Erlent

Trump sagði Mexíkó borga fyrir vegginn fyrir framan forseta Mexíkó

Kjartan Kjartansson skrifar
Trump og Peña Nieto tókust í hendur fyrir ljósmyndara á G-20-fundinum.
Trump og Peña Nieto tókust í hendur fyrir ljósmyndara á G-20-fundinum. Vísir/EPA
Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, sat hljóður hjá þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði blaðamönnum á G-20-fundinum að Mexikóar myndu borga fyrir landamæravegginn sem hann heldur enn fast við að muni rísa.

Forsetarnir tveir funduðu á hliðarlínu G-20-fundarins í Hamborg í dag. Þetta var fyrsti fundur þeirra frá því að Trump tók við embætti í janúar. Fyrirhuguðum fundi þeirra í sama mánuði var frestað eftir að Trump tísti að ef landamæramúrinn væri ekki á dagskrá fundarins gæti Peña Nieto allt eins sleppt því að koma til Washington-borgar.

Fyrr á þessu ári tilkynnti ríkisstjórn Mexíkó að forsetanir tveir hefðu sammælst um að ræða ekki opinberlega um landamæramúrinn.

Blaðamenn spurðu Trump eftir fund þeirra í dag hvort að hann hygðist enn láta Mexíkóa borga fyrir veginn. „Algerlega,“ svarði Trump með Peña Nieto við hlið sér. Mexíkóski forsetinn brást ekki við ummælunum.

Segir forsetann ekki hafa heyrt svar Trump

The Guardian segir að margir landar Peña Nieto séu argir honum fyrir að neita að standa uppi í hárinu á Trump vegna veggjarins, bæði nú og fram að þessu. Þeir telja að með þögninni sé hann að reyna að forðast deilur áður en samningaviðræður við Bandaríkin og Kanada um framhald NAFTA-fríverslunarsamningsins hefjast í ágúst. Trump hefur hótað að rifta samningnum.

Peña Nieto tísti um að fundur þeirra Trump hefði verið árangursríkur og Luis Videgaray, utanríkisráðherra Mexíkó, bar í útvarpsviðtali að hvorki hann né forsetinn hefðu heyrt svar Trump um múrinn.


Tengdar fréttir

Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum

Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag.

Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar

Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta.

Þrýsta á Trump að skipta um skoðun

„Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×