Listin að vera plebbi Logi Bergmann skrifar 8. júlí 2017 07:00 Fyrir mörgum árum var dálkur í Mogganum sem hét Bókin á náttborðinu. Þar var fólk spurt hvað það væri nú helst að lesa. Svarið var yfirleitt eitthvað í líkingu við þetta: „Ég er að lesa Gerplu. Aftur. Alltaf gaman að renna yfir Laxness fyrir svefninn. Svo hef ég verið að lesa ljóð eftir blablabla. Á frummálinu. Mér finnst ljóð hans alltaf svo sterk og eiga mikið erindi við þjóðfélagið. Svo reyni ég að fylgjast með í fræðasamfélaginu og er oft með fræðirit við höndina.“ Það var alveg sama við hvaða pappakassa var talað. Menn voru alltaf að lista yfir sig í rúminu og menningin lak af þeim öllum. Mögulega var einhver að segja satt. Ég dreg það samt í efa. Það væri bara of fáránleg tilviljun ef enginn úr þessum risastóra hópi hefði verið að lesa eitthvað fullkomlega ómenningarlegt. Eins og glæpasögu eða bara tímarit.Heiðarlega svarið Ég hefði verið svo til í að einhver hefði svarað svona: „Tjah. Það er nú engin bók. Ekki mikið fyrir að lesa bækur. En hér er gamalt Playboy. Oft fín viðtöl í því. Jú, og svo kíki ég í Ísfólkið annað slagið.“ Það gerðist náttúrlega aldrei. En svo rann upp fyrir mér hvernig stóð á því. Þá var ég svona rétt að verða þekktur og eitthvert Líf bað mig að svara spurningum um nokkra uppáhaldshluti. Mér fannst það stórmál og man að ég vildi standa mig. Sýna að ég væri nú enginn vitleysingur. Ég held að ég hafi verið heilan dag að berja saman svar. Maður minn. Ég fæ enn aulahroll þegar ég hugsa um svörin. Í stað þess að leyfa mér bara að vera plebbinn sem ég er, þá virðist ég hafa vandað mig alveg sérstaklega við að slá Íslandsmetið í tilgerð. Ég var 25 ára íþróttafréttamaður sem ákvað að breyta sér í miðaldra sérfræðing í klassískri tónlist. Ég held að ég hafi í raun og veru þurft að fletta upp sumum svörunum hjá mér. Og ég man hvað ég hataði mig eftir þetta.Hverjum er ekki sama? Svo gerist eitthvað. Með aldrinum hættir að skipta máli hvað fólki finnst um mig og menningarlegt ástand mitt. Það rennur upp fyrir manni að svo lengi sem maður er sjálfur sáttur við hvernig maður hagar lífi sínu breytir álit annarra litlu. Lífið er nefnilega of stutt til að eyða því í að ganga í augun á ókunnugu fólki. Og svo ég svari nú spurningunni. Á náttborðinu hjá mér eru nokkrar fjarstýringar, Kindle með nýjustu Reacher-bókinni, golfbók og ævisaga fótboltamanns. Ef það er ekki nógu fínt fyrir einhvern, verður bara að hafa það. Og ef þetta hljómaði ekki nógu plebbalega, er rétt að taka það fram að ég skrifaði þennan pistil sitjandi í Lazyboy-stól að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Bergmann Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun
Fyrir mörgum árum var dálkur í Mogganum sem hét Bókin á náttborðinu. Þar var fólk spurt hvað það væri nú helst að lesa. Svarið var yfirleitt eitthvað í líkingu við þetta: „Ég er að lesa Gerplu. Aftur. Alltaf gaman að renna yfir Laxness fyrir svefninn. Svo hef ég verið að lesa ljóð eftir blablabla. Á frummálinu. Mér finnst ljóð hans alltaf svo sterk og eiga mikið erindi við þjóðfélagið. Svo reyni ég að fylgjast með í fræðasamfélaginu og er oft með fræðirit við höndina.“ Það var alveg sama við hvaða pappakassa var talað. Menn voru alltaf að lista yfir sig í rúminu og menningin lak af þeim öllum. Mögulega var einhver að segja satt. Ég dreg það samt í efa. Það væri bara of fáránleg tilviljun ef enginn úr þessum risastóra hópi hefði verið að lesa eitthvað fullkomlega ómenningarlegt. Eins og glæpasögu eða bara tímarit.Heiðarlega svarið Ég hefði verið svo til í að einhver hefði svarað svona: „Tjah. Það er nú engin bók. Ekki mikið fyrir að lesa bækur. En hér er gamalt Playboy. Oft fín viðtöl í því. Jú, og svo kíki ég í Ísfólkið annað slagið.“ Það gerðist náttúrlega aldrei. En svo rann upp fyrir mér hvernig stóð á því. Þá var ég svona rétt að verða þekktur og eitthvert Líf bað mig að svara spurningum um nokkra uppáhaldshluti. Mér fannst það stórmál og man að ég vildi standa mig. Sýna að ég væri nú enginn vitleysingur. Ég held að ég hafi verið heilan dag að berja saman svar. Maður minn. Ég fæ enn aulahroll þegar ég hugsa um svörin. Í stað þess að leyfa mér bara að vera plebbinn sem ég er, þá virðist ég hafa vandað mig alveg sérstaklega við að slá Íslandsmetið í tilgerð. Ég var 25 ára íþróttafréttamaður sem ákvað að breyta sér í miðaldra sérfræðing í klassískri tónlist. Ég held að ég hafi í raun og veru þurft að fletta upp sumum svörunum hjá mér. Og ég man hvað ég hataði mig eftir þetta.Hverjum er ekki sama? Svo gerist eitthvað. Með aldrinum hættir að skipta máli hvað fólki finnst um mig og menningarlegt ástand mitt. Það rennur upp fyrir manni að svo lengi sem maður er sjálfur sáttur við hvernig maður hagar lífi sínu breytir álit annarra litlu. Lífið er nefnilega of stutt til að eyða því í að ganga í augun á ókunnugu fólki. Og svo ég svari nú spurningunni. Á náttborðinu hjá mér eru nokkrar fjarstýringar, Kindle með nýjustu Reacher-bókinni, golfbók og ævisaga fótboltamanns. Ef það er ekki nógu fínt fyrir einhvern, verður bara að hafa það. Og ef þetta hljómaði ekki nógu plebbalega, er rétt að taka það fram að ég skrifaði þennan pistil sitjandi í Lazyboy-stól að horfa á fótbolta í sjónvarpinu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun