Telur hag í því að rukka aðgangseyri Sæunn Gísladóttir skrifar 6. júlí 2017 06:00 Gjaldtaka hófst við Kerið árið 2013. vísir/eyþór Skynsamlegt er að taka gjald fyrir aðgang að ferðamannastöðum þar sem fjöldi ferðamanna er farinn að skemma ánægju hvers og eins, eða náttúrugæðin liggja undir skemmdum. Þetta er niðurstaða nýrrar fræðigreinar Ragnars Árnasonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Í greininni Efficient pricing of tourist sites er sett upp verðformúla til að rannsaka hvernig best megi þróa gjaldtöku á ferðamannastöðum. Hingað til hafa flestir ferðamannastaðir landsins verið gjaldfrjálsir. Miklar opinberar umræður hafa þó átt sér stað um möguleika á gjaldtöku. Niðurstaða greinarinnar er að aukinn fjöldi ferðamanna hafi neikvæð umhverfisleg áhrif á staðina og að ferðamenn njóti staða minna ef of margir eru á svæðinu. Þannig sé það hagur samfélagsins að takmarka aðgang með aðgangsgjaldi.Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við HÍ.VÍSIR/VILHELM„Samkvæmt þessum niðurstöðum yrði aðgangur að mörgum ferðamannastöðum ókeypis. Til að áætla aðgangsgjald þyrfti að meta hversu mikill troðningurinn er á hverjum stað og hversu miklum umhverfisskemmdum hver ferðamaður veldur að jafnaði,“ segir Ragnar. Mikilvægt sé að leggjast í slíkar rannsóknir. „Það skiptir líka máli hvort tiltekinn ferðamannastaður sé rekinn með það í huga að hámarka velferð þeirra sem koma á staðinn eða rekinn þannig að eigi að hámarka hreinar tekjur hans.“ Að mati Ragnars væri skynsamlegt að hámarka tekjur af erlendum ferðamönnum og velferð íslenskra ferðamanna. „Það myndi þýða mismunandi gjald fyrir erlenda ferðamenn og íslenska ferðamenn. En síðan má kannski ekki mismuna samkvæmt reglum Evrópusambandsins.“ Nýlega hafa sveitarfélög fengið leyfi til gjaldtöku vegna bílastæða. „Það má segja að það sé skref í rétta átt að heimila þessa gjaldtöku. En þá munu þeir að einhverju leyti vera einokunaraðilar og þá munu Íslendingar verða rukkaðir of mikið,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að eitt gjald sé borgað fyrir hvern bíl en misjafnt sé hve margir eru í hverjum. Troðningur og skemmdir á ferðamannastöðunum fari eftir fjölda ferðamanna. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Skynsamlegt er að taka gjald fyrir aðgang að ferðamannastöðum þar sem fjöldi ferðamanna er farinn að skemma ánægju hvers og eins, eða náttúrugæðin liggja undir skemmdum. Þetta er niðurstaða nýrrar fræðigreinar Ragnars Árnasonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Í greininni Efficient pricing of tourist sites er sett upp verðformúla til að rannsaka hvernig best megi þróa gjaldtöku á ferðamannastöðum. Hingað til hafa flestir ferðamannastaðir landsins verið gjaldfrjálsir. Miklar opinberar umræður hafa þó átt sér stað um möguleika á gjaldtöku. Niðurstaða greinarinnar er að aukinn fjöldi ferðamanna hafi neikvæð umhverfisleg áhrif á staðina og að ferðamenn njóti staða minna ef of margir eru á svæðinu. Þannig sé það hagur samfélagsins að takmarka aðgang með aðgangsgjaldi.Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við HÍ.VÍSIR/VILHELM„Samkvæmt þessum niðurstöðum yrði aðgangur að mörgum ferðamannastöðum ókeypis. Til að áætla aðgangsgjald þyrfti að meta hversu mikill troðningurinn er á hverjum stað og hversu miklum umhverfisskemmdum hver ferðamaður veldur að jafnaði,“ segir Ragnar. Mikilvægt sé að leggjast í slíkar rannsóknir. „Það skiptir líka máli hvort tiltekinn ferðamannastaður sé rekinn með það í huga að hámarka velferð þeirra sem koma á staðinn eða rekinn þannig að eigi að hámarka hreinar tekjur hans.“ Að mati Ragnars væri skynsamlegt að hámarka tekjur af erlendum ferðamönnum og velferð íslenskra ferðamanna. „Það myndi þýða mismunandi gjald fyrir erlenda ferðamenn og íslenska ferðamenn. En síðan má kannski ekki mismuna samkvæmt reglum Evrópusambandsins.“ Nýlega hafa sveitarfélög fengið leyfi til gjaldtöku vegna bílastæða. „Það má segja að það sé skref í rétta átt að heimila þessa gjaldtöku. En þá munu þeir að einhverju leyti vera einokunaraðilar og þá munu Íslendingar verða rukkaðir of mikið,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að eitt gjald sé borgað fyrir hvern bíl en misjafnt sé hve margir eru í hverjum. Troðningur og skemmdir á ferðamannastöðunum fari eftir fjölda ferðamanna.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira