Hin tvítuga Bella tilkynnti um samstarfið fyrir fylgjendur sína á Instagram í gær, en þar er hún með 13.6 milljón fylgjenda. Bella var valin fyrirsæta ársins árið 2016.
Systurnar eru í dag meðal vinsælustu fyrirsætum heims og virðast þær fylgjast að í verkefnum sínum. Saman hafa þær einmitt gengið tískupallana fyrir Victoria’s Secret og Max Mara.