Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 19:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti sneri aftur til Bandaríkjanna í morgun. Vísir/afp Öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi og fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar gagnrýna framgöngu Donald Trump forseta á fundi með Vladimir Putin í Hamborg harðlega. Trump sagði á tísti sínu í dag að hann og Putin hafi rætt að koma á öflugri sameiginlegri netöryggissveit. Donald Trump hélt áfram að brjóta hefðir fyrri forseta Bandaríkjanna með því að ræða ekki við fréttamenn að loknum tveggja daga leiðtogafundi helstu iðnríkja heims í Hamborg í Þýskalandi, eins og fyrri forsetar hafa alltaf gert að loknum slíkum fundi. Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn þar. Í mynbandinu að neðan sést hann stíga út úr forsetaflugvélinni Airforce One í morgun í Washington. Hann reyndi þar án árangurs að aðstoða heiðursvörð við þyrluna Marine One eftir að húfa hans hafði fokið af honum. Forsetinn byrjaði hins vegar nánast um leið og heim var komið að tísta og stæra sig af góðum árangri á leiðtogafundinum í Hamborg þar sem hann átti tveggja og hálfstíma fund með Vladimir Putin Rússlandsforseta. „Putin og ég ræddum að setja saman netöryggissveit sem ekki verður hægt að brjótast inn í. Þannig að þessi hökkun á kosningum og margir aðrir neikvæðir hlutir verða undir eftirliti," var meðal tísta forsetans í dag.Putin & I discussed forming an impenetrable Cyber Security unit so that election hacking, & many other negative things, will be guarded..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2017 Þessi orð Trump vekja hins vegar litla lukku hjá öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham sem er áhrifamikill innan Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt en hún er býsna nálægt því. Trump forseti hélt mjög góða ræðu í Póllandi (á fimmtudag) en hann átti það sem ég tel vera hörmulegan fund með Putin forseta. Eftir tveggja tíma og fimmtán mínútna fund eru Tillerson og Trump tilbúnir að fyrirgefa og gleyma tölvuárásunum í bandarísku kosningunum 2016,“ sagði Graham. Forsetinn væri með hæft lið í þjóðaröryggisráði sínu og væri að gera góða hluti varðandi Afganistan, Norður Kóreu og ISIS. „En þegar kemur að Rússlandi er hann með blindan blett. Með því að fyrirgefa og gleyma tölvuárásum Putins er hann að efla Putin. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera,“ sagði Graham. Þá er John Brennan sem var forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA frá árinu 2013 þar til Trump tók við forsetaembættinu í janúar heldur ekki sáttur við frammistöðu forsetans. Trump hafi hunsað allar ráðleggingar bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. „Í Varsjá, tveim dögum fyrir G20-fundinn, hélt hann áfram að efast um það mat njósna- og eftirlitsstofnana að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Hann efaðist líka um heilindi og getu bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. Þess vegna efast ég stórlega um að Pútín hafi heyrt það frá Trump sem hann þurfti að heyra um árásina á lýðræðisstofnanir okkar í kosningunum,“ segir John Brennan. Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi og fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar gagnrýna framgöngu Donald Trump forseta á fundi með Vladimir Putin í Hamborg harðlega. Trump sagði á tísti sínu í dag að hann og Putin hafi rætt að koma á öflugri sameiginlegri netöryggissveit. Donald Trump hélt áfram að brjóta hefðir fyrri forseta Bandaríkjanna með því að ræða ekki við fréttamenn að loknum tveggja daga leiðtogafundi helstu iðnríkja heims í Hamborg í Þýskalandi, eins og fyrri forsetar hafa alltaf gert að loknum slíkum fundi. Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn þar. Í mynbandinu að neðan sést hann stíga út úr forsetaflugvélinni Airforce One í morgun í Washington. Hann reyndi þar án árangurs að aðstoða heiðursvörð við þyrluna Marine One eftir að húfa hans hafði fokið af honum. Forsetinn byrjaði hins vegar nánast um leið og heim var komið að tísta og stæra sig af góðum árangri á leiðtogafundinum í Hamborg þar sem hann átti tveggja og hálfstíma fund með Vladimir Putin Rússlandsforseta. „Putin og ég ræddum að setja saman netöryggissveit sem ekki verður hægt að brjótast inn í. Þannig að þessi hökkun á kosningum og margir aðrir neikvæðir hlutir verða undir eftirliti," var meðal tísta forsetans í dag.Putin & I discussed forming an impenetrable Cyber Security unit so that election hacking, & many other negative things, will be guarded..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2017 Þessi orð Trump vekja hins vegar litla lukku hjá öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham sem er áhrifamikill innan Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt en hún er býsna nálægt því. Trump forseti hélt mjög góða ræðu í Póllandi (á fimmtudag) en hann átti það sem ég tel vera hörmulegan fund með Putin forseta. Eftir tveggja tíma og fimmtán mínútna fund eru Tillerson og Trump tilbúnir að fyrirgefa og gleyma tölvuárásunum í bandarísku kosningunum 2016,“ sagði Graham. Forsetinn væri með hæft lið í þjóðaröryggisráði sínu og væri að gera góða hluti varðandi Afganistan, Norður Kóreu og ISIS. „En þegar kemur að Rússlandi er hann með blindan blett. Með því að fyrirgefa og gleyma tölvuárásum Putins er hann að efla Putin. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera,“ sagði Graham. Þá er John Brennan sem var forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA frá árinu 2013 þar til Trump tók við forsetaembættinu í janúar heldur ekki sáttur við frammistöðu forsetans. Trump hafi hunsað allar ráðleggingar bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. „Í Varsjá, tveim dögum fyrir G20-fundinn, hélt hann áfram að efast um það mat njósna- og eftirlitsstofnana að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Hann efaðist líka um heilindi og getu bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. Þess vegna efast ég stórlega um að Pútín hafi heyrt það frá Trump sem hann þurfti að heyra um árásina á lýðræðisstofnanir okkar í kosningunum,“ segir John Brennan.
Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila