Úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 15:25 Ástráður og Jóhannes eru ósáttir við ákvörðun dómsmálaráðherra um að virða niðurstöður hæfisnefndar að vettugi. samsett/garðar kjartansson Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson munu kæra frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar. Þetta staðfestir lögmaður þeirra, Jóhannes Karl Sveinsson, í samtali við fréttastofu. Ástráður og Jóhannes stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að leggja ekki til að þeir yrðu skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt, og fóru fram á að sú ákvörðun yrði ógilt. Þá fór fóru þeir fram á viðurkenningu skaðabóta en þeirri kröfu var sömuleiðis hafnað. Þeir voru báðir á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við nýjan rétt.Getur brugðið til beggja vona Jóhannes Karl segir að látið verði reyna á þessar kröfur fyrir Hæstarétti, og bindur vonir við að endanleg niðurstaða liggi fyrir fljótlega. „Það getur brugðið til beggja vona með svona kröfur. Það er snúið að koma svona kröfum fram,“ segir Jóhannes, aðspurður hvort niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Kröfur Ástráðs og Jóhannesar Rúnars voru í fjórum liðum. Þeir fóru sem fyrr segir fram á ógildingu ákvörðunar dómsmálaráðherra og skaðabætur, sem og eina milljón hvor í miskabætur og að málskostnaður verði greiddur af ríkinu. Síðastnefndu tvær kröfur bíða efnislegrar meðferðar. Ógildingarkröfunni var vísað frá þar sem dómurinn taldi ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu ef fallist yrði á hana. Þá sé sú dómskrafa svo andstæð meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur.Erfið krafa Skaðabótakröfunni var vísað frá meðal annars á grundvelli þess að Kjararáð hefur ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt, og taldi dómurinn kröfuna vanreifaða. Jóhannes Karl segir að vissulega sé erfitt að leggja fram kröfu þegar upplýsingar um starfskjör liggja ekki fyrir. „Það er spurning hvenær það verða gögn til þess að gera kröfuna endanlega. Eins og kemur fram í úrskurðinum þá er ekki enn komin niðurstaða um hvað landsréttardómarar eiga að hafa í laun. Það er þess vegna erfitt að gera grein fyrir kröfu sem er mismunur á einhverjum tekjum,“ útskýrir Jóhannes Karl. Hann segir jafnframt að reyna muni á lögmæti ákvörðunar dómsmálaráðherra þegar miskabótakrafan verður tekin fyrir dómi. Þá fáist úrlausn um það hvort ákvörðunin hafi verið réttmæt eða ekki. Tengdar fréttir Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson munu kæra frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar. Þetta staðfestir lögmaður þeirra, Jóhannes Karl Sveinsson, í samtali við fréttastofu. Ástráður og Jóhannes stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að leggja ekki til að þeir yrðu skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt, og fóru fram á að sú ákvörðun yrði ógilt. Þá fór fóru þeir fram á viðurkenningu skaðabóta en þeirri kröfu var sömuleiðis hafnað. Þeir voru báðir á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við nýjan rétt.Getur brugðið til beggja vona Jóhannes Karl segir að látið verði reyna á þessar kröfur fyrir Hæstarétti, og bindur vonir við að endanleg niðurstaða liggi fyrir fljótlega. „Það getur brugðið til beggja vona með svona kröfur. Það er snúið að koma svona kröfum fram,“ segir Jóhannes, aðspurður hvort niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Kröfur Ástráðs og Jóhannesar Rúnars voru í fjórum liðum. Þeir fóru sem fyrr segir fram á ógildingu ákvörðunar dómsmálaráðherra og skaðabætur, sem og eina milljón hvor í miskabætur og að málskostnaður verði greiddur af ríkinu. Síðastnefndu tvær kröfur bíða efnislegrar meðferðar. Ógildingarkröfunni var vísað frá þar sem dómurinn taldi ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu ef fallist yrði á hana. Þá sé sú dómskrafa svo andstæð meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur.Erfið krafa Skaðabótakröfunni var vísað frá meðal annars á grundvelli þess að Kjararáð hefur ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt, og taldi dómurinn kröfuna vanreifaða. Jóhannes Karl segir að vissulega sé erfitt að leggja fram kröfu þegar upplýsingar um starfskjör liggja ekki fyrir. „Það er spurning hvenær það verða gögn til þess að gera kröfuna endanlega. Eins og kemur fram í úrskurðinum þá er ekki enn komin niðurstaða um hvað landsréttardómarar eiga að hafa í laun. Það er þess vegna erfitt að gera grein fyrir kröfu sem er mismunur á einhverjum tekjum,“ útskýrir Jóhannes Karl. Hann segir jafnframt að reyna muni á lögmæti ákvörðunar dómsmálaráðherra þegar miskabótakrafan verður tekin fyrir dómi. Þá fáist úrlausn um það hvort ákvörðunin hafi verið réttmæt eða ekki.
Tengdar fréttir Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22