Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 20:00 Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Obama fyrrverandi forseti hafi vitað af málinu en ekki aðhafst þar sem hann hafi talið að Hillary Clinton myndi vinna kosningarnar. Donald Trump forseta Bandaríkjanna var vel fagnað þegar hann kom til Varsjár höfuðborgar Póllands í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum mið-evrópuríkja, ríkja á Balkanskaga og eystrasaltsríkjanna. Forsetinn lagði m.a. blómsveig að minnismerki um uppreisnina í Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni ásamt Andrzej Duda forseta Póllands. Betur virðist fara á með Trump og Melania eiginkonu hans nú en í fyrri Evrópuferð forsetans þar sem hún sást ítrekað ýta hönd hans frá sér þegar hann reyndi að leiða hana, en nú kynnti hún forsetann til leiks frami fyrir mannfjölda á Kras-inskich torgi í Varsjá og fékk koss að launum. Forsetinn sagði Bandaríkjamenn elska Pólland og pólsku þjóðina. „Sem nú eru meðal trúföstustu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Pólland hefur endurheimt stöðu sína sem eina af leiðandi þjóðum Evrópu, sterk þjóð, heilsteypt og frjáls,“ sagði Trump við mikinn fögnuð þúsunda manna á torginu. Síðan beindi Trump orðum sínum að Rússum. Hann sagði meginlandi Evrópu ekki lengur stafa hætta af kommúnismanum en ógnirnar væru engu að síður margar. „Við skorum á Rússa að láta af aðgerðum sínum í Úkraínu og annars staðar sem auka á óstöðugleika. Að þeir hætti stuðningi við fjandsamlegar ríkisstjórnir, þar á meðal í Sýrlandi og Íran og að Rússar taki höndum saman með ábyrgum þjóðum í baráttu okkar gegn sameiginlegum óvinum og í vörnum okkar fyrir siðmenninguna sjálfa,“ sagði Trump í ávarpi sínu. Bandaríkjaforseti heldur næst til Hamborgar í Þýskalandi þar sem fundur G20 ríkjanna hefst á morgun. Þar mun hann einnig eiga sinn fyrsta persónulega fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Trump viðurkenndi á fréttmannafundi í Varsjá í dag að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. „Ég er sammála því, ég held að það hafi verið Rússar. En ég held að annað fólk og ríki hafi einnig reynt það. Ég sé ekkert rangt við þessa yfirlýsingu. Enginn veit þetta í raun, enginn veit þetta í raun með vissu,“ sagði Trump. Hins vegar hafi Bandaríska leyniþjónustan CIA að öllum líkindum greint Barack Obama þáverandi forseta frá þessum tilraunum Rússa í ágúst í fyrra. „Hann gerði ekkert í málinu. Ástæðan er að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna forsetakosningarnar,“ sagði Donald Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Obama fyrrverandi forseti hafi vitað af málinu en ekki aðhafst þar sem hann hafi talið að Hillary Clinton myndi vinna kosningarnar. Donald Trump forseta Bandaríkjanna var vel fagnað þegar hann kom til Varsjár höfuðborgar Póllands í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum mið-evrópuríkja, ríkja á Balkanskaga og eystrasaltsríkjanna. Forsetinn lagði m.a. blómsveig að minnismerki um uppreisnina í Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni ásamt Andrzej Duda forseta Póllands. Betur virðist fara á með Trump og Melania eiginkonu hans nú en í fyrri Evrópuferð forsetans þar sem hún sást ítrekað ýta hönd hans frá sér þegar hann reyndi að leiða hana, en nú kynnti hún forsetann til leiks frami fyrir mannfjölda á Kras-inskich torgi í Varsjá og fékk koss að launum. Forsetinn sagði Bandaríkjamenn elska Pólland og pólsku þjóðina. „Sem nú eru meðal trúföstustu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Pólland hefur endurheimt stöðu sína sem eina af leiðandi þjóðum Evrópu, sterk þjóð, heilsteypt og frjáls,“ sagði Trump við mikinn fögnuð þúsunda manna á torginu. Síðan beindi Trump orðum sínum að Rússum. Hann sagði meginlandi Evrópu ekki lengur stafa hætta af kommúnismanum en ógnirnar væru engu að síður margar. „Við skorum á Rússa að láta af aðgerðum sínum í Úkraínu og annars staðar sem auka á óstöðugleika. Að þeir hætti stuðningi við fjandsamlegar ríkisstjórnir, þar á meðal í Sýrlandi og Íran og að Rússar taki höndum saman með ábyrgum þjóðum í baráttu okkar gegn sameiginlegum óvinum og í vörnum okkar fyrir siðmenninguna sjálfa,“ sagði Trump í ávarpi sínu. Bandaríkjaforseti heldur næst til Hamborgar í Þýskalandi þar sem fundur G20 ríkjanna hefst á morgun. Þar mun hann einnig eiga sinn fyrsta persónulega fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Trump viðurkenndi á fréttmannafundi í Varsjá í dag að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. „Ég er sammála því, ég held að það hafi verið Rússar. En ég held að annað fólk og ríki hafi einnig reynt það. Ég sé ekkert rangt við þessa yfirlýsingu. Enginn veit þetta í raun, enginn veit þetta í raun með vissu,“ sagði Trump. Hins vegar hafi Bandaríska leyniþjónustan CIA að öllum líkindum greint Barack Obama þáverandi forseta frá þessum tilraunum Rússa í ágúst í fyrra. „Hann gerði ekkert í málinu. Ástæðan er að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna forsetakosningarnar,“ sagði Donald Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06
Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59