Harpa hefur verið aðalmarkaskorari liðsins síðustu ár en átti barn fyrir nokkrum mánuðum síðan. Það er því ekki langt síðan hún byrjaði að spila aftur með Stjörnunni en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson telur hana vera komna í nógu gott stand til þess að fara með liðinu út. Harpa er búin að koma við sögu í fjórum leikjum í deild og bikar. Alls hefur hún spilað í 138 mínútur.
Hólmfríður Magnúsdóttir er einnig í hópnum þó svo hún sé nýstigin upp úr meiðslum. Freyr landsliðsþjálfari segir að hún verði í nýju hlutverki. Ekki í lykilhlutverki heldur sem x-factor. Sandra María Jessen kemur líka inn eftir meiðsli. Tveir frábærir leikmenn sem geta spilað á mótinu.
Svava Rós, Guðmunda, Andrea Rán, Kára Kristín, Thelma Rut, Lillý Rut, Anna María og Bryndís Lára. Þetta eru leikmennirnir átta sem verða til taks ef að meiðsli taka sig upp í hópnum. Það er aðeins heimilt að kalla inn leikmenn úr þessum hópi ef þarf.
Ísland er í riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki á EM. Fyrsti leikur okkar stúlkna er gegn Frakklandi þann 18. júlí næstkomandi.
Hópurinn:
Markverðir:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården
13. Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki
12. Sandra Sigurðardóttir, Val
Varnarmenn:
11. Hallbera G. Gísladóttir, Djurgården
4. Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna
3. Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðabliki
2. Sif Atladóttir, Kristianstad
19. Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07
22. Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki
21. Arna Sif Ásgrímsdóttir, Valur
Miðjumenn:
23. Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
10. Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Vålerenga
7. Sara Björk Gunnarsdóttir, Woflsburg
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV
14. Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val
6. Hólmfríður Magnúsdóttir, KR
Sóknarmenn:
17. Agla María Albertsdóttir, Stjörnunni
15. Elín Metta Jensen, Val
9. Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni
16. Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni
18. Sandra María Jessen, Þór/KA
20. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki
