Íslensku stelpurnar verða klæddar í fatnað frá Polo Ralph Lauren frá versluninni Mathilda í Kringlunni.
Á myndinni hér að neðan má sjá mynd af íslensku stelpunum í EM-fötunum.
Það verður ekki annað sagt en að íslensku fótboltalandsliðin séu vel til fara en strákarnir í karlalandsliðinu fengu sérsaumuð föt frá Herragarðinum fyrir EM í Frakklandi á síðasta ári.
Flautað verður til leiks á EM í Hollandi 16. júlí en fyrsti leikur Íslands er gegn Frakklandi tveimur dögum síðar.