóluefnið valdi MS-sjúkdómi sjúklings ef það er ekki hægt að sanna að það geri það ekki og það er nánast ómögulegt eins og þetta er orðað,“ segir Neal sem telur leiðbeiningar dómsins geta haft áhrif á öll lyf og þróun þeirra í framtíðinni. Peter Openshaw, forseti Breska ónæmisfræðifélagsins og prófessor í tilraunalækningum við Imperial College í London, segir það áhyggjuefni að Evrópudómstóllinn dómarar megi álita að bóluefni hafi valdið sjúkdómum jafnvel þó að engin vísindaleg gögn bendi til þess.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira