Hitabylgjan í Evrópu tífalt líklegri vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2017 21:20 Á annað þúsund slökkviliðsmanna tóku þátt í að slökkva skógareldana í Portúgal í júní. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna sem gekk yfir vestanverða Evrópu í júní tífalt líklegri en ella á sumum stöðum. Tugir manna fórust í skógareldum í Portúgal og gripið var til neyðarráðstafana í þremur löndum vegna hitans. Vísindamenn sem leitast við að greina hversu stórt hlutverk hnattræn hlýnun leikur í einstökum veðurviðburðum hefur komist að þessari niðurstöðu. Bera þeir saman mögulegt veður með og án þeirrar hnattrænu hlýnunar sem hefur átt sér stað síðustu öldina. „Við fundum afar sterkt merki,“ segir Friederike Otto frá Oxford-háskóla sem vinnur við verkefnið World Weather Attribution, um hitabylgjuna í Evrópu við breska ríkisútvarpið BBC. Þannig gera núverandi aðstæður hitabylgjur tífalt líklegri á Spáni og í Portúgal.Hitamet slegin víðaMiðgildishiti í vestanverðri Evrópu var þremur gráðum yfir meðaltali í júní. Hitamet voru slegin víða. Á Bretlandi mældist mesti hiti á júnídegi í fjörutíu ár. Í Frakklandi var met slegið yfir heitustu júnínótt þegar meðalhitinn í landinu náði 26,4°C. Yfirvöld í Frakklandi, Sviss og Hollandi gripu til neyðarráðstafana til að bregðast við hitanum. Alls fórust 64 í skógareldunum í Portúgal og á Spáni var 1.500 manns skipað að yfirgefa heimili sín og sumarbústaði vegna elda. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal Ríkisstjórnin í Portúgal hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fólksins sem fórst í skógareldunum nærri Coimbra í Portúgal. Tala látinna, sem fréttastofa BBC gefur upp, hefur hækkað og er því nú haldið fram að 62 hafi látist. Óttast er að tala látinna hækki. 18. júní 2017 15:09 Létust í bílum sínum á „veginum til dauða“ Líklegt er að hækkandi hiti í Portúgal hægi á slökkvistarfi í Portúgal, en skógareldar hafa geisað þar síðan á laugardag. Minnst 64 eru látnir. 20. júní 2017 10:26 Skógareldar á suðurhluta Spánar neyða 1.500 manns til að yfirgefa svæðið Logarnir sáust fyrst á laugardagskvöldið í Moguer héraðinu hjá Huelva í Andalúsíu. Hætta var talin vera mikil. José Fiscal, umhverfisráðherra Andalúsíu, segir að líklega hafi eldurinn kviknað út frá íkveikju. 25. júní 2017 13:59 Tugir farast í skógareldum í Portúgal Að minnsta kostir 43 hafa farist í miklum skógareldum nærri Coimbra í Portúgal, þar á meðal nokkur fjöldi fólks sem var að reyna að komast undan í bílum sínum. Um 1.700 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda um allt landið. 18. júní 2017 08:28 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna sem gekk yfir vestanverða Evrópu í júní tífalt líklegri en ella á sumum stöðum. Tugir manna fórust í skógareldum í Portúgal og gripið var til neyðarráðstafana í þremur löndum vegna hitans. Vísindamenn sem leitast við að greina hversu stórt hlutverk hnattræn hlýnun leikur í einstökum veðurviðburðum hefur komist að þessari niðurstöðu. Bera þeir saman mögulegt veður með og án þeirrar hnattrænu hlýnunar sem hefur átt sér stað síðustu öldina. „Við fundum afar sterkt merki,“ segir Friederike Otto frá Oxford-háskóla sem vinnur við verkefnið World Weather Attribution, um hitabylgjuna í Evrópu við breska ríkisútvarpið BBC. Þannig gera núverandi aðstæður hitabylgjur tífalt líklegri á Spáni og í Portúgal.Hitamet slegin víðaMiðgildishiti í vestanverðri Evrópu var þremur gráðum yfir meðaltali í júní. Hitamet voru slegin víða. Á Bretlandi mældist mesti hiti á júnídegi í fjörutíu ár. Í Frakklandi var met slegið yfir heitustu júnínótt þegar meðalhitinn í landinu náði 26,4°C. Yfirvöld í Frakklandi, Sviss og Hollandi gripu til neyðarráðstafana til að bregðast við hitanum. Alls fórust 64 í skógareldunum í Portúgal og á Spáni var 1.500 manns skipað að yfirgefa heimili sín og sumarbústaði vegna elda.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal Ríkisstjórnin í Portúgal hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fólksins sem fórst í skógareldunum nærri Coimbra í Portúgal. Tala látinna, sem fréttastofa BBC gefur upp, hefur hækkað og er því nú haldið fram að 62 hafi látist. Óttast er að tala látinna hækki. 18. júní 2017 15:09 Létust í bílum sínum á „veginum til dauða“ Líklegt er að hækkandi hiti í Portúgal hægi á slökkvistarfi í Portúgal, en skógareldar hafa geisað þar síðan á laugardag. Minnst 64 eru látnir. 20. júní 2017 10:26 Skógareldar á suðurhluta Spánar neyða 1.500 manns til að yfirgefa svæðið Logarnir sáust fyrst á laugardagskvöldið í Moguer héraðinu hjá Huelva í Andalúsíu. Hætta var talin vera mikil. José Fiscal, umhverfisráðherra Andalúsíu, segir að líklega hafi eldurinn kviknað út frá íkveikju. 25. júní 2017 13:59 Tugir farast í skógareldum í Portúgal Að minnsta kostir 43 hafa farist í miklum skógareldum nærri Coimbra í Portúgal, þar á meðal nokkur fjöldi fólks sem var að reyna að komast undan í bílum sínum. Um 1.700 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda um allt landið. 18. júní 2017 08:28 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal Ríkisstjórnin í Portúgal hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fólksins sem fórst í skógareldunum nærri Coimbra í Portúgal. Tala látinna, sem fréttastofa BBC gefur upp, hefur hækkað og er því nú haldið fram að 62 hafi látist. Óttast er að tala látinna hækki. 18. júní 2017 15:09
Létust í bílum sínum á „veginum til dauða“ Líklegt er að hækkandi hiti í Portúgal hægi á slökkvistarfi í Portúgal, en skógareldar hafa geisað þar síðan á laugardag. Minnst 64 eru látnir. 20. júní 2017 10:26
Skógareldar á suðurhluta Spánar neyða 1.500 manns til að yfirgefa svæðið Logarnir sáust fyrst á laugardagskvöldið í Moguer héraðinu hjá Huelva í Andalúsíu. Hætta var talin vera mikil. José Fiscal, umhverfisráðherra Andalúsíu, segir að líklega hafi eldurinn kviknað út frá íkveikju. 25. júní 2017 13:59
Tugir farast í skógareldum í Portúgal Að minnsta kostir 43 hafa farist í miklum skógareldum nærri Coimbra í Portúgal, þar á meðal nokkur fjöldi fólks sem var að reyna að komast undan í bílum sínum. Um 1.700 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda um allt landið. 18. júní 2017 08:28