Magna Steyr smíðar BMW 5 Plug In Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 20. júní 2017 09:41 BMW 530e Plug In Hybrid. Austurríska fyrirtækið Magna Steyr smíðar hinar ýmsu bílgerðir fyrir aðra bílaframleiðendur og er hvað þekktast fyrir smíði Mercedes Benz G-Wagen jeppann. Nýjasta bílgerðin sem bætist í smíði Magna Steyr verður BMW 5-línan í Plug In Hybrid útfærslu. Svo virðist sem Magna Steyr sé að færa sig meira í smíði bíla með rafmagnsdrifrásum, að hluta eða öllu leiti, en Magna Steyr smíðar til dæmis hinn nýja Jaguar I-Page rafmagnsjeppa og eru fyrstu eintökin af honum að rúlla af færibönfunum hjá Magna Steyr í Graz þessa dagana. Nýi BMW tengiltvinnbíllinn mun bera stafina BMW 530e Plug In Hybrid og hefst smíðin á honum strax núna í sumar. Magna Steyr hefur talsvert mikla framleiðslugetu og getur smíðað 200.000 bíla á ári. Magna Steyr er sem stendur að byggja nýja bílaverksmiðju í Slóveníu til að geta sinnt enn meiri framleiðslu fyrir aðra bílaframleiðendur og á verksmiðjan í Slóveníu að geta framleitt 100.000 bíla á ári. Auk þess er Magna Steyr með stóra bílaverksmiðju í Kanada. Magna Steyr hefur einnig verið þekkt fyrir að smíða blæjubíla fyrir marga aðra bílaframleiðendur, en auk þess hefur fyrirtækið smíðað Mercedes Benz 4Matic bíla, svo sem E-Class 4Matic, BMW X3, Aston Martin Rapide, Audi TT, Fiat Bravo og Peugeot RCZ. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent
Austurríska fyrirtækið Magna Steyr smíðar hinar ýmsu bílgerðir fyrir aðra bílaframleiðendur og er hvað þekktast fyrir smíði Mercedes Benz G-Wagen jeppann. Nýjasta bílgerðin sem bætist í smíði Magna Steyr verður BMW 5-línan í Plug In Hybrid útfærslu. Svo virðist sem Magna Steyr sé að færa sig meira í smíði bíla með rafmagnsdrifrásum, að hluta eða öllu leiti, en Magna Steyr smíðar til dæmis hinn nýja Jaguar I-Page rafmagnsjeppa og eru fyrstu eintökin af honum að rúlla af færibönfunum hjá Magna Steyr í Graz þessa dagana. Nýi BMW tengiltvinnbíllinn mun bera stafina BMW 530e Plug In Hybrid og hefst smíðin á honum strax núna í sumar. Magna Steyr hefur talsvert mikla framleiðslugetu og getur smíðað 200.000 bíla á ári. Magna Steyr er sem stendur að byggja nýja bílaverksmiðju í Slóveníu til að geta sinnt enn meiri framleiðslu fyrir aðra bílaframleiðendur og á verksmiðjan í Slóveníu að geta framleitt 100.000 bíla á ári. Auk þess er Magna Steyr með stóra bílaverksmiðju í Kanada. Magna Steyr hefur einnig verið þekkt fyrir að smíða blæjubíla fyrir marga aðra bílaframleiðendur, en auk þess hefur fyrirtækið smíðað Mercedes Benz 4Matic bíla, svo sem E-Class 4Matic, BMW X3, Aston Martin Rapide, Audi TT, Fiat Bravo og Peugeot RCZ.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent