Gætu átt von háum dagsektum vegna gjaldtökunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. júní 2017 19:05 Gjaldtakan við Hraunfossa var ekki heimiluð af Umhverfisstofnun, en um er að ræða friðlýst svæði. vísir/vilhelm Landeigendum við Hraunfossa í Hvítársíðu er ekki heimilt að innheimta gjald að bílastæðinu líkt og fyrirhugað er, að sögn Umhverfisstofnunar. Þeir gætu átt yfir höfði sér sektir upp á allt að 500 þúsund krónur á dag. Landeigendurnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir tilkynntu að frá og með morgundeginum yrði innheimt aðstöðugjald á bílastæðinu við Hraunfossa. Markmiðið sé að bæta aðstöðu við fossana.Stangast á við lög Ólafur Á. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir gjaldtökuna brjóta í bága við lög. Um sé að ræða friðlýst svæði og því megi ekki innheimta gjald nema að fengnu leyfi stofnunarinnar. „Það þarf að liggja fyrir umsjónarsamningur milli Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila þar sem meðal annars er fjallað um gjaldtöku. Það er líka ljóst það sem kemur fram í náttúruverndarlögum að fjármunirnir sem eru innheimtir eru nýttir til rekstrar og uppbyggingar á svæðinu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann ekkert samráð hafa verið haft við stofnunina. „Umhverfisstofnun fékk veður af því í síðustu viku að þeir hygðust hefja gjaldtöku um síðustu helgi. Við höfðum samband við þá og bentum þeim á að þetta kynni að stangast á við lög og þá virtist vera sem þeir hefðu látið af þeim fyrirætlunum. En núna virðast þeir ætla að halda sínu striki.“ Ólafur segir að formlegt bréf hafi verið sent landeigendum þar sem fram komi að Umhverfisstofnun hafi heimild til þess að beita dagsektum vegna málsins. Stofnunin muni nú fylgjast með framvindu mála og bregðast í kjölfarið við með viðeigandi hætti. Fréttastofa hefur ekki náð tali af landeigendum og því óljóst hvort af gjaldtökunni verði. Samkvæmt tilkynningu þeirra í gær verður gjald fyrir 50 manna rútu 6.000 krónur. Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Landeigendum við Hraunfossa í Hvítársíðu er ekki heimilt að innheimta gjald að bílastæðinu líkt og fyrirhugað er, að sögn Umhverfisstofnunar. Þeir gætu átt yfir höfði sér sektir upp á allt að 500 þúsund krónur á dag. Landeigendurnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir tilkynntu að frá og með morgundeginum yrði innheimt aðstöðugjald á bílastæðinu við Hraunfossa. Markmiðið sé að bæta aðstöðu við fossana.Stangast á við lög Ólafur Á. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir gjaldtökuna brjóta í bága við lög. Um sé að ræða friðlýst svæði og því megi ekki innheimta gjald nema að fengnu leyfi stofnunarinnar. „Það þarf að liggja fyrir umsjónarsamningur milli Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila þar sem meðal annars er fjallað um gjaldtöku. Það er líka ljóst það sem kemur fram í náttúruverndarlögum að fjármunirnir sem eru innheimtir eru nýttir til rekstrar og uppbyggingar á svæðinu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann ekkert samráð hafa verið haft við stofnunina. „Umhverfisstofnun fékk veður af því í síðustu viku að þeir hygðust hefja gjaldtöku um síðustu helgi. Við höfðum samband við þá og bentum þeim á að þetta kynni að stangast á við lög og þá virtist vera sem þeir hefðu látið af þeim fyrirætlunum. En núna virðast þeir ætla að halda sínu striki.“ Ólafur segir að formlegt bréf hafi verið sent landeigendum þar sem fram komi að Umhverfisstofnun hafi heimild til þess að beita dagsektum vegna málsins. Stofnunin muni nú fylgjast með framvindu mála og bregðast í kjölfarið við með viðeigandi hætti. Fréttastofa hefur ekki náð tali af landeigendum og því óljóst hvort af gjaldtökunni verði. Samkvæmt tilkynningu þeirra í gær verður gjald fyrir 50 manna rútu 6.000 krónur.
Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00