Kínverjar reita Donald Trump til reiði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sést hér fagna eldflaugatilraun vikunnar með faðmlagi. Hann er uppspretta óánægju Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem vill að Kínverjar láti af viðskiptum við Kim. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er bálreiður út í kínversk stjórnvöld. Í gær gagnrýndi forsetinn Kínverja harðlega fyrir að beita sér ekki gegn Norður-Kóreumönnum af meiri hörku og sagði að Kínverjar væru að auka viðskipti sín við einræðisríkið. Gagnrýni Trumps kemur í kjölfar eldflaugatilraunar norðurkóreska hersins. Prófaði hann í vikunni eldflaug sem talið er að geti flogið nærri 7.000 kílómetra. Dregur hún því til Alaska í Bandaríkjunum. Kröfðust Bandaríkin, Suður-Kórea, Kína, Rússland og fleiri ríki þess að Norður-Kórea hætti öllum eldflaugatilraunum samstundis en slíkar tilraunir hafa verið tíðar nýverið. Eldflaugaskotið var sérstaklega ætlað til að ögra Bandaríkjamönnum. Var það haft eftir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í ríkisútvarpinu KCNA, að eldflaugaskotið hefði verið gjöf til Bandaríkjanna á þjóðhátíðardegi þeirra sem var á þriðjudag. Í frétt KCNA var varað við líkum á frekari tilraunum og að Kim hefði skipað hernum að senda Bandaríkjamönnum reglulega slíkar gjafir. „Viðskipti Kína og Norður-Kóreu jukust um fjörutíu prósent á fyrsta ársfjórðungi. Kínverjar ætla greinilega ekki að vinna með okkur. Ojæja, við urðum að minnsta kosti að reyna,“ tísti Trump í gær. Hann átti fund með forseta Kína í apríl til að ræða ýmis mál, meðal annars Norður-Kóreu. Sagði Trump í kjölfar fundarins að mikill árangur hefði þar náðst. Tölurnar sem hann vísar til í tísti sínu eru hins vegar frá því fyrir fundinn og hluti þeirra frá því áður en Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Eflaust munu málefni Norður-Kóreu verða rædd á fundi G20 ríkjanna sem hefst á morgun. Fundinn sækja meðal annars Trump, Xi Jinping, forseti Kína, Shinzo Abe, forseti Japans, Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Þá fundaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir luktum dyrum í gær, að frumkvæði Bandaríkjamanna.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPTrump áður reiðst KínaTíst gærdagsins markar ekki fyrsta skipti sem Trump hefur reiðst Kínverjum. Í kosningabaráttu sinni hélt Trump því margsinnis fram að Kínverjar væru að ganga af bandarískum framleiðendum og verkamönnum dauðum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar lengur. Það er það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump á kosningafundi í Fort Wayne í Indianaríki í maí á síðasta ári. „Við ætlum að snúa þessu við. Við erum með spilin á okkar hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem Kínverjar ganga í. Við erum með spilin. Við erum mjög valdamikil í samskiptum okkar við Kínverja,“ sagði þáverandi forsetaframbjóðandinn enn fremur. Var það ekki í fyrsta skipti sem Trump líkti kínverska ríkinu við nauðgara. Slíkt hið sama gerði hann árið 2011. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er bálreiður út í kínversk stjórnvöld. Í gær gagnrýndi forsetinn Kínverja harðlega fyrir að beita sér ekki gegn Norður-Kóreumönnum af meiri hörku og sagði að Kínverjar væru að auka viðskipti sín við einræðisríkið. Gagnrýni Trumps kemur í kjölfar eldflaugatilraunar norðurkóreska hersins. Prófaði hann í vikunni eldflaug sem talið er að geti flogið nærri 7.000 kílómetra. Dregur hún því til Alaska í Bandaríkjunum. Kröfðust Bandaríkin, Suður-Kórea, Kína, Rússland og fleiri ríki þess að Norður-Kórea hætti öllum eldflaugatilraunum samstundis en slíkar tilraunir hafa verið tíðar nýverið. Eldflaugaskotið var sérstaklega ætlað til að ögra Bandaríkjamönnum. Var það haft eftir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í ríkisútvarpinu KCNA, að eldflaugaskotið hefði verið gjöf til Bandaríkjanna á þjóðhátíðardegi þeirra sem var á þriðjudag. Í frétt KCNA var varað við líkum á frekari tilraunum og að Kim hefði skipað hernum að senda Bandaríkjamönnum reglulega slíkar gjafir. „Viðskipti Kína og Norður-Kóreu jukust um fjörutíu prósent á fyrsta ársfjórðungi. Kínverjar ætla greinilega ekki að vinna með okkur. Ojæja, við urðum að minnsta kosti að reyna,“ tísti Trump í gær. Hann átti fund með forseta Kína í apríl til að ræða ýmis mál, meðal annars Norður-Kóreu. Sagði Trump í kjölfar fundarins að mikill árangur hefði þar náðst. Tölurnar sem hann vísar til í tísti sínu eru hins vegar frá því fyrir fundinn og hluti þeirra frá því áður en Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Eflaust munu málefni Norður-Kóreu verða rædd á fundi G20 ríkjanna sem hefst á morgun. Fundinn sækja meðal annars Trump, Xi Jinping, forseti Kína, Shinzo Abe, forseti Japans, Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Þá fundaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir luktum dyrum í gær, að frumkvæði Bandaríkjamanna.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPTrump áður reiðst KínaTíst gærdagsins markar ekki fyrsta skipti sem Trump hefur reiðst Kínverjum. Í kosningabaráttu sinni hélt Trump því margsinnis fram að Kínverjar væru að ganga af bandarískum framleiðendum og verkamönnum dauðum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar lengur. Það er það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump á kosningafundi í Fort Wayne í Indianaríki í maí á síðasta ári. „Við ætlum að snúa þessu við. Við erum með spilin á okkar hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem Kínverjar ganga í. Við erum með spilin. Við erum mjög valdamikil í samskiptum okkar við Kínverja,“ sagði þáverandi forsetaframbjóðandinn enn fremur. Var það ekki í fyrsta skipti sem Trump líkti kínverska ríkinu við nauðgara. Slíkt hið sama gerði hann árið 2011.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira