Erlent

Óvægin ummæli ástralsks fréttamanns um Trump vekja athygli

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Donald Trump á leiðtogafundi G20 ríkjanna um helgina.
Donald Trump á leiðtogafundi G20 ríkjanna um helgina. Vísir/Getty
Hispurslaus gagnrýni ástralska fréttamannsins Chris Uhlmann um framkomu bandaríska forsetans Donald Trump á leiðtogafundi G20 ríkjanna um helgina, hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla í dag og í gær. Myndband þar sem heyra má ummæli fréttamannsins má sjá hér að neðan. 

Ummælin lét Uhlmann falla á áströlsku sjónvarpsstöðinni ABC en hann sagði meðal annars að bandaríski forsetinn hefði verið „einangraður og vinalaus“ á G20 fundinum og að utanríkisstefna hans hefði „flýtt fyrir hnignun Bandaríkjanna sem heimsveldis.“

Forsetinn hafi ekki sýnt „neina tilburði eða áhuga á að leiða heiminn“ og sé sjálfur „stærsta ógnin við vestræn gildi.“ Augljóst sé að aðrir leiðtogar vilji frekar vinna í kringum Trump heldur en með honum.

Ummælin hafa hlotið mikla athygli og hefur þeim verið deilt þúsundum sinnum á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×