Millilending á ferli Arons Rafns Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júní 2017 06:00 Aron Rafn í landsleiknum gegn Úkraínu á sunnudaginn. vísir/anton „Enginn vina minna trúði mér er ég sagðist vera að koma heim. Þeir sögðust ekki trúa því fyrr en þeir myndu lesa það á Vísi,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem samdi til tveggja ára við ÍBV í gær. Tíðindin komu mörgum á óvart enda er Aron Rafn aðeins 27 ára gamall og fram undan ættu að vera hans bestu ár í atvinnumennskunni. Hann er uppalinn í Haukum, fór svo til Guif í Svíþjóð og þaðan til Álaborgar í Danmörku. Síðustu misseri hefur hann svo spilað með Bietigheim í Þýskalandi. „Ég heyrði frá ÍBV er liðið datt úr úrslitakeppninni í apríl. Þá vorum við í Bietighem í bullandi séns að komast upp. Ef við hefðum farið upp þá ætlaði ég klárlega að vera áfram. Það var mikið svekkelsi að komast ekki upp og þá var ég kominn með svolítinn leiða á handbolta en það kviknaði neisti aftur er ég kom til móts við landsliðið. Þá var gaman á ný,“ segir Aron og bætir við að háttalag félaga sinna í þýska liðinu hafi verið afar sérstakt og engu líkara en þeir vildu ekki komast upp í úrvalsdeild.Gott að endurstilla sig „Ég er bara feginn að koma heim í tvö ár og endurstilla mig aðeins. Ég verð svo tilbúinn að fara út aftur. Ég er enn ungur og ekkert að því að koma aðeins heim. Ég hugsa þetta því sem millilendingu áður en ég fer aftur út. Ég hef ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. Þetta er sérstakt en ég er mjög ánægður með hvernig þetta endaði allt saman.“ Aron átti ár eftir af samningi sínum við þýska félagið en félagið samþykkti að rifta samningnum við markvörðinn án vandkvæða. Honum var því frjálst að semja við hvaða félag sem er. „Það er líka gaman að Stephen Nielsen verði áfram í ÍBV. Úti var ég með ungan peyja með mér sem kom bara inn til að reyna við víti. Það skipti ekki máli hvernig ég spilaði þó svo ég spilaði heilt yfir mjög vel. Inn á milli komu slakir leikir en þjálfarinn beið bara eftir því að ég færi í gang. Ég fékk aldrei spark í rassinn og það verður gaman að spila með Stephen,“ segir Aron Rafn en hann ræddi ekki við nein önnur félög hér heima. Björgvin Páll Gústavsson var búinn að semja við hans gamla félag, Hauka, og þar eru fleiri góðir markverðir. Það var því lítið fyrir Aron að gera þar. „Þeir eru með hörkumarkmenn. Ég hugsa ég fái samt símtal fljótlega frá Þorgeiri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Hauka. Hann vill aldrei missa sína menn.“ Aron stefnir að því að flytja til Eyja seinnipartinn í næsta mánuði og er spenntur fyrir því að búa í Eyjum. „Ég hlakka til eftir ferðalagið í Evrópu. Ég held að sé fínt að vera þar. Ég hef eingöngu komið þangað á Þjóðhátíð og íþróttamót. Við byrjum að æfa í lok júlí og þá verð ég hafa komið mér fyrir,“ segir markvörðurinn stóri en hann er enn eitt stóra nafnið sem kemur heim fyrir næstu leiktíð og óhætt að segja að deildin hafi ekki verið eins sterk í fjöldamörg ár. „Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var til í að koma heim. Maður les nánast í hverri viku um einhvern sem er að koma heim. Þetta er virkilega spennandi og ég held að deildin eigi eftir að verða hrikalega skemmtileg. Það verður gaman að taka þátt í því. Þetta verður geggjað.“ Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Enginn vina minna trúði mér er ég sagðist vera að koma heim. Þeir sögðust ekki trúa því fyrr en þeir myndu lesa það á Vísi,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem samdi til tveggja ára við ÍBV í gær. Tíðindin komu mörgum á óvart enda er Aron Rafn aðeins 27 ára gamall og fram undan ættu að vera hans bestu ár í atvinnumennskunni. Hann er uppalinn í Haukum, fór svo til Guif í Svíþjóð og þaðan til Álaborgar í Danmörku. Síðustu misseri hefur hann svo spilað með Bietigheim í Þýskalandi. „Ég heyrði frá ÍBV er liðið datt úr úrslitakeppninni í apríl. Þá vorum við í Bietighem í bullandi séns að komast upp. Ef við hefðum farið upp þá ætlaði ég klárlega að vera áfram. Það var mikið svekkelsi að komast ekki upp og þá var ég kominn með svolítinn leiða á handbolta en það kviknaði neisti aftur er ég kom til móts við landsliðið. Þá var gaman á ný,“ segir Aron og bætir við að háttalag félaga sinna í þýska liðinu hafi verið afar sérstakt og engu líkara en þeir vildu ekki komast upp í úrvalsdeild.Gott að endurstilla sig „Ég er bara feginn að koma heim í tvö ár og endurstilla mig aðeins. Ég verð svo tilbúinn að fara út aftur. Ég er enn ungur og ekkert að því að koma aðeins heim. Ég hugsa þetta því sem millilendingu áður en ég fer aftur út. Ég hef ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. Þetta er sérstakt en ég er mjög ánægður með hvernig þetta endaði allt saman.“ Aron átti ár eftir af samningi sínum við þýska félagið en félagið samþykkti að rifta samningnum við markvörðinn án vandkvæða. Honum var því frjálst að semja við hvaða félag sem er. „Það er líka gaman að Stephen Nielsen verði áfram í ÍBV. Úti var ég með ungan peyja með mér sem kom bara inn til að reyna við víti. Það skipti ekki máli hvernig ég spilaði þó svo ég spilaði heilt yfir mjög vel. Inn á milli komu slakir leikir en þjálfarinn beið bara eftir því að ég færi í gang. Ég fékk aldrei spark í rassinn og það verður gaman að spila með Stephen,“ segir Aron Rafn en hann ræddi ekki við nein önnur félög hér heima. Björgvin Páll Gústavsson var búinn að semja við hans gamla félag, Hauka, og þar eru fleiri góðir markverðir. Það var því lítið fyrir Aron að gera þar. „Þeir eru með hörkumarkmenn. Ég hugsa ég fái samt símtal fljótlega frá Þorgeiri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Hauka. Hann vill aldrei missa sína menn.“ Aron stefnir að því að flytja til Eyja seinnipartinn í næsta mánuði og er spenntur fyrir því að búa í Eyjum. „Ég hlakka til eftir ferðalagið í Evrópu. Ég held að sé fínt að vera þar. Ég hef eingöngu komið þangað á Þjóðhátíð og íþróttamót. Við byrjum að æfa í lok júlí og þá verð ég hafa komið mér fyrir,“ segir markvörðurinn stóri en hann er enn eitt stóra nafnið sem kemur heim fyrir næstu leiktíð og óhætt að segja að deildin hafi ekki verið eins sterk í fjöldamörg ár. „Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var til í að koma heim. Maður les nánast í hverri viku um einhvern sem er að koma heim. Þetta er virkilega spennandi og ég held að deildin eigi eftir að verða hrikalega skemmtileg. Það verður gaman að taka þátt í því. Þetta verður geggjað.“
Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira