Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. júní 2017 05:00 Sonur Guðrúnar er hættur í skólanum. vísir/vilhelm „Ég upplifi að þessi atvik hafi verið þögguð niður og það hafi verið gert lítið úr þeim – nema kannski núna, þegar málið ratar í fjölmiðla. Það setur pressu á skólann,“ segir Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir barns í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að skólastjóra og starfsmanni skólans hefði verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að hafa beitt fjögur börn í skólanum ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hafi málið til skoðunar. Samkvæmt heimildum er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barn ofbeldi, en hlutur starfsmannsins er heldur stærri. Sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Að sögn Guðrúnar Lilju hefur sonur hennar orðið fyrir einhvers konar ofbeldi af hálfu þriggja starfsmanna skólans, tveggja fyrrverandi starfsmanna og starfsmanns sem nú hefur verið vikið tímabundið frá störfum. Drengurinn hefur stundað nám við skólann í þrjú ár. Guðrún Lilja lýsir í samtali við blaðið hvernig sonur hennar var rifinn upp á hálsmálinu þannig að hann rak öxlina í kennsluborð, hvernig hann var rifinn upp á hendinni þannig að hann marðist og hvernig hann var klipinn í framan. „Í eitt sinn var hann rifinn upp á handleggnum af kennara, þar sem börnin voru í jógatíma að fíflast. Við vissum ekki af þessu fyrr en að við settum barnið í bað og sáum að hann var marinn og aumur. Það stórsá á honum. Þegar við ræddum það varð hann skömmustulegur og tók alla ábyrgðina. Sagðist hafa látið eins og kjáni og að þetta væri allt honum sjálfum að kenna.“ Þá hafi Guðrún og eiginkona hennar fyrst leitað til skólastjóra, annars en þess sem nú hefur verið vikið frá störfum, vegna ofbeldis í garð sonar hennar. Lítið hafi verið gert úr atvikinu. Guðrún Lilja gagnrýnir að skólinn hafi enga ábyrgð tekið á atvikinu og ekki boðið barninu viðeigandi aðstoð. Annar starfsmaður skólans, sem vinnur þar ekki lengur, hafi líka verið harkalegur í framkomu við son Guðrúnar. „Hann tók utan um andlit hans, með vísifingri og þumli, og kleip hann. Barnið mitt var óstjórnlega hrætt við þann starfsmann. Honum leið illa í skólanum og harðneitaði að fara, sem er ekki vaninn, því honum finnst gaman í skólanum og að hitta vini sína. Ég er að gera mér grein fyrir því að kvíðinn sem hann var að upplifa voru afleiðingar af ofbeldinu. Þegar þetta mál kom upp leituðum við til skólastjóra, þess sem nú hefur verið vikið frá störfum, sögðum að eitthvað yrði að breytast. Sá starfsmaður var síðar látinn fara, en það var nokkru eftir að við kvörtuðum.“Sonurinn hætti að mæta í skólann „Ég er búin að vera að átta mig á því hvað er búið að vera í gangi. Barnið mitt, sem er bæði eðlilegt og heilbrigt, var rosalega óhamingjusamt og harðneitaði að fara í skólann á tímabili. Strákur sem hefur yfirleitt verið lífsglaður og hamingjusamur. Við skildum ekki af hverju vanlíðanin stafaði, en núna finnst mér fáránlegt að hafa ekki brugðist við og tilkynnt um málið fyrr,“ segir Guðrún Lilja. „Við vissum ekki af því atviki fyrr en önnur móðir barns í skólanum, sem einnig hefur tilkynnt til Barnaverndar, hringdi í okkur því að hennar barn hafði lent í ofbeldi af hálfu sama starfsmanns. Sú sagði okkur frá öllu saman. Þegar ég ræddi þetta við son minn gerði hann lítið úr þessu, lýsti því að hafa horft upp á miklu alvarlegri atvik sem önnur börn hefðu orðið fyrir,“ segir Guðrún, en hún og eiginkona hennar hafa nú tekið þrjú börn sín úr skólum og leikskólum á vegum Hjallastefnunnar. Samkvæmt heimildum er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barn ofbeldi, en hlutur starfsmannsins er stærri. Hann á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið hefði strax frá upphafi verið litið alvarlegum augum. Skólinn hefði fengið óháðan aðila, sálfræðing, til að kanna málið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Ég upplifi að þessi atvik hafi verið þögguð niður og það hafi verið gert lítið úr þeim – nema kannski núna, þegar málið ratar í fjölmiðla. Það setur pressu á skólann,“ segir Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir barns í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að skólastjóra og starfsmanni skólans hefði verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að hafa beitt fjögur börn í skólanum ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hafi málið til skoðunar. Samkvæmt heimildum er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barn ofbeldi, en hlutur starfsmannsins er heldur stærri. Sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Að sögn Guðrúnar Lilju hefur sonur hennar orðið fyrir einhvers konar ofbeldi af hálfu þriggja starfsmanna skólans, tveggja fyrrverandi starfsmanna og starfsmanns sem nú hefur verið vikið tímabundið frá störfum. Drengurinn hefur stundað nám við skólann í þrjú ár. Guðrún Lilja lýsir í samtali við blaðið hvernig sonur hennar var rifinn upp á hálsmálinu þannig að hann rak öxlina í kennsluborð, hvernig hann var rifinn upp á hendinni þannig að hann marðist og hvernig hann var klipinn í framan. „Í eitt sinn var hann rifinn upp á handleggnum af kennara, þar sem börnin voru í jógatíma að fíflast. Við vissum ekki af þessu fyrr en að við settum barnið í bað og sáum að hann var marinn og aumur. Það stórsá á honum. Þegar við ræddum það varð hann skömmustulegur og tók alla ábyrgðina. Sagðist hafa látið eins og kjáni og að þetta væri allt honum sjálfum að kenna.“ Þá hafi Guðrún og eiginkona hennar fyrst leitað til skólastjóra, annars en þess sem nú hefur verið vikið frá störfum, vegna ofbeldis í garð sonar hennar. Lítið hafi verið gert úr atvikinu. Guðrún Lilja gagnrýnir að skólinn hafi enga ábyrgð tekið á atvikinu og ekki boðið barninu viðeigandi aðstoð. Annar starfsmaður skólans, sem vinnur þar ekki lengur, hafi líka verið harkalegur í framkomu við son Guðrúnar. „Hann tók utan um andlit hans, með vísifingri og þumli, og kleip hann. Barnið mitt var óstjórnlega hrætt við þann starfsmann. Honum leið illa í skólanum og harðneitaði að fara, sem er ekki vaninn, því honum finnst gaman í skólanum og að hitta vini sína. Ég er að gera mér grein fyrir því að kvíðinn sem hann var að upplifa voru afleiðingar af ofbeldinu. Þegar þetta mál kom upp leituðum við til skólastjóra, þess sem nú hefur verið vikið frá störfum, sögðum að eitthvað yrði að breytast. Sá starfsmaður var síðar látinn fara, en það var nokkru eftir að við kvörtuðum.“Sonurinn hætti að mæta í skólann „Ég er búin að vera að átta mig á því hvað er búið að vera í gangi. Barnið mitt, sem er bæði eðlilegt og heilbrigt, var rosalega óhamingjusamt og harðneitaði að fara í skólann á tímabili. Strákur sem hefur yfirleitt verið lífsglaður og hamingjusamur. Við skildum ekki af hverju vanlíðanin stafaði, en núna finnst mér fáránlegt að hafa ekki brugðist við og tilkynnt um málið fyrr,“ segir Guðrún Lilja. „Við vissum ekki af því atviki fyrr en önnur móðir barns í skólanum, sem einnig hefur tilkynnt til Barnaverndar, hringdi í okkur því að hennar barn hafði lent í ofbeldi af hálfu sama starfsmanns. Sú sagði okkur frá öllu saman. Þegar ég ræddi þetta við son minn gerði hann lítið úr þessu, lýsti því að hafa horft upp á miklu alvarlegri atvik sem önnur börn hefðu orðið fyrir,“ segir Guðrún, en hún og eiginkona hennar hafa nú tekið þrjú börn sín úr skólum og leikskólum á vegum Hjallastefnunnar. Samkvæmt heimildum er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barn ofbeldi, en hlutur starfsmannsins er stærri. Hann á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið hefði strax frá upphafi verið litið alvarlegum augum. Skólinn hefði fengið óháðan aðila, sálfræðing, til að kanna málið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent