Innlent

Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ekki er vitað hvort þessir ferðamenn sem Vísir rakst á við Kerið á dögunum séu marktækt óánægðari en þeir voru fyrir ári.
Ekki er vitað hvort þessir ferðamenn sem Vísir rakst á við Kerið á dögunum séu marktækt óánægðari en þeir voru fyrir ári. Vísir/Eyþór
Ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, var marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016.

Hann mælist nú 82,7 stig af 100 mögulegum en var 86,4 stig fyrir ári síðan.

Er það mat Gallup að skýringarinnar sé ekki síst að finna í styrkingu krónunnar. Einn af undirþáttum ferðamannapúlsins snýr að því hvort Íslandsferðin hafi verið peninganna virði. Sá þáttur hefur lækkað um tæp 7 stig síðastliðna 12 mánuði.

Heildaránægja með Íslandsferð er hins vegar áfram góð og fólk er líklegt til þess mæla með landinu sem áfangastað að sögn Gallup. Þá bera ferðamenn gestrisni Íslendinga enn vel söguna.

Ferðamannapúlsinn var hæstur meðal Pólverja í maí eða 88 stig. Þar á eftir koma Finnar með 86,5 stig og þá Þjóðverjar, Kínverjar og Norðmenn. Hann var hins vegar lægstur meðal ferðamanna frá Frakklandi og Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×