Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2017 11:36 Rick Perry er einn fjölda bandarískra íhaldsmanna sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga. Vísir/EPA Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er nýjasti fulltrúi ríkisstjórnar Donalds Trump til að halda því ranglega fram að koltvísýringur sé ekki aðaláhrifavaldur hnattrænnar hlýnunar. Áður hafði forstjóri Umhverfisstofnunarinnar lýst sömu hugmyndum. Í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina var Perry spurður að því hvort að hann tryði því að koltvísýringur væri „aðalstjórnrofi hitastigs á jörðinni og loftslagsins“. Því neitaði ráðherrann, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Nei, höfin og umhverfið sem við búum í eru líklega aðalstjórnrofarnir,“ sagði Perry sem hélt því einnig fram að umræðan ætti ekki að snúast um hvort loftslagsbreytingar ættu sér stað heldur hversu mikinn þátt menn ættu í þeim.Þvert á vísindalega þekkinguSjónarmið Perry eru samhljóða þeim sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), lýsti í viðtali í mars. Þau ganga hins vegar þvert gegn niðurstöðum vísindamanna EPA, bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) og loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Einhugur er á meðal vísindamanna um að hnattræn hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu öldina sé af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum eins og koltvísýringi, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Vísir/GettySkera niður Umhverfisstofnunina og græn verkefniSem orkumálaráðherra fer Perry með mál sem varða baráttuna gegn loftslagsbreytingum með beinum hætti. Ráðuneyti hans hefur þannig skorið niður verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku frá því að hann tók við embætti fyrr á þessu ári. Pruitt hefur sömuleiðis látið fjarlægja efni um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra af vefsíðu EPA. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því í dag að Umhverfisstofnunin ætli að losa sig við 1.200 starfsmenn í sumar. Það myndi fækka starfsmönnum stofnunarinnar um 8%. Trump tilkynnti um mánaðamótin að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Hann sækist einnig eftir 31% niðurskurði á framlögum til EPA, mesta niðurskurði nokkrar ríkisstofnunar. Hann hefur lýst loftslagsbreytingum sem „kínversku gabbi“. Loftslagsmál Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Meirihluti Bandaríkjamanna er ekki sammála ákvörðun Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og margir tortryggja efnahagslegu ástæðurnar sem hann tiltók fyrir henni. 5. júní 2017 21:40 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er nýjasti fulltrúi ríkisstjórnar Donalds Trump til að halda því ranglega fram að koltvísýringur sé ekki aðaláhrifavaldur hnattrænnar hlýnunar. Áður hafði forstjóri Umhverfisstofnunarinnar lýst sömu hugmyndum. Í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina var Perry spurður að því hvort að hann tryði því að koltvísýringur væri „aðalstjórnrofi hitastigs á jörðinni og loftslagsins“. Því neitaði ráðherrann, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Nei, höfin og umhverfið sem við búum í eru líklega aðalstjórnrofarnir,“ sagði Perry sem hélt því einnig fram að umræðan ætti ekki að snúast um hvort loftslagsbreytingar ættu sér stað heldur hversu mikinn þátt menn ættu í þeim.Þvert á vísindalega þekkinguSjónarmið Perry eru samhljóða þeim sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), lýsti í viðtali í mars. Þau ganga hins vegar þvert gegn niðurstöðum vísindamanna EPA, bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) og loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Einhugur er á meðal vísindamanna um að hnattræn hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu öldina sé af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum eins og koltvísýringi, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Vísir/GettySkera niður Umhverfisstofnunina og græn verkefniSem orkumálaráðherra fer Perry með mál sem varða baráttuna gegn loftslagsbreytingum með beinum hætti. Ráðuneyti hans hefur þannig skorið niður verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku frá því að hann tók við embætti fyrr á þessu ári. Pruitt hefur sömuleiðis látið fjarlægja efni um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra af vefsíðu EPA. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því í dag að Umhverfisstofnunin ætli að losa sig við 1.200 starfsmenn í sumar. Það myndi fækka starfsmönnum stofnunarinnar um 8%. Trump tilkynnti um mánaðamótin að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Hann sækist einnig eftir 31% niðurskurði á framlögum til EPA, mesta niðurskurði nokkrar ríkisstofnunar. Hann hefur lýst loftslagsbreytingum sem „kínversku gabbi“.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Meirihluti Bandaríkjamanna er ekki sammála ákvörðun Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og margir tortryggja efnahagslegu ástæðurnar sem hann tiltók fyrir henni. 5. júní 2017 21:40 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Meirihluti Bandaríkjamanna er ekki sammála ákvörðun Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og margir tortryggja efnahagslegu ástæðurnar sem hann tiltók fyrir henni. 5. júní 2017 21:40
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37
Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11