Hjóla 1300 km til styrktar krabbameinssjúkum börnum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júlí 2017 14:00 Liðin eru búin að vera undirbúa sig í allan vetur. Myndin er tekin úr síðustu æfingaferð hópsins þar sem hjólaðir voru 200 km. Team Rynkeby Ísland Þrjátíu og tveir Íslendingar ætla sér að hjóla 1300 km næstu átta daga til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Hjólað verður frá Kaupmannahöfn til Parísar. Þetta er liður í Team Rynkeby góðgerðastarfinu sem hefst á morgun. Hægt er að leggja málefninu lið inn á vefsíðu Team Rynkeby. „Við vorum að koma til Kaupmannahöfn í morgun og erum að fara að setja hjólin saman,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, ein af meðlimum stýrihóps íslenska hópsins, þegar blaðamaður náði tali af henni. Guðbjörg segir að allskonar fólk taki þátt í verkefninu. Þetta sé því nánast þverskurður af þjóðfélaginu. Alls sóttu um 70 manns um að fá að taka þátt í ár og af þeim voru 32 valdir. „Við erum búin að vera á fullu. Við seljum auglýsingalógó á fatnaði. Það erum við búin að vera að gera í vetur. Hjólafötin okkar eru með íslenskum lógóum á. Við erum búin að halda golfmót og við erum búin að vera með bíósýningu. Allt fé sem við söfnun rennur til SKB á Íslandi,“ segir Guðbjörg. Haldið verður af stað frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í fyrramálið og hjólað verður að spítala á svæðinu og þar verður krabbameinsdeildin heimsókt. Eftir það munu liðin hefja hjólaferð sína en búist er við að farið verði 150 til 200 km á dag. Guðbjörg og maðurinn hennar, Viðar Einarsson, fengu þessa hugmynd árið 2014 þegar þau sáu lið í verkefninu leggja af stað í túrinn í Kaupmannahöfn. Þá byrjaði boltinn að rúlla og þau komust fljótlega að því að íslenskt lið hefði aldrei tekið þátt. Guðbjörg fór síðan ásamt manni sínum og vinahjónum og prófuðu að hjóla með dönskum hóp í fyrra til að vita hvernig verkefnið gekk fyrir sig. Íslenska liðið er búið að þjálfa stíft í allan vetur til að undirbúa sig undir þrekvirkið. Team Rynkeby er samnorrænt verkefni sem hefur verið haldið ár hvert síðan árið 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur hópur tekur þátt í verkefninu. Hjólreiðarmennirnir eru þó ekki þeir einu sem koma að verkefninu heldur er einnig aðstoðarteymi með í för. Guðbjörg nefnir að það kosti 18 þúsund danskar krónur að fá að taka þátt í verkefninu. Inn í því er fatnaður og hjól ásamt hótelgistingu. Þátttakendur greiða fyrir þátttökuna sjálfir. Alls taka 44 lið þátt í ár eða um 1.700 manns. Þar af eru 400 aðstoðarmenn. Íþróttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þrjátíu og tveir Íslendingar ætla sér að hjóla 1300 km næstu átta daga til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Hjólað verður frá Kaupmannahöfn til Parísar. Þetta er liður í Team Rynkeby góðgerðastarfinu sem hefst á morgun. Hægt er að leggja málefninu lið inn á vefsíðu Team Rynkeby. „Við vorum að koma til Kaupmannahöfn í morgun og erum að fara að setja hjólin saman,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, ein af meðlimum stýrihóps íslenska hópsins, þegar blaðamaður náði tali af henni. Guðbjörg segir að allskonar fólk taki þátt í verkefninu. Þetta sé því nánast þverskurður af þjóðfélaginu. Alls sóttu um 70 manns um að fá að taka þátt í ár og af þeim voru 32 valdir. „Við erum búin að vera á fullu. Við seljum auglýsingalógó á fatnaði. Það erum við búin að vera að gera í vetur. Hjólafötin okkar eru með íslenskum lógóum á. Við erum búin að halda golfmót og við erum búin að vera með bíósýningu. Allt fé sem við söfnun rennur til SKB á Íslandi,“ segir Guðbjörg. Haldið verður af stað frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í fyrramálið og hjólað verður að spítala á svæðinu og þar verður krabbameinsdeildin heimsókt. Eftir það munu liðin hefja hjólaferð sína en búist er við að farið verði 150 til 200 km á dag. Guðbjörg og maðurinn hennar, Viðar Einarsson, fengu þessa hugmynd árið 2014 þegar þau sáu lið í verkefninu leggja af stað í túrinn í Kaupmannahöfn. Þá byrjaði boltinn að rúlla og þau komust fljótlega að því að íslenskt lið hefði aldrei tekið þátt. Guðbjörg fór síðan ásamt manni sínum og vinahjónum og prófuðu að hjóla með dönskum hóp í fyrra til að vita hvernig verkefnið gekk fyrir sig. Íslenska liðið er búið að þjálfa stíft í allan vetur til að undirbúa sig undir þrekvirkið. Team Rynkeby er samnorrænt verkefni sem hefur verið haldið ár hvert síðan árið 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur hópur tekur þátt í verkefninu. Hjólreiðarmennirnir eru þó ekki þeir einu sem koma að verkefninu heldur er einnig aðstoðarteymi með í för. Guðbjörg nefnir að það kosti 18 þúsund danskar krónur að fá að taka þátt í verkefninu. Inn í því er fatnaður og hjól ásamt hótelgistingu. Þátttakendur greiða fyrir þátttökuna sjálfir. Alls taka 44 lið þátt í ár eða um 1.700 manns. Þar af eru 400 aðstoðarmenn.
Íþróttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira